„Alltaf varanlegur skaði eftir hvern bruna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2023 22:46 Jenna Huld er húðlæknir á Húðlæknastöðinni. vísir „Mér finnst sorglegt að sjá hversu margir eru illa brenndir,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Hún segir vaxandi tíðni vera á húðkrabbameini í heiminum, Ísland sé engin undantekning á því og minnir á mikilvægi þess að bera á sig sólarvörn. Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarnar vikur, fyrst á Austfjörðum og fyrir norðan, en undanfarna daga á suðvesturhorninu. Margir hafa brennt sig á sólinni síðustu daga, bókstaflega. Jenna Huld ræddi sólarvörn og nauðsyn notkunar á slíkum vörum í Reykjavík síðdegis: „Það er vaxandi tíðni á húðkrabbameini um allan heim og við á Íslandi erum ekkert undantekning frá því, þótt okkur finnist við fá litla sól. Á þessum árstíma er sólin mjög sterk og B-geislarnir mjög sterkir líka, A-geislarnir haldast svona sterkir yfir allt árið,“ segir Jenna Huld og útskýrir að B-geislar séu þeir geislar sem séu sterkari og brenni fólk oftast. Hún segir alla sólarvörn undir 30 ófullnægjandi. „Ég mæli með 50, í rauninni er 30 nóg en 50 er alltaf betra.“ Fjölmargir Íslendingar hafa brunnið illa undanfarin ár, ýmist í sólinni en sumir í sólarbekkjum. Klassísk afsökun fyrir því að nota ekki sólarvörn segir Jenna vera að líkaminn taki upp meira D-vítamín án sólarvarnar. „Rannsóknir sýna það að þú þarft að vera úti í korter á dag til að fá nægilegt D-vítamín. Allt eftir þessar 15 mínútur, þá ertu í raun að taka á móti skaðlegum áhrifum sólarinnar,“ segir hún og heldur áfram: „Þú verður að setja á þig á hverjum einasta degi þessa dagana og á þessi svæði sem eru mest útsett; andlit, háls, bringa og handleggir. Og helst að bæta á, ef þú ert úti allan daginn eftir fjóra til fimm tíma.“ Þessir ungu drengir nutu sumarveðursins til hins ýtrasta í Elliðaárdal, og báru vonandi á sig sólarvörn.vísir/vilhelm Auknar líkur á sortuæxli En þeir sem eru búnir að brenna, hvað er best að gera? „Það er alltaf best að setja eitthvað kælandi á þetta eins og aloe vera-krem eða eitthvað inni í kæli. Svo sterakrem sem hægt er að kaupa án lyfseðils, þar sem þetta er bólga sem kemur út af þessum skaða. Þarna hafa geislarnir skemmt erfðaefnið í frumunum þannig það er alltaf einhver varanlegur skaði eftir hvern einasta bruna. Þannig það er eins gott að forðast það,“ Spurð út í sólarvörn í öðrum húðvörum líkt og förðum og hvort sú vörn nægi segir Jenna: „Farði er ekki nóg, við verðum að nota sólarvörnina. Það nægir kannski yfir vetrartímann. Það er alveg búið að sýna fram á að sólarvörn í svona förðum skýlir okkur ekki nægilega.“ Hún segir frábært úrval komið til af sólarvörn fyrir andlit, ólíkt því sem var áður fyrr. „Þá var þetta svo feitt og klístrað og maður varð hvítur í framann.“ Jenna minnir einnig á að börn séu í sérstökum áhættuhópi. Börn sem brenna séu í áhættuhóp fyrir að fá sortuæxli síðar á lífsleiðinni. Ferðalög Reykjavík síðdegis Heilsa Sólin Heilbrigðismál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarnar vikur, fyrst á Austfjörðum og fyrir norðan, en undanfarna daga á suðvesturhorninu. Margir hafa brennt sig á sólinni síðustu daga, bókstaflega. Jenna Huld ræddi sólarvörn og nauðsyn notkunar á slíkum vörum í Reykjavík síðdegis: „Það er vaxandi tíðni á húðkrabbameini um allan heim og við á Íslandi erum ekkert undantekning frá því, þótt okkur finnist við fá litla sól. Á þessum árstíma er sólin mjög sterk og B-geislarnir mjög sterkir líka, A-geislarnir haldast svona sterkir yfir allt árið,“ segir Jenna Huld og útskýrir að B-geislar séu þeir geislar sem séu sterkari og brenni fólk oftast. Hún segir alla sólarvörn undir 30 ófullnægjandi. „Ég mæli með 50, í rauninni er 30 nóg en 50 er alltaf betra.“ Fjölmargir Íslendingar hafa brunnið illa undanfarin ár, ýmist í sólinni en sumir í sólarbekkjum. Klassísk afsökun fyrir því að nota ekki sólarvörn segir Jenna vera að líkaminn taki upp meira D-vítamín án sólarvarnar. „Rannsóknir sýna það að þú þarft að vera úti í korter á dag til að fá nægilegt D-vítamín. Allt eftir þessar 15 mínútur, þá ertu í raun að taka á móti skaðlegum áhrifum sólarinnar,“ segir hún og heldur áfram: „Þú verður að setja á þig á hverjum einasta degi þessa dagana og á þessi svæði sem eru mest útsett; andlit, háls, bringa og handleggir. Og helst að bæta á, ef þú ert úti allan daginn eftir fjóra til fimm tíma.“ Þessir ungu drengir nutu sumarveðursins til hins ýtrasta í Elliðaárdal, og báru vonandi á sig sólarvörn.vísir/vilhelm Auknar líkur á sortuæxli En þeir sem eru búnir að brenna, hvað er best að gera? „Það er alltaf best að setja eitthvað kælandi á þetta eins og aloe vera-krem eða eitthvað inni í kæli. Svo sterakrem sem hægt er að kaupa án lyfseðils, þar sem þetta er bólga sem kemur út af þessum skaða. Þarna hafa geislarnir skemmt erfðaefnið í frumunum þannig það er alltaf einhver varanlegur skaði eftir hvern einasta bruna. Þannig það er eins gott að forðast það,“ Spurð út í sólarvörn í öðrum húðvörum líkt og förðum og hvort sú vörn nægi segir Jenna: „Farði er ekki nóg, við verðum að nota sólarvörnina. Það nægir kannski yfir vetrartímann. Það er alveg búið að sýna fram á að sólarvörn í svona förðum skýlir okkur ekki nægilega.“ Hún segir frábært úrval komið til af sólarvörn fyrir andlit, ólíkt því sem var áður fyrr. „Þá var þetta svo feitt og klístrað og maður varð hvítur í framann.“ Jenna minnir einnig á að börn séu í sérstökum áhættuhópi. Börn sem brenna séu í áhættuhóp fyrir að fá sortuæxli síðar á lífsleiðinni.
Ferðalög Reykjavík síðdegis Heilsa Sólin Heilbrigðismál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira