„Ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 10:00 Bryndís Arna Níelsdóttir bregður á leik með skotskóna. Vísir/Hulda Margrét Valskonan Bryndís Arna Níelsdóttir er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir fyrstu ellefu umferðirnar. Hún hefur skorað níu mörk eða fjórum mörkum meira en þær sem skipa annað sætið á listanum yfir markahæstu menn. Bryndís Arna er að blómstra á sínu öðru tímabili hjá Hlíðarenda en hvað er að skila öllum þessum mörkum. „Ég hef verið að æfa þetta mjög mikið og svo er ég með þessa leikmenn við hliðina á mér í Val sem eru að aðstoða mig. Þær eiga jafnmikið kredit fyrir þessi mörk og ég. Ég er mjög ánægð með alla í liðinu,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Erfitt í fyrra Bryndís segir að það sé munur á henni í ár og í fyrra þegar hún steig sína frumraun með Valsliðinu. „Jú klárlega. Ég var að glíma við meiðsli í fyrra og svo vorum við bara með hörku framherja í Cyeru [Hintzen] og Elínu Mettu [Jensen] þegar ég kom til baka. Þá var svolítið erfitt að brjótast inn í liðið,“ sagði Bryndís Arna. „Ég setti mér það markmið fyrir þetta tímabil að ætla að komast inn í þetta byrjunarlið, fara hjálpa liðinu, skora mörk, gefa stoðsendingar og mér finnst það hafa heppnast vel,“ sagði Bryndís. Vildi vera framherji númer eitt, tvö og þrjú „Cyera fór út og Elín Metta hætti. Ég vildi bara vera framherji númer eitt, tvö og þrjú. Ég vil alltaf vaxa og dafna í mínum leik og það hjálpar að vera með þessu Valsliði og vera með Pétur sem þjálfara,“ sagði Bryndís en hvernig er Pétur sem þjálfari. „Hann er mjög góður þjálfari og við sjáum það bara á árangri Valsliðins undanfarin ár. Liðið varð Íslands- og bikarmeistari í fyrra og hann er mjög góður þjálfari og að kenna mér mjög margt,“ sagði Bryndís. Alltaf að tala um þegar hann var í Feyenoord Pétur Pétursson er náttúrulega algjör goðsögn sem leikmaður og einn allra besti framherji Íslandssögunnar. Minnir hann stelpurnar stundum á það. „Ó já. Á hverri einustu æfingu þá er hann að tala um þegar hann var í Feyenoord. Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa. Það er mjög skemmtilegt að hafa hann,“ sagði Bryndís. Hún er búin að skora níu sinnum í ellefu leikjum en er markauppskera sumarsins til þessa framar hennar vonum. „Nei ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari og er góð í því. Ég hef skorað mikið af mörkum í gegnum tíðina og þetta var aldrei að fara að breytast í ár. Bara að skora mörk og leggja upp mörk fyrir liðsfélagana mín. Það var alltaf markmiðið og meðan við erum að vinna þá er ég mjög sátt,“ sagði Bryndís. Bryndís talar líka um Fanndísi Friðriksdóttur og mikilvægi hennar í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bryndís Arna: Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa Besta deild kvenna Valur Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Bryndís Arna er að blómstra á sínu öðru tímabili hjá Hlíðarenda en hvað er að skila öllum þessum mörkum. „Ég hef verið að æfa þetta mjög mikið og svo er ég með þessa leikmenn við hliðina á mér í Val sem eru að aðstoða mig. Þær eiga jafnmikið kredit fyrir þessi mörk og ég. Ég er mjög ánægð með alla í liðinu,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Erfitt í fyrra Bryndís segir að það sé munur á henni í ár og í fyrra þegar hún steig sína frumraun með Valsliðinu. „Jú klárlega. Ég var að glíma við meiðsli í fyrra og svo vorum við bara með hörku framherja í Cyeru [Hintzen] og Elínu Mettu [Jensen] þegar ég kom til baka. Þá var svolítið erfitt að brjótast inn í liðið,“ sagði Bryndís Arna. „Ég setti mér það markmið fyrir þetta tímabil að ætla að komast inn í þetta byrjunarlið, fara hjálpa liðinu, skora mörk, gefa stoðsendingar og mér finnst það hafa heppnast vel,“ sagði Bryndís. Vildi vera framherji númer eitt, tvö og þrjú „Cyera fór út og Elín Metta hætti. Ég vildi bara vera framherji númer eitt, tvö og þrjú. Ég vil alltaf vaxa og dafna í mínum leik og það hjálpar að vera með þessu Valsliði og vera með Pétur sem þjálfara,“ sagði Bryndís en hvernig er Pétur sem þjálfari. „Hann er mjög góður þjálfari og við sjáum það bara á árangri Valsliðins undanfarin ár. Liðið varð Íslands- og bikarmeistari í fyrra og hann er mjög góður þjálfari og að kenna mér mjög margt,“ sagði Bryndís. Alltaf að tala um þegar hann var í Feyenoord Pétur Pétursson er náttúrulega algjör goðsögn sem leikmaður og einn allra besti framherji Íslandssögunnar. Minnir hann stelpurnar stundum á það. „Ó já. Á hverri einustu æfingu þá er hann að tala um þegar hann var í Feyenoord. Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa. Það er mjög skemmtilegt að hafa hann,“ sagði Bryndís. Hún er búin að skora níu sinnum í ellefu leikjum en er markauppskera sumarsins til þessa framar hennar vonum. „Nei ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari og er góð í því. Ég hef skorað mikið af mörkum í gegnum tíðina og þetta var aldrei að fara að breytast í ár. Bara að skora mörk og leggja upp mörk fyrir liðsfélagana mín. Það var alltaf markmiðið og meðan við erum að vinna þá er ég mjög sátt,“ sagði Bryndís. Bryndís talar líka um Fanndísi Friðriksdóttur og mikilvægi hennar í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bryndís Arna: Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira