Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2023 23:31 Gideon Levy er ísraelskur blaðamaður sem hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld í heimalandi sínu. Stöð 2 Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Gideon Levy er ísraelskur blaðamaður sem hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld í heimalandi sínu, þá sérstaklega vegna slæmrar meðferðar þeirra á Palestínumönnum. Hann er nú staddur hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína og Ögmunds Jónassonar fyrrverandi ráðherra. Hann er afar afdráttarlaus þegar kemur gagnrýni hans á Ísrael og þá sérstaklega á nýja ríkisstjórn landsins sem var mynduð undir lok síðasta árs undir forystu Benjamíns Netanjahús. „Þetta er fasískasta, öfgafyllsta bókstafstrúarstjórn sem Ísrael hefur nokkru sinni haft. Ekki að það hafi verið gott áður en þessi ríkisstjórn fer með okkur út í miklar öfgar en ég held ekki að þessi stjórn verði lengi við völd því hún gengur svo langt og er svo öfgafull hvað varðar ólýðræðisleg og trúarleg skref. Hún er að færa Ísrael aftur til miðalda. Hún endist ekki lengi því mótmælin eru mjög öflug núna,“ segir Levy. Segir Ísraela lifa í blindni Hann segir flesta Ísraelsmenn hafa lítinn áhuga á að læra um deilur ríkisins við nágrannana í Palestínu og kjósa frekar að lifa í blindni. „Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann. Eftir 55 ára hersetu er Ísrael orðið aðskilnaðarríki. Ísrael er aðskilnaðarríki samkvæmt öllum mælikvörðum. Fyrst og fremst þurfi að refsa Ísraelum Þá segir hann að það þurfi ekki að byrja á því að koma á friði milli ríkjanna heldur þurfi fyrst að refsa Ísrael. „Friður gæti komist á ef það næðist eitthvert réttlæti en það næst ekkert réttlæti í aðskilnaðarríki. Ef Ísraelsmenn vakna ekki einn morguninn og segja: Hernámið er ekki gott. Bindum enda á það. Þá mun það aldrei gerast. Það gerist aðeins ef Ísraelsmönnum verður refsað fyrir hernámið og þeir þurfa að gjalda fyrir það. Það er einmitt hlutverk alþjóðasamfélagsins að grípa inn í. Ekki með hermönnum heldur bara með þrýstingi til að gera Ísrael að lýðræðisríki á ný.“ Ísrael Palestína Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Gideon Levy er ísraelskur blaðamaður sem hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld í heimalandi sínu, þá sérstaklega vegna slæmrar meðferðar þeirra á Palestínumönnum. Hann er nú staddur hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína og Ögmunds Jónassonar fyrrverandi ráðherra. Hann er afar afdráttarlaus þegar kemur gagnrýni hans á Ísrael og þá sérstaklega á nýja ríkisstjórn landsins sem var mynduð undir lok síðasta árs undir forystu Benjamíns Netanjahús. „Þetta er fasískasta, öfgafyllsta bókstafstrúarstjórn sem Ísrael hefur nokkru sinni haft. Ekki að það hafi verið gott áður en þessi ríkisstjórn fer með okkur út í miklar öfgar en ég held ekki að þessi stjórn verði lengi við völd því hún gengur svo langt og er svo öfgafull hvað varðar ólýðræðisleg og trúarleg skref. Hún er að færa Ísrael aftur til miðalda. Hún endist ekki lengi því mótmælin eru mjög öflug núna,“ segir Levy. Segir Ísraela lifa í blindni Hann segir flesta Ísraelsmenn hafa lítinn áhuga á að læra um deilur ríkisins við nágrannana í Palestínu og kjósa frekar að lifa í blindni. „Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann. Eftir 55 ára hersetu er Ísrael orðið aðskilnaðarríki. Ísrael er aðskilnaðarríki samkvæmt öllum mælikvörðum. Fyrst og fremst þurfi að refsa Ísraelum Þá segir hann að það þurfi ekki að byrja á því að koma á friði milli ríkjanna heldur þurfi fyrst að refsa Ísrael. „Friður gæti komist á ef það næðist eitthvert réttlæti en það næst ekkert réttlæti í aðskilnaðarríki. Ef Ísraelsmenn vakna ekki einn morguninn og segja: Hernámið er ekki gott. Bindum enda á það. Þá mun það aldrei gerast. Það gerist aðeins ef Ísraelsmönnum verður refsað fyrir hernámið og þeir þurfa að gjalda fyrir það. Það er einmitt hlutverk alþjóðasamfélagsins að grípa inn í. Ekki með hermönnum heldur bara með þrýstingi til að gera Ísrael að lýðræðisríki á ný.“
Ísrael Palestína Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira