Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 14:26 Evan Gershkovich í glerbúri í réttarsal í Moskvu í morgun. Hann er fyrsti bandaríski blaðamaðurinn sem er handtekinn fyrir njósnir í Rússlandi frá lokum kalda stríðsins. AP/Dmitrí Serebrjakov Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. Rússneska leyniþjónustan handtók Gershkovich, fréttaritara Wall Street Journal þegar hann var að afla frétta í nágrenni Katrínarborgar í mars. Hann var sakaður um njósnir og hnepptur í gæsluvarðhald. Dómstóll úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. ágúst í síðasta mánuði en hann áfrýjaði. Fréttamönnum var vísað úr dómsalnum áður en úrskurðurinn var kveðinn upp. Þeir fylgdust með uppkvaðningunni á sjónvarpsskjám annars staðar í dómshúsinu. Gershkovich og Wall Street Journal vísa ásökunum rússneskra stjórnvalda á bug. Bandaríkjastjórn segir blaðamanninn hafa verið handtekinn ólöglega. Rússar hafa ekki lagt fram rökstuðning eða sannanir fyrir ásökunum sínum til þessa. AP-fréttastofan segir að Lefortovo-fangelsið í Moskvu sé alræmt fyrir slæman aðbúnað fanga. Lögmaður Gershkovich segir að bandarískum erindrekum hafi í þrígang verið meinað að hitta hann frá því í apríl. Allt að eitt og hálft ár gæti tekið að ljúka rannsókn á málinu. Sérfræðingar telja ekki ósennilegt að stjórnvöld í Kreml hafi látið handtaka Gershkovich til þess að nota hann sem skiptimynt í fangaskiptum við Bandaríkjastjórn líkt og þeir gerðu með Brittney Griner, bandaríska körfuboltakonu, sem var handtekin fyrir minniháttar sakir í Rússlandi. Rússland Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Tengdar fréttir Halda bandarískum blaðamanni áfram bak við lás og slá Rússneskur dómari úrskurðaði að Evan Gershkovich, bandarísku blaðamaður Wall Street Journal, verði áfram í varðhaldi eftir að hann var sakaður um njósnir í Rússlandi. Gershkovich og bandarísk stjórnvöld vísa ásökunum á bug. 18. apríl 2023 15:43 Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. 30. mars 2023 08:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Rússneska leyniþjónustan handtók Gershkovich, fréttaritara Wall Street Journal þegar hann var að afla frétta í nágrenni Katrínarborgar í mars. Hann var sakaður um njósnir og hnepptur í gæsluvarðhald. Dómstóll úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. ágúst í síðasta mánuði en hann áfrýjaði. Fréttamönnum var vísað úr dómsalnum áður en úrskurðurinn var kveðinn upp. Þeir fylgdust með uppkvaðningunni á sjónvarpsskjám annars staðar í dómshúsinu. Gershkovich og Wall Street Journal vísa ásökunum rússneskra stjórnvalda á bug. Bandaríkjastjórn segir blaðamanninn hafa verið handtekinn ólöglega. Rússar hafa ekki lagt fram rökstuðning eða sannanir fyrir ásökunum sínum til þessa. AP-fréttastofan segir að Lefortovo-fangelsið í Moskvu sé alræmt fyrir slæman aðbúnað fanga. Lögmaður Gershkovich segir að bandarískum erindrekum hafi í þrígang verið meinað að hitta hann frá því í apríl. Allt að eitt og hálft ár gæti tekið að ljúka rannsókn á málinu. Sérfræðingar telja ekki ósennilegt að stjórnvöld í Kreml hafi látið handtaka Gershkovich til þess að nota hann sem skiptimynt í fangaskiptum við Bandaríkjastjórn líkt og þeir gerðu með Brittney Griner, bandaríska körfuboltakonu, sem var handtekin fyrir minniháttar sakir í Rússlandi.
Rússland Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Tengdar fréttir Halda bandarískum blaðamanni áfram bak við lás og slá Rússneskur dómari úrskurðaði að Evan Gershkovich, bandarísku blaðamaður Wall Street Journal, verði áfram í varðhaldi eftir að hann var sakaður um njósnir í Rússlandi. Gershkovich og bandarísk stjórnvöld vísa ásökunum á bug. 18. apríl 2023 15:43 Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. 30. mars 2023 08:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Halda bandarískum blaðamanni áfram bak við lás og slá Rússneskur dómari úrskurðaði að Evan Gershkovich, bandarísku blaðamaður Wall Street Journal, verði áfram í varðhaldi eftir að hann var sakaður um njósnir í Rússlandi. Gershkovich og bandarísk stjórnvöld vísa ásökunum á bug. 18. apríl 2023 15:43
Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. 30. mars 2023 08:33