Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2023 14:31 Eftir að hafa eytt miklu í leikmann á borð við Mykhailo Mudryk og Enzo Fernandez [til vinstri] þarf félagið að selja leikmenn á borð við Kai Havertz [til hægri]. Skiptir engu hvort það er til Arsenal eða Sádi-Arabíu. Ryan Pierse/Getty Images Eftir félagaskipti síðustu daga er eðlilega að margur velti fyrir sér hvort PIF, fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, sé að fjármagna enska knattspyrnufélagið Chelsea. PIF á nú þegar eitt knattspyrnulið á Englandi, Newcastle United, og þó tók sjóðurinn yfir fjögur af stærstu liðum Sádi-Arabíu fyrir ekki svo löngu síðan. Í kjölfarið var farið að orða leikmenn, með stór nöfn, í hrönnum við Sádi-Arabíu. Þeir voru ekkert endilega orðaðir við ákveðið lið heldur bara eitthvað af liðunum fjórum sem PIF á. Eins og Vísir greindi frá í gær þá virðast liðin fjögur hafa sérstakan áhuga á leikmönnum Chelsea. Það vekur sérstaka athygli þar sem PIF hefur þegar fjárfest gríðarlega í gegnum Clearlake Capital, meirihluta eiganda Chelsea. Vitað er að Chelsea þarf að losa leikmenn fyrir 30. júní eftir að hafa verslað gríðarlegan fjölda leikmanna fyrr á leiktíðinni. Það er því einkar hentugt að annar hver leikmaður liðsins sé orðaður við Sádi-Arabíu. Matt Slater hjá The Athletic sérhæfir sig í fjármálum knattspyrnuliða og velti hann einfaldlega upp spurningunni: „Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea?“ Slater segir það ljóst að PIF hafi fjárfest í Clearlake. Það þýðir þó ekki að það séu tengsl á milli Chelsea og PIF. Einn heimildarmaður greinarinnar bendir á að Clearlake sé magnað fyrirtæki sem hafi skilað viðskiptavinum sínum gríðarlegum hagnaði. Það sé helsta ástæða þess að PIF hafi fjárfest hjá Clearlake. Jordan Gardner, annar heimildarmaður greinarinnar, segir að þó hlutirnir líti vissulega ekki vel út að svo stöddu þá sé fólk að lesa alltof mikið í þetta. PIF sé einfaldlega einn af fjölmörgum fjárfestum hjá Clearlake. Dr. Christopher Davidson sérhæfir sig í Miðausturlöndum og því sem fram fer þar. Hann segir að áskanarnir passi einfaldlega ekki við vinnuhætti PIF. Chelsea need to raise transfer funds quickly, now multiple players are discussing moves to join N'Golo Kante in Saudi Arabia.It has fuelled a conspiracy theory... Is Saudi Arabia funding Chelsea?@mjshrimper investigates— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 21, 2023 Bæði Chelsea og enska úrvalsdeildin svöruðu The Athletic á þann veg að eignarhald félagsins standist allar kröfur deildarinnar og það hafi verið farið vel yfir mögulega hagsmunaárekstra áður en deildin gaf Clearlake grænt ljós á að kaupa félagið. Todd Boehly er einn af æðstu mönnum Clearlake Capital og andlit fyrirtækisins þegar kemur að Chelsea.Adam Davy/Getty Images Lokaniðurstaðan er því sú að Clearlake, verandi fjárfestingarfyrirtæki, hefur mikil og góð tengsl við aðrar slíkar stofnanir, þar á meðal PIF. Helsta ástæða þess að leikmenn Chelsea eru eftirsóttir af liðum í Sádi-Arabíu er einfaldlega sú að landið er að reyna gera sig gildandi í knattspyrnuheiminum og Chelsea á fjöldann allan af stórum nöfnum sem eru til sölu þessa dagana. Sem dæmi má nefna að Kai Havertz er svo gott sem genginn til liðs við nágranna þeirra í Arsenal og Mateo Kovačić er á leiðinni til til Englandsmeistara Manchester City fyrir heldur lítinn pening miðað við hvað gengur og gerist. Chelsea þarf einfaldlega að losa sig við leikmenn og leita allra lausna til þess. Það skiptir þá litlu máli hvort um sé að ræða samkeppnisaðila eða félög í Sádi-Arabíu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira
PIF á nú þegar eitt knattspyrnulið á Englandi, Newcastle United, og þó tók sjóðurinn yfir fjögur af stærstu liðum Sádi-Arabíu fyrir ekki svo löngu síðan. Í kjölfarið var farið að orða leikmenn, með stór nöfn, í hrönnum við Sádi-Arabíu. Þeir voru ekkert endilega orðaðir við ákveðið lið heldur bara eitthvað af liðunum fjórum sem PIF á. Eins og Vísir greindi frá í gær þá virðast liðin fjögur hafa sérstakan áhuga á leikmönnum Chelsea. Það vekur sérstaka athygli þar sem PIF hefur þegar fjárfest gríðarlega í gegnum Clearlake Capital, meirihluta eiganda Chelsea. Vitað er að Chelsea þarf að losa leikmenn fyrir 30. júní eftir að hafa verslað gríðarlegan fjölda leikmanna fyrr á leiktíðinni. Það er því einkar hentugt að annar hver leikmaður liðsins sé orðaður við Sádi-Arabíu. Matt Slater hjá The Athletic sérhæfir sig í fjármálum knattspyrnuliða og velti hann einfaldlega upp spurningunni: „Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea?“ Slater segir það ljóst að PIF hafi fjárfest í Clearlake. Það þýðir þó ekki að það séu tengsl á milli Chelsea og PIF. Einn heimildarmaður greinarinnar bendir á að Clearlake sé magnað fyrirtæki sem hafi skilað viðskiptavinum sínum gríðarlegum hagnaði. Það sé helsta ástæða þess að PIF hafi fjárfest hjá Clearlake. Jordan Gardner, annar heimildarmaður greinarinnar, segir að þó hlutirnir líti vissulega ekki vel út að svo stöddu þá sé fólk að lesa alltof mikið í þetta. PIF sé einfaldlega einn af fjölmörgum fjárfestum hjá Clearlake. Dr. Christopher Davidson sérhæfir sig í Miðausturlöndum og því sem fram fer þar. Hann segir að áskanarnir passi einfaldlega ekki við vinnuhætti PIF. Chelsea need to raise transfer funds quickly, now multiple players are discussing moves to join N'Golo Kante in Saudi Arabia.It has fuelled a conspiracy theory... Is Saudi Arabia funding Chelsea?@mjshrimper investigates— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 21, 2023 Bæði Chelsea og enska úrvalsdeildin svöruðu The Athletic á þann veg að eignarhald félagsins standist allar kröfur deildarinnar og það hafi verið farið vel yfir mögulega hagsmunaárekstra áður en deildin gaf Clearlake grænt ljós á að kaupa félagið. Todd Boehly er einn af æðstu mönnum Clearlake Capital og andlit fyrirtækisins þegar kemur að Chelsea.Adam Davy/Getty Images Lokaniðurstaðan er því sú að Clearlake, verandi fjárfestingarfyrirtæki, hefur mikil og góð tengsl við aðrar slíkar stofnanir, þar á meðal PIF. Helsta ástæða þess að leikmenn Chelsea eru eftirsóttir af liðum í Sádi-Arabíu er einfaldlega sú að landið er að reyna gera sig gildandi í knattspyrnuheiminum og Chelsea á fjöldann allan af stórum nöfnum sem eru til sölu þessa dagana. Sem dæmi má nefna að Kai Havertz er svo gott sem genginn til liðs við nágranna þeirra í Arsenal og Mateo Kovačić er á leiðinni til til Englandsmeistara Manchester City fyrir heldur lítinn pening miðað við hvað gengur og gerist. Chelsea þarf einfaldlega að losa sig við leikmenn og leita allra lausna til þess. Það skiptir þá litlu máli hvort um sé að ræða samkeppnisaðila eða félög í Sádi-Arabíu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira