Íslenski boltinn

Rifust um vítið sem ÍBV fékk: „Þú lýgur því viku eftir viku að þú sért að tala við einhvern dómara“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
ÍBV fékk sína aðra vítaspyrnu í leiknum gegn KR þegar Breki Ómarsson féll í baráttu við Sigurð Bjart Hallsson.
ÍBV fékk sína aðra vítaspyrnu í leiknum gegn KR þegar Breki Ómarsson féll í baráttu við Sigurð Bjart Hallsson. stöð 2 sport

Lárus Orri Sigurðsson og Albert Ingason voru ekki sammála hvort vítaspyrnan sem ÍBV fékk undir lok leiksins gegn KR í Bestu deild karla hefði verið réttmæt.

ÍBV fékk vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Sigurður Bjartur Hallsson braut á Breka Ómarssyni. Felix Örn Friðriksson tók spyrnuna og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins.

Lárus Orri og Albert tókust á um vítadóminn í Stúkunni í gær og voru á öndverðu meiði.

„Þetta er bara klaufalegt en þetta er víti. Hann sparkar hann niður. Alveg klárt. Ætlarðu að fara að lasta hann fyrir að standa ekki?“ sagði Albert áður en Lárus Orri tók við boltanum.

„Ég heyrði í mínum besta dómaramanni með þetta atvik. Þegar löppin á honum kemur við löppina á honum, við skulum ekki segja sparka í hann, er hann ekki með boltann í leikfæri,“ sagði Lárus Orri.

Klippa: Stúkan - Umræða um víti ÍBV

Albert kvaðst þá vantrúaður á að Lárus Orri hefði yfir höfuð talað við dómaramenntaðan mann.

„Þú ert ekkert að tala við neinn dómara. Þú lýgur því viku eftir viku að þú sért að tala við einhvern dómara bara svo við trúum þér,“ sagði Albert.

„Hann kemur varla við hann. Hann hendir sér niður. Þetta er ekki víti. Hann liggur í einhverjar fjörutíu sekúndur, rúllandi sér fram og til baka, stendur síðan upp og gefur „high five“. Ég meina kommon,“ sagði Lárus þá.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Vorum góðir í þrjár mínútur“

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekkert að skafa af hlutunum eftir að lið hans gerði 1-1 jafntefli gegn ÍBV á heimavelli í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×