Sjáðu skalla Kjartans í Damir: „Átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er“ Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 09:30 Kjartan Henry Finnbogason fórnar höndum eftir að hafa skallað í Damir Muminovic sem lét sig falla í grasið. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Stúkunni rýndu í uppákomuna í Kaplakrika um helgina þegar Kjartan Henry Finnbogason skallaði til Damirs Muminovic sem féll í jörðina, í leik FH og Breiðabliks í Bestu deildinni. Báðir fengu gult spjald. Atvikið má sjá í klippunni hér að neðan en það gerðist í stöðunni 2-2, þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Þannig lauk leiknum. Albert Brynjar Ingason var á því að Kjartan væri stálheppinn að hafa ekki fengið rautt spjald en Lárus Orri Sigurðsson gagnrýndi báða leikmennina og fordæmdi leikaraskap Damirs. Damir ætti bara að segja Kjartani að hætta þessari vitleysu „Ef við byrjum bara á Damir þá er ég vonsvikinn með Damir. Damir á ekkert að henda sér í jörðina þarna. Hann [Kjartan] kemur við hann klárlega en hann skallar Damir ekki niður. Damir á bara að taka þessu eins og maður og segja Kjartani að hætta þessari vitleysu. Hann á ekki að henda sér svona í jörðina. Við viljum ekki sjá þetta,“ sagði Lárus áður en hann beindi spjótum sínum að Kjartani. Skammt er síðan að framganga Kjartans í leik gegn Víkingi vakti athygli en hann var úrskurðaður í eins leiks bann fyrir olnbogaskot í þeim leik, eftir að framkvæmdastjóri KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Skilur ekki hvað Kjartani gekk til „Varðandi Kjartan Henry þá veit ég ekki hvað honum gengur til. Ég skil ekki hvað er í gangi. Við getum hugsanlega rætt um að ef að menn koma inn á, liðið undir og það þarf aðeins að hrista upp í hlutunum og vera með einhver læti, eins og kannski er hægt að færa rök fyrir að hafi þurft gegn Víkingum, þar sem FH var verulega undir, þar sem þessi læti komu FH-ingum kannski í gang. En þarna var FH í flottum gír og hann sjálfsagt settur inn til þess að skora sigurmarkið, en ekki til að vera í einhverjum slagsmálum og látum. Það eina sem slagsmál og læti gera á þessum tímapunkti er að hrista upp í Blikum, því það þurfti að hrista upp í Blikum. Ekki FH. Þannig að hvað Kjartan er að gera með því að setja hausinn í Damir, það bara skil ég ekki,“ sagði Lárus og bætti við: „Er þetta hluti af einhverri „harða kalls“-ímynd sem hann vill hafa? Ég get ekki séð það. Eftir hvert atvik þá er hann í einhverjum drottningarviðtölum og með einhverjar útskýringar á miðlum á því hversu saklaus hann sé. Ég átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er.“ Klippa: Umræða um Kjartan og Damir í Stúkunni Albert Brynjar sagði skalla Kjartans klárlega kalla á rautt spjald, burtséð frá því hvort höggið væri mikið fyrir Damir. „Þetta er náttúrulega bara rautt spjald“ „Hann er heppinn þarna. Þetta er náttúrulega bara rautt spjald og það er eiginlega ótrúlegt að þeir endi báðir með gult spjald. Ef hann spjaldar Kjartan Henry þá virðist hann hafa séð þetta. Hvernig er þetta ekki rautt spjald? Hann skallar hann klárlega. Hvort að Damir hendi sér niður eða ekki… En þetta er bara leikmaðurinn sem Kjartan Henry er. Þú tekur þetta bara ekki úr hans leik. Hann er ekki að fara að henda rauðu spjaldi á sjálfan sig en hvernig endar hann með gult þarna? Það er ekki hægt að pirra sig á að Kjartan Henry sé að komast upp með hluti, það verður að setja aðeins spurningamerki við dómarann að kveikja ekki á þessu,“ sagði Albert. Hluta af umræðunni má sjá hér að ofan en umræðuna í heild má sjá í nýjasta þætti Stúkunnar, á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Breiðablik Stúkan Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Atvikið má sjá í klippunni hér að neðan en það gerðist í stöðunni 2-2, þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Þannig lauk leiknum. Albert Brynjar Ingason var á því að Kjartan væri stálheppinn að hafa ekki fengið rautt spjald en Lárus Orri Sigurðsson gagnrýndi báða leikmennina og fordæmdi leikaraskap Damirs. Damir ætti bara að segja Kjartani að hætta þessari vitleysu „Ef við byrjum bara á Damir þá er ég vonsvikinn með Damir. Damir á ekkert að henda sér í jörðina þarna. Hann [Kjartan] kemur við hann klárlega en hann skallar Damir ekki niður. Damir á bara að taka þessu eins og maður og segja Kjartani að hætta þessari vitleysu. Hann á ekki að henda sér svona í jörðina. Við viljum ekki sjá þetta,“ sagði Lárus áður en hann beindi spjótum sínum að Kjartani. Skammt er síðan að framganga Kjartans í leik gegn Víkingi vakti athygli en hann var úrskurðaður í eins leiks bann fyrir olnbogaskot í þeim leik, eftir að framkvæmdastjóri KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Skilur ekki hvað Kjartani gekk til „Varðandi Kjartan Henry þá veit ég ekki hvað honum gengur til. Ég skil ekki hvað er í gangi. Við getum hugsanlega rætt um að ef að menn koma inn á, liðið undir og það þarf aðeins að hrista upp í hlutunum og vera með einhver læti, eins og kannski er hægt að færa rök fyrir að hafi þurft gegn Víkingum, þar sem FH var verulega undir, þar sem þessi læti komu FH-ingum kannski í gang. En þarna var FH í flottum gír og hann sjálfsagt settur inn til þess að skora sigurmarkið, en ekki til að vera í einhverjum slagsmálum og látum. Það eina sem slagsmál og læti gera á þessum tímapunkti er að hrista upp í Blikum, því það þurfti að hrista upp í Blikum. Ekki FH. Þannig að hvað Kjartan er að gera með því að setja hausinn í Damir, það bara skil ég ekki,“ sagði Lárus og bætti við: „Er þetta hluti af einhverri „harða kalls“-ímynd sem hann vill hafa? Ég get ekki séð það. Eftir hvert atvik þá er hann í einhverjum drottningarviðtölum og með einhverjar útskýringar á miðlum á því hversu saklaus hann sé. Ég átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er.“ Klippa: Umræða um Kjartan og Damir í Stúkunni Albert Brynjar sagði skalla Kjartans klárlega kalla á rautt spjald, burtséð frá því hvort höggið væri mikið fyrir Damir. „Þetta er náttúrulega bara rautt spjald“ „Hann er heppinn þarna. Þetta er náttúrulega bara rautt spjald og það er eiginlega ótrúlegt að þeir endi báðir með gult spjald. Ef hann spjaldar Kjartan Henry þá virðist hann hafa séð þetta. Hvernig er þetta ekki rautt spjald? Hann skallar hann klárlega. Hvort að Damir hendi sér niður eða ekki… En þetta er bara leikmaðurinn sem Kjartan Henry er. Þú tekur þetta bara ekki úr hans leik. Hann er ekki að fara að henda rauðu spjaldi á sjálfan sig en hvernig endar hann með gult þarna? Það er ekki hægt að pirra sig á að Kjartan Henry sé að komast upp með hluti, það verður að setja aðeins spurningamerki við dómarann að kveikja ekki á þessu,“ sagði Albert. Hluta af umræðunni má sjá hér að ofan en umræðuna í heild má sjá í nýjasta þætti Stúkunnar, á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Breiðablik Stúkan Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira