Kjartan Henry dæmdur í bann fyrir olnbogaskotið Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 17:31 Kjartan Henry Vísir/Hulda Margrét Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur dæmd FH-inginn Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann vegna atviks í leik FH og Víkings í síðustu umferð Bestu deildarinnar. Aga- og úrskurðanefndin birti úrskurð sinn í dag en þar kemur fram að með vísan til ákvæða 5.2 og 5.3 í reglugerð KSÍ sé ákveðið að úrskurða Kjartan Henry í eins leiks bann. Leikbannið tekur gildi í hádegi á morgun og verður Kjartan Henry því ekki með FH gegn ÍBV þegar liðin mætast í Eyjum á sunnudag. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hafi sent erindi til nefndarinnar sem varðaði áðurnefnt atvik. Á myndbandsupptökum sást Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot en atvikið fór framhjá dómurum leiksins. Þar kemur einnig fram að þó ekki sé hægt að fullyrða um að brot Kjartans sé framið af ásetningi sé það samt sem áður alvarlegt agabrot. „Í tilvitnuðu atviki sýnir leikmaður FH, Kjartan Henry Finnbogason, af sér alvarlega grófan og hættulegan leik er hann slær handlegg sínum í andlit Nikolaj Andreas Hansen leikmanns Víkings R. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Víkings R og FH í Bestu deild karla þann 14. maí sl.,“ segir ennfremur í úrskurðinum. Í greinargerð FH-inga sem send var inn til aga- og úrskurðanefndar kemur fram að engin leið sé fyrir nokkurn að fullyrða um að brotið hafi verið viljaverk og þar af leiðandi óíþróttamannslegt. „Á myndbrotinu þar sem þetta er sýnt aftan frá sést greinilega að Kjartan Henry sveiflar ekki olnboganum heldur lyftir hann höndinni upp þegar Nikolaj Andreas ýtir á bak hans til að koma í veg fyrir að Nikolaj komist fram fyrir sig,“ segir í greinargerð FH. Eins og áður segir verður Kjartan Henry fjarri góðu gamni þegar FH mætir ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag. Kjartan Henry hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir FH á tímabilinu og því töluverð blóðtaka fyrir Hafnfirðinga að missa hann úr liðinu. Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Sjá meira
Aga- og úrskurðanefndin birti úrskurð sinn í dag en þar kemur fram að með vísan til ákvæða 5.2 og 5.3 í reglugerð KSÍ sé ákveðið að úrskurða Kjartan Henry í eins leiks bann. Leikbannið tekur gildi í hádegi á morgun og verður Kjartan Henry því ekki með FH gegn ÍBV þegar liðin mætast í Eyjum á sunnudag. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hafi sent erindi til nefndarinnar sem varðaði áðurnefnt atvik. Á myndbandsupptökum sást Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot en atvikið fór framhjá dómurum leiksins. Þar kemur einnig fram að þó ekki sé hægt að fullyrða um að brot Kjartans sé framið af ásetningi sé það samt sem áður alvarlegt agabrot. „Í tilvitnuðu atviki sýnir leikmaður FH, Kjartan Henry Finnbogason, af sér alvarlega grófan og hættulegan leik er hann slær handlegg sínum í andlit Nikolaj Andreas Hansen leikmanns Víkings R. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Víkings R og FH í Bestu deild karla þann 14. maí sl.,“ segir ennfremur í úrskurðinum. Í greinargerð FH-inga sem send var inn til aga- og úrskurðanefndar kemur fram að engin leið sé fyrir nokkurn að fullyrða um að brotið hafi verið viljaverk og þar af leiðandi óíþróttamannslegt. „Á myndbrotinu þar sem þetta er sýnt aftan frá sést greinilega að Kjartan Henry sveiflar ekki olnboganum heldur lyftir hann höndinni upp þegar Nikolaj Andreas ýtir á bak hans til að koma í veg fyrir að Nikolaj komist fram fyrir sig,“ segir í greinargerð FH. Eins og áður segir verður Kjartan Henry fjarri góðu gamni þegar FH mætir ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag. Kjartan Henry hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir FH á tímabilinu og því töluverð blóðtaka fyrir Hafnfirðinga að missa hann úr liðinu.
Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Sjá meira