Íslenski boltinn

„Við þurfum að tengja saman sigra“

Jón Már Ferro skrifar
Kjartan Henry Finnbogason er umdeildur leikmaður en skilar alltaf sínu.
Kjartan Henry Finnbogason er umdeildur leikmaður en skilar alltaf sínu. vísir/Hulda Margrét

FH og Breiðablik eigast við í stórleik 11. umferðar Bestu deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Liðin mættust á mánudaginn í Mjólkurbikarnum þar sem Blikar höfðu betur 3-1 á Kópavogsvelli. FH-ingar komust yfir en í seinni hálfleik þá tók Breiðablik öll völd á vellinum og sýndu að þeir eru eitt allra besta lið landsins.

„Það endaði ekki alveg nógu vel en við spiluðum góðan leik. Við vorum að spila á móti mjög sterku liði sem er á fínu róli. Það er alltaf skemmtilegast að spila svona leiki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason, framherji FH. 

FH-ingar eru spenntir fyrir leiknum og vinni þeir Blika mun sá sigur gefa þeim miklu meira en þrjú stig. 

„Við töluðum um það strax eftir síðasta leik að okkur hlakkaði til laugardagsins. Markmiðið er að gera betur en á mánudaginn og reyna að halda út og bæta við fleiri mörkum,“ segir Kjartan.

Þrátt fyrir að vera 4. sæti með sautján stig eftir tíu leiki segir Kjartan að FH þurfi að vinna bestu liðin til að gera sig almennilega gildandi í baráttunni í efri hluta deildarinnar.

„Það er bara þetta leiðinlega. Við tökum einn leik í einu. Við erum nokkuð sáttir með spilamennskuna hingað til. Okkur finnst hún verða betri og betri. Við þurfum að tengja saman sigra og við erum að spila á móti einu af toppliðinu. Ef við ætlum okkur að vera þarna uppi þá þurfum við að vinna þau líka,“ segir Kjartan.

Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×