Besta upphitunin: Skrýtið að eyða ekki leikdegi í ferðalög Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2023 11:01 Kristín Erna Sigurlásdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir mættu í sófann til Helenu Ólafsdóttur, í Bestu upphitunina. Stöð 2 Sport Heimaliðin munu öll vinna sigur í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta ef Eyjamærin Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur rétt fyrir sér. Þær Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH, spáðu í spilin fyrir umferðina með Helenu Ólafsdóttur í þætti sem nú má sjá á Vísi. Nýliðar FH hafa komið ýmsum á óvart með framgöngu sinni undanfarið en eftir tvo sigra í röð er liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar, með 10 stig. ÍBV er hins vegar í fallsæti sem stendur, með sjö stig. „Það er klárlega mjög góð stemning í Kaplakrika akkúrat núna. Það er gaman þegar gengur vel. Við erum á smá „rönni“ núna og stefnum bara á að halda því áfram,“ segir Sunneva sem spilað hefur með FH frá árinu 2021. ÍBV vann frábæran 3-0 sigur gegn Þrótti um miðjan maí en hefur síðan fengið eitt stig úr þremur leikjum. „Það vantar svolítið upp á að skora í leikjunum. Varnarleikurinn er búinn að vera fínn en það vantar smá til að klára leikina,“ segir reynsluboltinn Kristín sem byrjaði að spila með meistaraflokki ÍBV þegar liðið var endurvakið fyrir um fimmtán árum síðan, eftir stuttan dvala. Þáttinn má sjá hér að neðan en þar tippuðu gestirnir á úrslit í leikjunum fimm í 8. umferð, sem fram fara á sunnudag og mánudag. Klippa: Besta upphitunin fyrir 8. umferð Helena spurði gesti sína meðal annars út í það hvort þeir væru með einhverja hjátrú tengda leikjum, og hvernig rútína þeirra væri á leikdegi. Mikill tími fer í hvern útileik hjá liði ÍBV og segir Kristín leikmenn í raun eins og „atvinnumenn“ á leikdegi þar sem fórna þurfi vinnu og öðru. „Við förum um hádegisbil með Herjólfi og keyrum í mat á Hótel Örk [í Hveragerði]. Svo er bara farið í leikinn. Maður er bara orðinn vanur þessu og mér fannst svolítið skrýtið þegar ég bjó í bænum að vera ekki að ferðast,“ segir Kristín sem lék með KR og Fylki í Reykjavík um tíma. Þegar leikið er í Eyjum hittast leikmenn ÍBV hins vegar í hádeginu og borða mat saman. „Við gerum það reyndar ekki en það er frábær hugmynd,“ segir Sunneva. „Eftir æfingu daginn fyrir leik erum við saman inni í klefa eða gerum eitthvað saman. Við höfum líka haft kvöldmat saman daginn fyrir leik,“ segir Sunneva og bætir við að liðsstjórinn Guðmundur Jón Viggósson sjái þá um matseldina. Leikirnir í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Að vanda eru allir leikir í beinni útsendingu.Stöð 2 Sport Eftir sjö umferðir virðist Besta deildin nánast aldrei hafa verið jafnari og tók Kristín Erna undir það: „Mér finnst lítið skorað miðað við vanalega en það er bara af því að deildin er orðin jafnari. Það eru allir að taka stig af öllum. Mér finnst þetta skemmtilegra svona. Að fá óvænt úrslit.“ Sunneva komst með FH upp úr Lengjudeildinni í fyrrahaust og segir muninn á deildunum talsverðan: „Það eru mikið fleiri, betri lið í Bestu deildinni, og allir leikir erfiðir. Að sama skapi er Lengjudeildin alltaf að verða sterkari og það er fullt af góðum liðum þar núna sem eiga erindi í efstu deild.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin ÍBV FH Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Sjá meira
Nýliðar FH hafa komið ýmsum á óvart með framgöngu sinni undanfarið en eftir tvo sigra í röð er liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar, með 10 stig. ÍBV er hins vegar í fallsæti sem stendur, með sjö stig. „Það er klárlega mjög góð stemning í Kaplakrika akkúrat núna. Það er gaman þegar gengur vel. Við erum á smá „rönni“ núna og stefnum bara á að halda því áfram,“ segir Sunneva sem spilað hefur með FH frá árinu 2021. ÍBV vann frábæran 3-0 sigur gegn Þrótti um miðjan maí en hefur síðan fengið eitt stig úr þremur leikjum. „Það vantar svolítið upp á að skora í leikjunum. Varnarleikurinn er búinn að vera fínn en það vantar smá til að klára leikina,“ segir reynsluboltinn Kristín sem byrjaði að spila með meistaraflokki ÍBV þegar liðið var endurvakið fyrir um fimmtán árum síðan, eftir stuttan dvala. Þáttinn má sjá hér að neðan en þar tippuðu gestirnir á úrslit í leikjunum fimm í 8. umferð, sem fram fara á sunnudag og mánudag. Klippa: Besta upphitunin fyrir 8. umferð Helena spurði gesti sína meðal annars út í það hvort þeir væru með einhverja hjátrú tengda leikjum, og hvernig rútína þeirra væri á leikdegi. Mikill tími fer í hvern útileik hjá liði ÍBV og segir Kristín leikmenn í raun eins og „atvinnumenn“ á leikdegi þar sem fórna þurfi vinnu og öðru. „Við förum um hádegisbil með Herjólfi og keyrum í mat á Hótel Örk [í Hveragerði]. Svo er bara farið í leikinn. Maður er bara orðinn vanur þessu og mér fannst svolítið skrýtið þegar ég bjó í bænum að vera ekki að ferðast,“ segir Kristín sem lék með KR og Fylki í Reykjavík um tíma. Þegar leikið er í Eyjum hittast leikmenn ÍBV hins vegar í hádeginu og borða mat saman. „Við gerum það reyndar ekki en það er frábær hugmynd,“ segir Sunneva. „Eftir æfingu daginn fyrir leik erum við saman inni í klefa eða gerum eitthvað saman. Við höfum líka haft kvöldmat saman daginn fyrir leik,“ segir Sunneva og bætir við að liðsstjórinn Guðmundur Jón Viggósson sjái þá um matseldina. Leikirnir í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Að vanda eru allir leikir í beinni útsendingu.Stöð 2 Sport Eftir sjö umferðir virðist Besta deildin nánast aldrei hafa verið jafnari og tók Kristín Erna undir það: „Mér finnst lítið skorað miðað við vanalega en það er bara af því að deildin er orðin jafnari. Það eru allir að taka stig af öllum. Mér finnst þetta skemmtilegra svona. Að fá óvænt úrslit.“ Sunneva komst með FH upp úr Lengjudeildinni í fyrrahaust og segir muninn á deildunum talsverðan: „Það eru mikið fleiri, betri lið í Bestu deildinni, og allir leikir erfiðir. Að sama skapi er Lengjudeildin alltaf að verða sterkari og það er fullt af góðum liðum þar núna sem eiga erindi í efstu deild.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin ÍBV FH Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Sjá meira