Veður

Ró­lega­heita­veður og hiti að á­tján stigum fyrir austan

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður um tíu stig á suðvestanverðu landinu.
Hiti verður um tíu stig á suðvestanverðu landinu. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir rólegheitaveður í byrjun nýrrar vinnuviku en víðáttumikil hæð við strendur Skotlands viðheldur suðvestlægum áttum. Það stefnir í skýjað veður vestanlands með lítilsháttar vætu hér og þar og hita í kringum tíu stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að fyrir austan sé annað uppi á teningnum en þar verði víða bjart og hiti upp í átján stig.

„Á morgun er ekki miklar breytingar að sjá, en á miðvikudagskvöld byrjar að rigna um vestanvert landið og ætlar sú rigning að ílengjast fram að helgi. Lengst af verður úrkomulítið og hlýjast fyrir austan.

Næstu helgi er útlit fyrir að létti víða til með hægum vindi svo að ekki er öll von úti enn. Þau sem fylgjast með veðurspám vita þó að sú veiði er sýnd en ekki gefin,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Vestan 3-10 m/s. Skýjað og líkur á stöku skúrum, en bjart að mestu suðaustantil. Hiti 6 til 18 stig, svalast norðvestantil, en hlýjast á Suðausturlandi.

Á miðvikudag: Suðvestan 3-10 m/s. Skýjað og úrkomulítið, en léttir til um landið austanvert. Heldur hlýnandi. Bætir í vind um kvöldið með rigningu vestantil.

Á fimmtudag: Sunnan og suðvestan 5-15 m/s og rigning með köflum, hvassast og blautast norðvestantil, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á föstudag: Suðlæg átt 8-15 m/s og rigning eða súld, en þurrt um landið norðaustanvert. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Vestlæg átt 3-10 m/s og bjart með köflum þegar líður á daginn. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á austanverðu landinu.

Á sunnudag: Hæg vestlæg eða breytileg átt, víða léttskýjað og hlýnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.