Erlent

Þrettánda á­rásin á Kænu­garð í maí­mánuði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kona við skemmda íbúð eftir drónaárás í Kænugarði 20. maí síðastliðinn.
Kona við skemmda íbúð eftir drónaárás í Kænugarði 20. maí síðastliðinn. epa/Sergey Dolzhenko

Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í morgun en um er að ræða þrettándu árásina í maímánuði. 

Ekkert mannfall varð þar sem flestar flauganna voru skotnar niður en brak úr flaugum eða drónum lenti þó á verslunarmiðstöð í borginni þar sem nokkuð tjón varð.

Úkraínuher segir árásina að þessu sinni hafa verið framkvæma með sprengjuflugvélum sem komu frá Kaspíahafi og að líklegast hafi verið um að ræða X-101 stýriflaugar. 

Einnig voru gerðar árásir á borgina Dnipro og víðar um austurhéruð Úkraínu. Úkraínuher segir að alls hafi tíu flaugar og 25 verið skotnir niður í nótt.

Yfirvöld og miðlar í Rússlandi segja Úkraínumenn hafa gert árás á skotmörk í suðurhluta Rússlands. Um var að ræða eldflaug og dróna en flaugin var skotin niður, að sögn Rússa. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×