Úrhelli síðustu tvo sólarhringa meira en meðalrigning yfir hálft ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 18. maí 2023 21:17 Myndin er tekin í Lugo í Emilia Romagna héraði í dag. Getty/Masiello Hátt í tuttugu þúsund hafa flúið heimili sín og þrettán farist vegna gríðarlegra flóða í norðausturhluta Ítalíu. Yfir tuttugu ár hafa flætt yfir bakka sína og á þriðja hundrað aurskriður féllu í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ítalíu jafnast rigningarmagnið, sem féll síðustu tvo sólarhringa, við það sem yfirleitt rignir á hálfu ári á svæðinu. Nær allar ár á svæðinu milli borgarinnar Rimini við norðausturströndina að borginni Bologna flæddu yfir bakka sína og 280 aurskriður hafa falllið. Kallað hefur verið eftir því að flóðavarnir verði bættar.Grafík/Hjalti Víða voru íbúðarhús ekki rýmd fyrr en á síðustu stundu og hafa björgunaraðgerðir staðið yfir í allan dag. „Okkur var verulega brugðið því við búum hér bak við veggina á fyrstu hæð. Við óttuðumst að vatnið myndi flæða yfir þennan vegg. Þess vegna voru íbúarnir fluttir á brott frá öllum hæðum hússins um klukkan eitt eftir miðnætti,“ segir Claudia, íbúi í Faenza. Emilia-Romagna kappaksturinn í Imola var blásinn af vegna flóðanna. Tónleikar Bruce Springsteen, sem eiga að fara fram í Ferrara í kvöld, eru enn á dagskrá. Skipuleggjendur hafa hins vegar verið harðlega gagnrýndir fyrir að fresta ekki tónleikunum. Fimmtíu þúsund hafa keypt miða á tónleikana en ólíklegt er talið að svo margir komist vegna náttúruhamfaranna. Þá hafa margir nú kallað eftir að gerð verði viðbragðsáætlun við loftslagstengdum hamförum sem gildi fyrir allt landið og að flóðvarnir verði bættar. „Satt best að segja þarf að grípa til nýrra aðgerða á sviði flóðavarna um allt land. Það sem gerðist í Emilia-Romagna átti sér einnig stað í Ischia en með öðrum hætti þó. Slíkt gæti einnig gerst hvar sem er í landinu,“ sagði Nello Musumeci almannavarnaráðherra Ítalíu í dag. Ítalía Náttúruhamfarir Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ítalíu jafnast rigningarmagnið, sem féll síðustu tvo sólarhringa, við það sem yfirleitt rignir á hálfu ári á svæðinu. Nær allar ár á svæðinu milli borgarinnar Rimini við norðausturströndina að borginni Bologna flæddu yfir bakka sína og 280 aurskriður hafa falllið. Kallað hefur verið eftir því að flóðavarnir verði bættar.Grafík/Hjalti Víða voru íbúðarhús ekki rýmd fyrr en á síðustu stundu og hafa björgunaraðgerðir staðið yfir í allan dag. „Okkur var verulega brugðið því við búum hér bak við veggina á fyrstu hæð. Við óttuðumst að vatnið myndi flæða yfir þennan vegg. Þess vegna voru íbúarnir fluttir á brott frá öllum hæðum hússins um klukkan eitt eftir miðnætti,“ segir Claudia, íbúi í Faenza. Emilia-Romagna kappaksturinn í Imola var blásinn af vegna flóðanna. Tónleikar Bruce Springsteen, sem eiga að fara fram í Ferrara í kvöld, eru enn á dagskrá. Skipuleggjendur hafa hins vegar verið harðlega gagnrýndir fyrir að fresta ekki tónleikunum. Fimmtíu þúsund hafa keypt miða á tónleikana en ólíklegt er talið að svo margir komist vegna náttúruhamfaranna. Þá hafa margir nú kallað eftir að gerð verði viðbragðsáætlun við loftslagstengdum hamförum sem gildi fyrir allt landið og að flóðvarnir verði bættar. „Satt best að segja þarf að grípa til nýrra aðgerða á sviði flóðavarna um allt land. Það sem gerðist í Emilia-Romagna átti sér einnig stað í Ischia en með öðrum hætti þó. Slíkt gæti einnig gerst hvar sem er í landinu,“ sagði Nello Musumeci almannavarnaráðherra Ítalíu í dag.
Ítalía Náttúruhamfarir Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira