Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2023 15:52 Frá Keflavíkurflugvelli þar sem mörg þúsund farþega fara í gegn á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. Íslensk stórnvöld hafa sóst eftir undanþágum frá nýjum og hertum Evrópureglum sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum. Þau telja reglurnar skaða samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga og taki ekki tillit til landfræðilegrar legu Íslands sem geri landsmenn háða flugsamgöngum umfram aðra íbúa álfunnar. Reglurnar fela meðal annars í sér breytingar á viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir. Flugfélögum yrði nú gert að greiða fyrir losunarheimildir í stigvaxandi mæli en þau hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun ESB er að fríum losunarheimildir til flugfélaga fækki um fjórðung fyrir 2024 og helming fyrir 2025. Þeim verði alfarið útrýmt eftir 2026. Þær Katrín og von der Leyen funduðu fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í dag. Eftir hann sögðu þær báðar að lausn hefði fundist sem samrýmist markmiðum ESB fyrir flugeirann. Von der Leyen sagði að íslenskum stjórnvöldum yrði boðið að fá ókeypis losunarheimildir sem þau geti útdeilt til flugfélaga bæði árið 2025 og 2026. Mikilvægt sé að þau geti gefið öllum flugfélögum heimildirnar til þess að sanngirni sé gætt. Samkomulagið er þó háð samþykki aðildarríkja Evrópusambandsins auk íslenskra stjórnvalda og Alþingis. Fréttir af flugi Loftslagsmál Evrópusambandið Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Íslensk stórnvöld hafa sóst eftir undanþágum frá nýjum og hertum Evrópureglum sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum. Þau telja reglurnar skaða samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga og taki ekki tillit til landfræðilegrar legu Íslands sem geri landsmenn háða flugsamgöngum umfram aðra íbúa álfunnar. Reglurnar fela meðal annars í sér breytingar á viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir. Flugfélögum yrði nú gert að greiða fyrir losunarheimildir í stigvaxandi mæli en þau hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun ESB er að fríum losunarheimildir til flugfélaga fækki um fjórðung fyrir 2024 og helming fyrir 2025. Þeim verði alfarið útrýmt eftir 2026. Þær Katrín og von der Leyen funduðu fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í dag. Eftir hann sögðu þær báðar að lausn hefði fundist sem samrýmist markmiðum ESB fyrir flugeirann. Von der Leyen sagði að íslenskum stjórnvöldum yrði boðið að fá ókeypis losunarheimildir sem þau geti útdeilt til flugfélaga bæði árið 2025 og 2026. Mikilvægt sé að þau geti gefið öllum flugfélögum heimildirnar til þess að sanngirni sé gætt. Samkomulagið er þó háð samþykki aðildarríkja Evrópusambandsins auk íslenskra stjórnvalda og Alþingis.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Evrópusambandið Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira