Umfjöllun og viðtöl: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og lyftu sér af botninum Kári Mímisson skrifar 14. maí 2023 21:15 Fylkir vann í kvöld sinn annan leik á tímabilinu. Vísir/Diego Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Fyrir leik var heiðursathöfn fyrir fyrstu bikarhafa Fylkis en í ár eru 50 ár frá því að Fylkir vann sinn fyrsta bikar þegar C-lið 5. flokks karla vann Haustmót KRR. Leikmenn voru heiðraðir fyrir leik. Fram byrjaði leikinn betur og það var strax á 6. mínútu sem þeim tókst að brjóta ísinn. Tryggvi Snær Geirsson átti þá fínan bolta inn á teig þar sem Guðmundur Magnússon skallaði boltann niður þar sem barst að endingu til Alberts Hafsteinssonar sem náði skoti sem endaði í netinu. Fram hélt áfram að þjarma að marki Fylkis næstu mínúturnar en það var svo á 34. mínútu sem mark númer tvö kom en þar voru það Fylkismenn sem voru á ferðinni þvert gegn gangi leiksins. Þórður Gunnar Hafþórsson náði þá eftir góð tilþrif að koma boltanum inn fyrir vörn Fram. Orri Sigurjónsson, varnarmaður Fram, reyndi að tækla boltann í horn en boltinn barst beint á Ólaf Karl Finsen sem afgreiðir boltann listavel þegar hann vippaði boltanum yfir nafna sinn Ólaf Íshólm í marki Fram. Staðan 1-1 í hálfleik. Fram byrjaði betur fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik en það voru Fylkismenn sem komust yfir þegar Óskar Borgþórsson batt þá enda á glæsilega sókn Fylkis. Fylkir splundraði vörn Fram með einföldum einnar snertingar fótbolta. Frábært mark og heimamenn komnir yfir. Níu mínútum seinna voru heimamenn svo aftur á ferðinni og í þetta sinn var það mark beint af æfingarsvæðinu. Arnór Breki Ásþórsson tók aukaspyrnu og renndi boltanum beint á Birki Eyþórsson sem kom með frábæra fyrirgjöf á Orra Svein Stefánsson sem kom boltanum framhjá Ólafi Íshólm í marki Fram. Framarar reyndu eins og þeir gátu að jafna og komust næst því þegar Guðmundur Magnússon fiskaði víti. Guðmundur fór sjálfur á punktinn en Ólafur Kristófer í marki Fylkis gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Fleira markvert gerðist ekki og heimamenn í Fylki unnu því glæsilegan og sannfærandi sigur á Fram 3-1. Af hverju vann Fylkir? Leikmenn Fylkis hlupu og börðust eins og enginn væri morgundagurinn. Fyrir utan fyrstu 30 mínúturnar og nokkur hikst í vörninni þá eru mörkin þrjú öll glæsileg. Hverjir stóðu upp úr? Lið Fylkis var í heildina mjög gott og samstillt í dag. Þrír mismunandi markaskorarar og þrír aðrir sem koma með stoðsendingu hér í kvöld. Ólafur Kristófer ver víti. Frábær liðs frammistaða hjá Fylki. Hvað gekk illa? Fram hélt miklu meira í boltann en náði ekki að skapa sér nein alvöru færi. Þetta er leikur sem maður myndi halda að Guðmundur Magnússon myndi fá að njóta sín í en því miður þá náði hann ekki að sýna sitt rétta andlit hér í kvöld. Hvað gerist næst? Fylkir fer í Garðabæ og leikur við Stjörnuna mánudaginn 22. maí klukkan 19:15. Á sama tíma tekur Fram á móti KR í Úlfarsárdalnum. Ætluðum okkur svo sannarlega að koma hingað og ná í þrjú stig Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var að vonum vonsvikinn eftir tapið í kvöld.Vísir/Diego „Þetta eru bara vonbrigði. Við ætluðum okkur svo sannarlega að koma hingað og ná í þrjú stig en raunin var önnur. Við komumst yfir og höfum öll tök á leiknum einhvern veginn en gefum auðveldlega færi á okkur og hleypum Fylki inn í leikinn.“ Fram gekk illa að skapa sér færi í kvöld. Er þetta eitthvað sem Jón hefur áhyggjur af? „Fylkir var náttúrulega bara að pakka og það er erfitt að komast í færi á móti liði sem situr svona aftarlega. Við erum ekkert fyrsta liðið sem lendir í því á móti þeim. Það kom ekkert á óvart. Við vorum að komast smá aftur fyrir þá til að byrja með og hefðum þurft að klára leikinn þegar við höfðum öll tök á honum.“ Öll mörk Fylkis í kvöld hefði sennilega mátt stöðva með einföldum hætti. Jón var sammála því og sagði að lið sitt hefði tapað verðskuldað. „Já klárlega. Ég sá nú ekki almennilega hvaða misskilningur var þarna hjá Adams og Óla í markinu sem kemur þeim yfir og eftir það var þetta erfitt. Fylkir er mjög erfitt lið að spila á móti. Þeir hlaupa og berjast. Fótbolti snýst ekki bara um að vera með boltann og spila heldur þarftu líka vera tilbúinn í að hlaupa og þeir voru bara yfir í því í dag. Þess vegna unnu þeir kannski á endanum verðskuldað.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Fram
Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Fyrir leik var heiðursathöfn fyrir fyrstu bikarhafa Fylkis en í ár eru 50 ár frá því að Fylkir vann sinn fyrsta bikar þegar C-lið 5. flokks karla vann Haustmót KRR. Leikmenn voru heiðraðir fyrir leik. Fram byrjaði leikinn betur og það var strax á 6. mínútu sem þeim tókst að brjóta ísinn. Tryggvi Snær Geirsson átti þá fínan bolta inn á teig þar sem Guðmundur Magnússon skallaði boltann niður þar sem barst að endingu til Alberts Hafsteinssonar sem náði skoti sem endaði í netinu. Fram hélt áfram að þjarma að marki Fylkis næstu mínúturnar en það var svo á 34. mínútu sem mark númer tvö kom en þar voru það Fylkismenn sem voru á ferðinni þvert gegn gangi leiksins. Þórður Gunnar Hafþórsson náði þá eftir góð tilþrif að koma boltanum inn fyrir vörn Fram. Orri Sigurjónsson, varnarmaður Fram, reyndi að tækla boltann í horn en boltinn barst beint á Ólaf Karl Finsen sem afgreiðir boltann listavel þegar hann vippaði boltanum yfir nafna sinn Ólaf Íshólm í marki Fram. Staðan 1-1 í hálfleik. Fram byrjaði betur fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik en það voru Fylkismenn sem komust yfir þegar Óskar Borgþórsson batt þá enda á glæsilega sókn Fylkis. Fylkir splundraði vörn Fram með einföldum einnar snertingar fótbolta. Frábært mark og heimamenn komnir yfir. Níu mínútum seinna voru heimamenn svo aftur á ferðinni og í þetta sinn var það mark beint af æfingarsvæðinu. Arnór Breki Ásþórsson tók aukaspyrnu og renndi boltanum beint á Birki Eyþórsson sem kom með frábæra fyrirgjöf á Orra Svein Stefánsson sem kom boltanum framhjá Ólafi Íshólm í marki Fram. Framarar reyndu eins og þeir gátu að jafna og komust næst því þegar Guðmundur Magnússon fiskaði víti. Guðmundur fór sjálfur á punktinn en Ólafur Kristófer í marki Fylkis gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Fleira markvert gerðist ekki og heimamenn í Fylki unnu því glæsilegan og sannfærandi sigur á Fram 3-1. Af hverju vann Fylkir? Leikmenn Fylkis hlupu og börðust eins og enginn væri morgundagurinn. Fyrir utan fyrstu 30 mínúturnar og nokkur hikst í vörninni þá eru mörkin þrjú öll glæsileg. Hverjir stóðu upp úr? Lið Fylkis var í heildina mjög gott og samstillt í dag. Þrír mismunandi markaskorarar og þrír aðrir sem koma með stoðsendingu hér í kvöld. Ólafur Kristófer ver víti. Frábær liðs frammistaða hjá Fylki. Hvað gekk illa? Fram hélt miklu meira í boltann en náði ekki að skapa sér nein alvöru færi. Þetta er leikur sem maður myndi halda að Guðmundur Magnússon myndi fá að njóta sín í en því miður þá náði hann ekki að sýna sitt rétta andlit hér í kvöld. Hvað gerist næst? Fylkir fer í Garðabæ og leikur við Stjörnuna mánudaginn 22. maí klukkan 19:15. Á sama tíma tekur Fram á móti KR í Úlfarsárdalnum. Ætluðum okkur svo sannarlega að koma hingað og ná í þrjú stig Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var að vonum vonsvikinn eftir tapið í kvöld.Vísir/Diego „Þetta eru bara vonbrigði. Við ætluðum okkur svo sannarlega að koma hingað og ná í þrjú stig en raunin var önnur. Við komumst yfir og höfum öll tök á leiknum einhvern veginn en gefum auðveldlega færi á okkur og hleypum Fylki inn í leikinn.“ Fram gekk illa að skapa sér færi í kvöld. Er þetta eitthvað sem Jón hefur áhyggjur af? „Fylkir var náttúrulega bara að pakka og það er erfitt að komast í færi á móti liði sem situr svona aftarlega. Við erum ekkert fyrsta liðið sem lendir í því á móti þeim. Það kom ekkert á óvart. Við vorum að komast smá aftur fyrir þá til að byrja með og hefðum þurft að klára leikinn þegar við höfðum öll tök á honum.“ Öll mörk Fylkis í kvöld hefði sennilega mátt stöðva með einföldum hætti. Jón var sammála því og sagði að lið sitt hefði tapað verðskuldað. „Já klárlega. Ég sá nú ekki almennilega hvaða misskilningur var þarna hjá Adams og Óla í markinu sem kemur þeim yfir og eftir það var þetta erfitt. Fylkir er mjög erfitt lið að spila á móti. Þeir hlaupa og berjast. Fótbolti snýst ekki bara um að vera með boltann og spila heldur þarftu líka vera tilbúinn í að hlaupa og þeir voru bara yfir í því í dag. Þess vegna unnu þeir kannski á endanum verðskuldað.“
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn