Imran Khan handtekinn í dómsal Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2023 10:26 Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans. AP/K.M. Chaudhry Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur verið handtekinn. Lengi hefur staðið til að handtaka Khan þar sem hann er grunaður um spillingu og var það gert er hann mætti í dómsal í Islamabad í morgun. Khan, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2018, var komið frá völdum í apríl í fyrra með vantrauststillögu sem samþykkt var á þingi. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir spillingu og önnur brot. Khan særðist í skotárás í nóvember þegar maður hóf skothríð á mótmælum í Wazirabad. Meðal þess sem hann er sakaður um er að hafa selt gjafir sem hann fékk í embætti og þar að auki er hann sakaður um að hafa reynt að leyna eigum sínum. Khan heldur því fram að hann sé fórnarlamb pólitískra ofsókna. AP fréttaveitan hefur eftir Fawad Chaudhry, háttsettum meðlimi í Tehreek-e-Insaf, stjórnmálaflokki Khans, að forsætisráðherrann fyrrverandi hafi verið dregin úr dómsalnum og fluttur á brott í lögreglubíl. Chaudhry segir Khan í raun hafa verið rænt. Þá hefur fréttaveitan eftir embættismönnum að handtakan í morgun tengist nýju spillingarmáli og að handtökuskipun hafi verið gefin út í síðustu viku. Þeir segja Khan verða færðan aftur fyrir dómara seinna í dag. Khan birti í morgun myndband þar sem hann sagði að tilraunum til að handtaka hann væri ætlað að koma í veg fyrir baráttu hans gegn þeirri ríkisstjórn sem tók við eftir að vantrauststillagan gegn honum var samþykkt. Hann hefur verið mjög hávær gegn ríkisstjórninni og kallað eftir því að kosningar verði haldnar sem fyrst. My reply to ISPR & attempts by PDM & their handlers to arrest me for two reasons: 1. To prevent me from campaigning bec InshaAllah when elections are announced I will be doing jalsas. 2. To prevent me from mobilising the masses for street movement in support of Constitution if pic.twitter.com/IQIQmFERah— Imran Khan (@ImranKhanPTI) May 9, 2023 Flokkur Khans birti svo myndband af hantöku Khan. Rangers abducted PTI Chairman Imran Khan, these are the visuals. Pakistan s brave people must come out and defend their country. pic.twitter.com/hJwG42hsE4— PTI (@PTIofficial) May 9, 2023 Pakistan Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Khan, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2018, var komið frá völdum í apríl í fyrra með vantrauststillögu sem samþykkt var á þingi. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir spillingu og önnur brot. Khan særðist í skotárás í nóvember þegar maður hóf skothríð á mótmælum í Wazirabad. Meðal þess sem hann er sakaður um er að hafa selt gjafir sem hann fékk í embætti og þar að auki er hann sakaður um að hafa reynt að leyna eigum sínum. Khan heldur því fram að hann sé fórnarlamb pólitískra ofsókna. AP fréttaveitan hefur eftir Fawad Chaudhry, háttsettum meðlimi í Tehreek-e-Insaf, stjórnmálaflokki Khans, að forsætisráðherrann fyrrverandi hafi verið dregin úr dómsalnum og fluttur á brott í lögreglubíl. Chaudhry segir Khan í raun hafa verið rænt. Þá hefur fréttaveitan eftir embættismönnum að handtakan í morgun tengist nýju spillingarmáli og að handtökuskipun hafi verið gefin út í síðustu viku. Þeir segja Khan verða færðan aftur fyrir dómara seinna í dag. Khan birti í morgun myndband þar sem hann sagði að tilraunum til að handtaka hann væri ætlað að koma í veg fyrir baráttu hans gegn þeirri ríkisstjórn sem tók við eftir að vantrauststillagan gegn honum var samþykkt. Hann hefur verið mjög hávær gegn ríkisstjórninni og kallað eftir því að kosningar verði haldnar sem fyrst. My reply to ISPR & attempts by PDM & their handlers to arrest me for two reasons: 1. To prevent me from campaigning bec InshaAllah when elections are announced I will be doing jalsas. 2. To prevent me from mobilising the masses for street movement in support of Constitution if pic.twitter.com/IQIQmFERah— Imran Khan (@ImranKhanPTI) May 9, 2023 Flokkur Khans birti svo myndband af hantöku Khan. Rangers abducted PTI Chairman Imran Khan, these are the visuals. Pakistan s brave people must come out and defend their country. pic.twitter.com/hJwG42hsE4— PTI (@PTIofficial) May 9, 2023
Pakistan Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira