Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 15:45 Leiðtogarnir ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu. Úkraínuforseti lýsti yfir gríðarlegu þakklæti í garð þjóðanna fyrir stuðninginn vegna innrásar Rússa. Vísir/Heimir Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga landanna. Þar eru Rússar hvattir til þess að draga allan herafla sinn úr Úkraínu og því lýst yfir að stuðningur Norðurlanda við Úkraínu á öllum sviðum verði ófrávíkjanlegur. Norðurlöndin muni styðja umleitanir Úkraínumanna um að draga til ábyrgðar þá sem framið hafa stríðsglæpi í landinu og vinnu við undirbúning á skrá yfir slíka glæpi sem og skemmdir sem þeir hafa ollið í landinu. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fundaði nú fyrir skemmstu með þeim Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Á blaðamannafundinum þakkaði Selenskí hverjum og einum leiðtoga Norðurlandanna fyrir stuðninginn í stríðinu gegn Rússlandi. Hann sagði meðal annars nauðsynlegt að rússneskir stríðsglæpamenn verði dregnir til ábyrgðar og að rússnesk stjórnvöld dragi heri sína til baka úr landinu. Selenskí þakkaði hverjum og einum leiðtoga fyrir stuðning þeirra ríkja við Úkraínu. Vísir/Einar Árnason Katrín Jakobsdóttir segir Ísland styðja Úkraínu og muni halda því áfram. Stuðningurinn verði á sviði borgaralegrar þjónustu og pólitískrar aðstoðar þar sem Ísland sé herlaust. „Mér finnst mikilvægt að Norðurlöndin standi sameinuð í því að styðja Úkraínu. Við nefndum lýðræðislegar stofnanir og ég held að Norðurlöndin geti lagt mikið af mörkum við efnahagslega uppbyggingu Úkraínu.“ Þá nefndi hún fund Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í maí. „Þar munum við ræða hvernig hægt verður að draga Rússa til ábyrgðar fyrir það sem þeir hafa gert að lokinni þessari ólöglegu innrás.“ Selenskí lagði á það áherslu að Úkraínumönnum yrði veitt aðstoð við að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi sína í landinu.Vísir/Einar Árnason Heita frekari hernaðaraðstoð Þá kemur fram í tilkynningunni að stuðningi Norðurlanda til Úkraínu í formi hernaðaraðstoðar verði fram haldið. Hingað til hafi aðstoðin í formi hernaðargagna numið 4,4 milljörðum evra eða því sem nemur rúmum 662 milljörðum íslenskum króna. Í yfirlýsingu landanna kemur fram að unnið sé að undirbúningi þess að senda frekari hernaðargögn til Úkraínu. Tekið verði tillit til nauðsynlegustu þarfa Úkraínuhers til þess að tryggja varnir landsins. Hernaðaraðstoðin verði unnin af hendi á alþjóðavettvangi í náinni samvinnu við samstarfsríki Norðurlandanna í Bandaríkjunum og í Evrópusambandinu. Styðja Úkraínu við að hefja aðildarviðræður Þá kemur fram í tilkynningunni að Norðurlöndin muni styðja með öllum ráðum umsókn Úkraínu í Evrópusambandið og styðja við stjórnvöld þar í landi til þess að framfylgja kröfum sambandsins til þess að geta hafið viðræður eins fljótt og hægt er. Norðurlöndin munu jafnframt halda áfram að styðja Úkraínu á vettvangi NATO og aðildarumsókn landsins. Áhersla er lögð á að Úkraína eigi rétt á því að ákveða framtíð sína á sviði varnarmála. Öryggi Úkraínu skipti NATO miklu máli nú þegar, þrátt fyrir að landið sé ekki hluti af bandalaginu. Ítarlega verður fjallað um leiðtogafund Norðurlandanna og fund Katrínar Jakobsdóttur með Volodomír Selenskí í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson er á staðnum í Helsinki. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Finnland Svíþjóð Noregur Danmörk Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. 3. maí 2023 13:36 Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02 Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga landanna. Þar eru Rússar hvattir til þess að draga allan herafla sinn úr Úkraínu og því lýst yfir að stuðningur Norðurlanda við Úkraínu á öllum sviðum verði ófrávíkjanlegur. Norðurlöndin muni styðja umleitanir Úkraínumanna um að draga til ábyrgðar þá sem framið hafa stríðsglæpi í landinu og vinnu við undirbúning á skrá yfir slíka glæpi sem og skemmdir sem þeir hafa ollið í landinu. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fundaði nú fyrir skemmstu með þeim Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Á blaðamannafundinum þakkaði Selenskí hverjum og einum leiðtoga Norðurlandanna fyrir stuðninginn í stríðinu gegn Rússlandi. Hann sagði meðal annars nauðsynlegt að rússneskir stríðsglæpamenn verði dregnir til ábyrgðar og að rússnesk stjórnvöld dragi heri sína til baka úr landinu. Selenskí þakkaði hverjum og einum leiðtoga fyrir stuðning þeirra ríkja við Úkraínu. Vísir/Einar Árnason Katrín Jakobsdóttir segir Ísland styðja Úkraínu og muni halda því áfram. Stuðningurinn verði á sviði borgaralegrar þjónustu og pólitískrar aðstoðar þar sem Ísland sé herlaust. „Mér finnst mikilvægt að Norðurlöndin standi sameinuð í því að styðja Úkraínu. Við nefndum lýðræðislegar stofnanir og ég held að Norðurlöndin geti lagt mikið af mörkum við efnahagslega uppbyggingu Úkraínu.“ Þá nefndi hún fund Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í maí. „Þar munum við ræða hvernig hægt verður að draga Rússa til ábyrgðar fyrir það sem þeir hafa gert að lokinni þessari ólöglegu innrás.“ Selenskí lagði á það áherslu að Úkraínumönnum yrði veitt aðstoð við að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi sína í landinu.Vísir/Einar Árnason Heita frekari hernaðaraðstoð Þá kemur fram í tilkynningunni að stuðningi Norðurlanda til Úkraínu í formi hernaðaraðstoðar verði fram haldið. Hingað til hafi aðstoðin í formi hernaðargagna numið 4,4 milljörðum evra eða því sem nemur rúmum 662 milljörðum íslenskum króna. Í yfirlýsingu landanna kemur fram að unnið sé að undirbúningi þess að senda frekari hernaðargögn til Úkraínu. Tekið verði tillit til nauðsynlegustu þarfa Úkraínuhers til þess að tryggja varnir landsins. Hernaðaraðstoðin verði unnin af hendi á alþjóðavettvangi í náinni samvinnu við samstarfsríki Norðurlandanna í Bandaríkjunum og í Evrópusambandinu. Styðja Úkraínu við að hefja aðildarviðræður Þá kemur fram í tilkynningunni að Norðurlöndin muni styðja með öllum ráðum umsókn Úkraínu í Evrópusambandið og styðja við stjórnvöld þar í landi til þess að framfylgja kröfum sambandsins til þess að geta hafið viðræður eins fljótt og hægt er. Norðurlöndin munu jafnframt halda áfram að styðja Úkraínu á vettvangi NATO og aðildarumsókn landsins. Áhersla er lögð á að Úkraína eigi rétt á því að ákveða framtíð sína á sviði varnarmála. Öryggi Úkraínu skipti NATO miklu máli nú þegar, þrátt fyrir að landið sé ekki hluti af bandalaginu. Ítarlega verður fjallað um leiðtogafund Norðurlandanna og fund Katrínar Jakobsdóttur með Volodomír Selenskí í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson er á staðnum í Helsinki.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Finnland Svíþjóð Noregur Danmörk Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. 3. maí 2023 13:36 Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02 Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. 3. maí 2023 13:36
Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02
Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05