Veður

Yfir­leitt þurrt veður og sólar­kaflar nokkuð víða

Atli Ísleifsson skrifar
Gert er ráð fyrir hita á bilinu fimm til tíu stig í dag.
Gert er ráð fyrir hita á bilinu fimm til tíu stig í dag. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt, fremur hægum vindi víðast hvar en strekkingi syðst á landinu. Yfirleitt verður þurrt veður í dag og sólarkaflar nokkuð víða, en skýjað með suðurströndinni.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að djúpt suður af landinu er víðáttumikil lægð sem hreyfist lítið, en fyrir norðan land er hæð sem þokast í suðaustur.

Gert er ráð fyrir að hiti verði á bilinu fimm til tíu stig.

„Á morgun berst hins vegar rakara loft yfir og því má búast við dálítilli ringingu öðru hvoru, en bjartviðri norðanlands þangað til annað kvöld,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austan 3-10 m/s, en 10-15 syðst á landinu. Rigning með köflum, en bjartviðri norðanlands fram á kvöld. Hiti 5 til 10 stig.

Á föstudag: Austan og suðaustan 5-10 og dálítil rigning öðru hverju, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. Hiti 6 til 13 stig.

Á laugardag og sunnudag: Austlæg átt og dálítil væta, en þurrt að mestu norðantil á landinu. Hiti 7 til 14 stig.

Á mánudag og þriðjudag: Austan- og norðaustanátt. Skýjað að mestu á landinu og svolítil væta í flestum landshlutum. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×