Íslenski boltinn

Ó­­sáttir Blikar senda pillu til Eyja | „Oft reynist flagð undir fögru skinni“

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik Breiðabliks og ÍBV í vetur
Frá leik Breiðabliks og ÍBV í vetur Vísir/ Hulda Margrét

Lesa má út úr færslu sem stuðnings­menn Breiða­bliks birtu á sam­fé­lags­miðlinum Twitter að þeir hafi verið ó­sáttir með þær vallar­að­stæður sem boðið var upp á í leik ÍBV og Breiða­bliks í Bestu deild karla í dag.

Eyja­menn gerðu sér lítið fyrir og báru sigur úr býtum í leik liðsins gegn Ís­lands­meisturum Breiða­bliks í Bestu deild karla í dag en leikurinn var spilaður á heima­velli ÍBV, Há­steinsvelli.

Um er að ræða náttúru­legan gras­völl og í færslu sem birtist á opin­berri stuðnings­manna­síðu Breiða­bliks á Twitter fyrir leik virtust þeir vera nokkuð sáttir með þær að­stæður sem boðið yrði upp á miðað við árs­tíma.

„Völlurinn lítur á­gæt­lega út miðað við árs­tíma og ár­ferði,“ sagði í fyrstu færslunni sem birtist frá stuðnings­mönnum Blika.

Allt annað hljóð kom hins vegar í strokkinn eftir leik og birtist þá önnur færsla á um­ræddri stuðnings­manna­síðu Blika á Twitter.

„Oft reynist flagð undir fögru skinni,“ stóð í þeirri færslu.

Tap Breiða­bliks, sem er ríkjandi Ís­lands­meistari karla, er annað tap liðsins á tíma­bilinu í fyrstu þremur um­ferðum Bestu deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×