Miðvarðasveit Man City möguleg lausn á vandræðum í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 13:00 Pep Guardiola er ávallt að breyta einhverju í leikstíl sínum. Vísir/Getty Enn eitt vorið virðist sem Pep Guardiola hafi fundið hina fullkomnu blöndu þegar kemur að því hvað þarf að gera til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er þangað til eitthvað klikkar. Manchester City er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á Bayern München í fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester. Líkt og svo oft áður er Guardiola að gera nýstárlega hluti þegar kemur að uppspili en nú, líkt og áður, veltir margur fyrir sér hvort þetta sé það sem mun skila fyrsta Meistaradeildartitli félagsins. Guardiola er sífellt að breyta til en á síðustu leiktíð fór João Cancelo úr bakverðinum upp í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns þegar Man City var með boltann. Eitthvað kom upp á milli þeirra Pep og Cancelo en leikmaðurinn var sendur á lán til Bayern í janúar. Þar hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Thomas Tuchel. The Athletic fór ítarlega yfir þær breytingar sem hafa orðið á leikstíl Pep frá því hann stýrði Barcelona fyrst. Þar á meðal er fjallað um hvernig Pep nýtir bakverði sína á annan hátt í dag en þá. Liðnir eru dagarnir þar sem Dani Alves óð endalína á milli hjá Barcelona. Í dag snýst allt um að hafa stjórn á leiknum, bæði með boltann og þegar hann tapast. Það er svo sem ekkert nýtt þegar kemur að því hvernig Pep vill spila en það sem hefur vakið athygli í vetur er sú staðreynd að hann er í raun með fjóra miðverði í öftustu línu. Kyle Walker, bakvörður að upplagi, hefur vissulega fengið sínar mínútur en í fyrri leiknum gegn Bayern mynduðu þeir Manuel Akanji, John Stones, Rúben Dias og Nathan Aké fjögurra manna varnarlínu. Það sem hefur þó komið hvað mest á óvart í undanförnum leikjum er hvernig Stones stígur upp úr miðverðinum og stillir sér upp við hlið Rodri á miðri miðjunni þegar City-liðið sækir. „Á næsta ári ætla ég að spila þér á miðjunni,“ gæti Pep verið að segja hér.Michael Regan/Getty Images Virðist Pep hafa fundið hið fullkomna leikkerfi, sem stendur, en lærisveinar hans hafa nú unnið 10 leiki í röð í öllum keppnum. Hvort það dugi til að sigra Meistaradeild Evrópu verður að koma í ljós en það þarf fyrst að klára einvígið gegn Bayern. Leikur Bayern og Man City hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Manchester City er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á Bayern München í fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester. Líkt og svo oft áður er Guardiola að gera nýstárlega hluti þegar kemur að uppspili en nú, líkt og áður, veltir margur fyrir sér hvort þetta sé það sem mun skila fyrsta Meistaradeildartitli félagsins. Guardiola er sífellt að breyta til en á síðustu leiktíð fór João Cancelo úr bakverðinum upp í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns þegar Man City var með boltann. Eitthvað kom upp á milli þeirra Pep og Cancelo en leikmaðurinn var sendur á lán til Bayern í janúar. Þar hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Thomas Tuchel. The Athletic fór ítarlega yfir þær breytingar sem hafa orðið á leikstíl Pep frá því hann stýrði Barcelona fyrst. Þar á meðal er fjallað um hvernig Pep nýtir bakverði sína á annan hátt í dag en þá. Liðnir eru dagarnir þar sem Dani Alves óð endalína á milli hjá Barcelona. Í dag snýst allt um að hafa stjórn á leiknum, bæði með boltann og þegar hann tapast. Það er svo sem ekkert nýtt þegar kemur að því hvernig Pep vill spila en það sem hefur vakið athygli í vetur er sú staðreynd að hann er í raun með fjóra miðverði í öftustu línu. Kyle Walker, bakvörður að upplagi, hefur vissulega fengið sínar mínútur en í fyrri leiknum gegn Bayern mynduðu þeir Manuel Akanji, John Stones, Rúben Dias og Nathan Aké fjögurra manna varnarlínu. Það sem hefur þó komið hvað mest á óvart í undanförnum leikjum er hvernig Stones stígur upp úr miðverðinum og stillir sér upp við hlið Rodri á miðri miðjunni þegar City-liðið sækir. „Á næsta ári ætla ég að spila þér á miðjunni,“ gæti Pep verið að segja hér.Michael Regan/Getty Images Virðist Pep hafa fundið hið fullkomna leikkerfi, sem stendur, en lærisveinar hans hafa nú unnið 10 leiki í röð í öllum keppnum. Hvort það dugi til að sigra Meistaradeild Evrópu verður að koma í ljós en það þarf fyrst að klára einvígið gegn Bayern. Leikur Bayern og Man City hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32