ÍTF hefur boðað forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna á fund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. apríl 2023 17:08 Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF. VÍSIR/VILHELM Hagsmunasamtökin Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gefið út tilkynningu eftir umræðu undanfarna daga. Þar segir að ÍTF hafi boðið forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á fund til að ræða málin. ÍTF hefur staðið í ströngu að undanförnu en um er að ræða hagsmunasamtök fyrir Bestu deildir karla og kvenna sem og Lengjudeildir karla og kvenna. Mikil óánægja var með auglýsingu fyrir Bestu deildirnar þar sem hallaði á konur í auglýsingunni. Þá ákváðu fyrirliðar liða í Bestu deildinni að leikmenn liðanna myndu ekki mæta á fund með ÍTF á morgun, mánudag, þar sem taka átti upp markaðsefni fyrir deildina. Var til að mynda bent á að þetta væri á sama tíma og leikur Vals og Stjörnunnar í Meistarakeppni KSÍ færi fram. ÍTF hefur nú sent frá tilkynningu vegna yfirlýsinga fyrirliða Bestu deildar kvenna. Þar segir að upptökurnar séu mikilvægur liður í gerð markaðsefnis fyrir komandi tímabil. „Umrætt fundarboð var sent á forsvarsmenn aðildarfélaga á morgni föstudags. Fram kom að tímasetningin hentaði ekki öllum félögum enda upptökur fyrir mistök boðaðar ofan í mikilvægan leik Vals og Stjörnunnar. Við þessum árekstri var hins vegar brugðist strax með því að bjóða upp á annan tíma á öðrum degi,“ segir í tilkynningu ÍTF. ÍTF hefur nú boðað forsvarsmenn félaga deildarinnar á fund á morgun til að ræða málefni er varða deildina og komandi keppnistímabil. „Það er okkar von að hentugur tími finnist sem allra fyrst svo að klára megi upptökur og sátt náist um að vinna uppbyggilega saman að árangursríku og skemmtilegu knattspyrnutímabili.“ Hér að neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni. Vegna yfirlýsingar fyrirliða í Bestu deild kvenna vill ÍTF koma eftirfarandi á framfæri. Upptökur sem voru boðaðar á mánudaginn kl 18:00 – 20:00 eru mikilvægur liður í gerð markaðsefnis fyrir komandi tímabil í deildinni. Umrætt fundarboð var sent á forsvarsmenn aðildarfélaga á morgni föstudags. Fram kom að tímasetningin hentaði ekki öllum félögum enda upptökur fyrir mistök boðaðar ofan í mikilvægan leik Vals og Stjörnunnar. Við þessum árekstri var hins vegar brugðist strax með því að bjóða upp á annan tíma á öðrum degi. ÍTF hefur boðað forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna á fund á morgun, mánudag til að ræða þau málefni sem varða deildina og komandi keppnistímabil. Það er okkar von að hentugur tími finnist sem allra fyrst svo að klára megi upptökur og sátt náist um að vinna uppbyggilega saman að árangursríku og skemmtilegu knattspyrnutímabili. Virðingarfyllst, ÍTF Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Yfirlýsing knattspyrnukvennanna „það ómerkilegasta sem hann hefur séð“ Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, KSÍ og starfsmaður ÍTF, gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliða liða í Bestu deild kvenna harðlega en þar var voru vinnubrögð ÍTF gagnvart liðum í deildinni fordæmd. 16. apríl 2023 10:44 Yfirlýsing fyrirliða Bestu deild kvenna: „Hörmum það mjög að þetta sé staðan þegar svo stutt er í mót“ Fyrirliðar liða í Bestu deildar kvenna í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna undirbúnings og vinnubragða Íslensks Toppfótbolta, ÍTF. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. 15. apríl 2023 20:10 Enginn Fantasy leikur fyrir kvennadeildina: „Besta-deild karla kemst ekki í top 30“ Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna. 5. apríl 2023 12:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
ÍTF hefur staðið í ströngu að undanförnu en um er að ræða hagsmunasamtök fyrir Bestu deildir karla og kvenna sem og Lengjudeildir karla og kvenna. Mikil óánægja var með auglýsingu fyrir Bestu deildirnar þar sem hallaði á konur í auglýsingunni. Þá ákváðu fyrirliðar liða í Bestu deildinni að leikmenn liðanna myndu ekki mæta á fund með ÍTF á morgun, mánudag, þar sem taka átti upp markaðsefni fyrir deildina. Var til að mynda bent á að þetta væri á sama tíma og leikur Vals og Stjörnunnar í Meistarakeppni KSÍ færi fram. ÍTF hefur nú sent frá tilkynningu vegna yfirlýsinga fyrirliða Bestu deildar kvenna. Þar segir að upptökurnar séu mikilvægur liður í gerð markaðsefnis fyrir komandi tímabil. „Umrætt fundarboð var sent á forsvarsmenn aðildarfélaga á morgni föstudags. Fram kom að tímasetningin hentaði ekki öllum félögum enda upptökur fyrir mistök boðaðar ofan í mikilvægan leik Vals og Stjörnunnar. Við þessum árekstri var hins vegar brugðist strax með því að bjóða upp á annan tíma á öðrum degi,“ segir í tilkynningu ÍTF. ÍTF hefur nú boðað forsvarsmenn félaga deildarinnar á fund á morgun til að ræða málefni er varða deildina og komandi keppnistímabil. „Það er okkar von að hentugur tími finnist sem allra fyrst svo að klára megi upptökur og sátt náist um að vinna uppbyggilega saman að árangursríku og skemmtilegu knattspyrnutímabili.“ Hér að neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni. Vegna yfirlýsingar fyrirliða í Bestu deild kvenna vill ÍTF koma eftirfarandi á framfæri. Upptökur sem voru boðaðar á mánudaginn kl 18:00 – 20:00 eru mikilvægur liður í gerð markaðsefnis fyrir komandi tímabil í deildinni. Umrætt fundarboð var sent á forsvarsmenn aðildarfélaga á morgni föstudags. Fram kom að tímasetningin hentaði ekki öllum félögum enda upptökur fyrir mistök boðaðar ofan í mikilvægan leik Vals og Stjörnunnar. Við þessum árekstri var hins vegar brugðist strax með því að bjóða upp á annan tíma á öðrum degi. ÍTF hefur boðað forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna á fund á morgun, mánudag til að ræða þau málefni sem varða deildina og komandi keppnistímabil. Það er okkar von að hentugur tími finnist sem allra fyrst svo að klára megi upptökur og sátt náist um að vinna uppbyggilega saman að árangursríku og skemmtilegu knattspyrnutímabili. Virðingarfyllst, ÍTF
Vegna yfirlýsingar fyrirliða í Bestu deild kvenna vill ÍTF koma eftirfarandi á framfæri. Upptökur sem voru boðaðar á mánudaginn kl 18:00 – 20:00 eru mikilvægur liður í gerð markaðsefnis fyrir komandi tímabil í deildinni. Umrætt fundarboð var sent á forsvarsmenn aðildarfélaga á morgni föstudags. Fram kom að tímasetningin hentaði ekki öllum félögum enda upptökur fyrir mistök boðaðar ofan í mikilvægan leik Vals og Stjörnunnar. Við þessum árekstri var hins vegar brugðist strax með því að bjóða upp á annan tíma á öðrum degi. ÍTF hefur boðað forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna á fund á morgun, mánudag til að ræða þau málefni sem varða deildina og komandi keppnistímabil. Það er okkar von að hentugur tími finnist sem allra fyrst svo að klára megi upptökur og sátt náist um að vinna uppbyggilega saman að árangursríku og skemmtilegu knattspyrnutímabili. Virðingarfyllst, ÍTF
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Yfirlýsing knattspyrnukvennanna „það ómerkilegasta sem hann hefur séð“ Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, KSÍ og starfsmaður ÍTF, gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliða liða í Bestu deild kvenna harðlega en þar var voru vinnubrögð ÍTF gagnvart liðum í deildinni fordæmd. 16. apríl 2023 10:44 Yfirlýsing fyrirliða Bestu deild kvenna: „Hörmum það mjög að þetta sé staðan þegar svo stutt er í mót“ Fyrirliðar liða í Bestu deildar kvenna í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna undirbúnings og vinnubragða Íslensks Toppfótbolta, ÍTF. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. 15. apríl 2023 20:10 Enginn Fantasy leikur fyrir kvennadeildina: „Besta-deild karla kemst ekki í top 30“ Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna. 5. apríl 2023 12:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Yfirlýsing knattspyrnukvennanna „það ómerkilegasta sem hann hefur séð“ Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, KSÍ og starfsmaður ÍTF, gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliða liða í Bestu deild kvenna harðlega en þar var voru vinnubrögð ÍTF gagnvart liðum í deildinni fordæmd. 16. apríl 2023 10:44
Yfirlýsing fyrirliða Bestu deild kvenna: „Hörmum það mjög að þetta sé staðan þegar svo stutt er í mót“ Fyrirliðar liða í Bestu deildar kvenna í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna undirbúnings og vinnubragða Íslensks Toppfótbolta, ÍTF. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. 15. apríl 2023 20:10
Enginn Fantasy leikur fyrir kvennadeildina: „Besta-deild karla kemst ekki í top 30“ Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna. 5. apríl 2023 12:00