Íslenski boltinn

Leik Vals og ÍBV frestað um 45 mínútur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hermann Hreiðarsson og lærisveinar fá nokkrar auka mínútur til að koma sér á Hlíðarenda.
Hermann Hreiðarsson og lærisveinar fá nokkrar auka mínútur til að koma sér á Hlíðarenda. Vísir/Hulda Margrét

Leikur Vals og ÍBV í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu hefur verið frestað um 45 mínútur. Leikurinn átti að hefjast klukkan 18.30 en hefst nú klukkan 19.15.

Ástæðan er erfiðleikar í samgöngum frá Vestmannaeyjum. Því hefur Knattspyrnusamband Íslands ákveðið að gefa Eyjamönnum auka 45 mínútur til að komast á áfangastað.

Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×