Enski boltinn

Klopp að verða afi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jürgen Klopp með fjölskyldu sinni eftir að Borussia Dortmund varð þýskur meistari 2011.
Jürgen Klopp með fjölskyldu sinni eftir að Borussia Dortmund varð þýskur meistari 2011. getty/Sampics

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, verður afi á næstunni. Stjúpsonur hans á von á sínu fyrsta barni.

Klopp er giftur barnabókahöfundinum Ullu Sandrock. Þau eiga ekki börn saman en eiga bæði syni úr fyrri hjónaböndum.

Sonur Ullu og stjúpsonur Klopps, Dennis, á nú von á sínu fyrsta barni. Klopp verður því afi innan skamms, 55 ára. Hann greindi frá þessu í viðtali við fyrrverandi leikmann sinn hjá Borussia Dortmund, Lukasz Piszczek, á Viaplay í Póllandi.

Sjálfur á Klopp soninn Marc með fyrrverandi eiginkonu sinni, Sabine. Þau skildu 2001 eftir tólf ára hjónaband. Hann kynntist svo Ullu á Oktoberfest 2005.

Strákarnir hans Klopps í Liverpool eru í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 42 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti en eiga tvo leiki til góða. Næsti leikur Liverpool er gegn Manchester City í hádeginu á laugardaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.