Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. mars 2023 23:30 Mason Greenwood. Paul Currie/Getty Images Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. Mason Greenwood var handtekinn snemma árs 2022 og hefur ekki spilað fyrir Man United síðan þann 19. janúar sama ár. Hann var upprunalega handtekinn eftir að kona sem hann var í sambandi með birti myndir af sér blóðugri og birti hljóðbrot þar sem heyra má Greenwodo reyna þvinga hana til samræðis. Í dag birti The Athletic ítarlega grein þar sem farið er ofan í saumana á hegðun leikmannsins áður en hann var handtekinn. Þar kemur fram að leikmaðurinn hafi ítrekað talið sig hafinn yfir lögin og betri en samherja sína. Police spoke to #MUFC about Greenwood during lockdown Senior staff offered guidance but no specialists brought in Man United have rejected offers from Turkish sides as internal investigation continuesThe story of Mason Greenwood & Manchester United. @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 27, 2023 Þegar samkomubann var í Bretlandi vegna Covid-19 þá hafði lögreglan oftar en einu sinni afskipti af Greenwood. Hann sást þenja Mercedes-Benz bifreið sína í Altrincham-hverfinu í Manchester þegar fólki hafði verið ráðlagt að halda sig innandyra. Þá hélt hann reglulega partí í íbúð sem hann leigði í Salford. Lögreglan vissi af þessu en í stað þess að handtaka Greenwood þá lét hún Man United vita. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn lenti í veseni á sínum stutta ferli. Ekki þurfti að leita langt aftur til að finna svipuð dæmi. Sem dæmi má nefna hegðun leikmannsins hér á landi, þar sem hann spilaði sinn eina A-landsleik. Þá kemur að hegðun leikmannsins hjá Man United. Hann mætti oftar en ekki seint á æfingar og stundum mætti hann ekki yfir höfuð. Átti starfsfólk félagsins oft erfitt með að komast að því hvar Greenwood væri. Ole Gunnar Solskjær, þáverandi þjálfari liðsins, varði leikmanninn þó í fjölmiðlum og sagði hann alltaf mæta á réttum tíma. Starfslið félagsins gerði það sem það gat til að aðstoða Greenwood þar sem félagið taldi hann hafa einstaka hæfileika. Það virðist ekki hafa gengið og var leikmaðurinn á endanum handtekinn fyrir atburði sem eru töluvert alvarlegri en að skrópa á æfingu. Mason Greenwood has presented challenges as well as huge promise throughout #MUFC career. Police visited Carrington over lockdown breaches. He missed Everton game after failing to report to team hotel.Qs for club over how issues handled. Full account:https://t.co/Sy2UmGZYyr— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) March 27, 2023 Greenwood er samt sem áður frjáls maður í dag eftir að saksóknarar létu málið falla niður þar sem lykilvitni í málinu höfðu dregið sig til hlés og vildu ekki bera vitni. Talsmaður embættis saksóknara sagði að ólíklegt væri að sakfelling myndi nást. Leikmaðurinn hefur þó ekki enn spilað fyrir Man United þar sem félagið segist vera að framkvæma sína eigin rannsókn. Hvort hann spili aftur fyrir félagið verður að koma í ljós en samningur hans rennur út sumarið 2025. Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Sjá meira
Mason Greenwood var handtekinn snemma árs 2022 og hefur ekki spilað fyrir Man United síðan þann 19. janúar sama ár. Hann var upprunalega handtekinn eftir að kona sem hann var í sambandi með birti myndir af sér blóðugri og birti hljóðbrot þar sem heyra má Greenwodo reyna þvinga hana til samræðis. Í dag birti The Athletic ítarlega grein þar sem farið er ofan í saumana á hegðun leikmannsins áður en hann var handtekinn. Þar kemur fram að leikmaðurinn hafi ítrekað talið sig hafinn yfir lögin og betri en samherja sína. Police spoke to #MUFC about Greenwood during lockdown Senior staff offered guidance but no specialists brought in Man United have rejected offers from Turkish sides as internal investigation continuesThe story of Mason Greenwood & Manchester United. @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 27, 2023 Þegar samkomubann var í Bretlandi vegna Covid-19 þá hafði lögreglan oftar en einu sinni afskipti af Greenwood. Hann sást þenja Mercedes-Benz bifreið sína í Altrincham-hverfinu í Manchester þegar fólki hafði verið ráðlagt að halda sig innandyra. Þá hélt hann reglulega partí í íbúð sem hann leigði í Salford. Lögreglan vissi af þessu en í stað þess að handtaka Greenwood þá lét hún Man United vita. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn lenti í veseni á sínum stutta ferli. Ekki þurfti að leita langt aftur til að finna svipuð dæmi. Sem dæmi má nefna hegðun leikmannsins hér á landi, þar sem hann spilaði sinn eina A-landsleik. Þá kemur að hegðun leikmannsins hjá Man United. Hann mætti oftar en ekki seint á æfingar og stundum mætti hann ekki yfir höfuð. Átti starfsfólk félagsins oft erfitt með að komast að því hvar Greenwood væri. Ole Gunnar Solskjær, þáverandi þjálfari liðsins, varði leikmanninn þó í fjölmiðlum og sagði hann alltaf mæta á réttum tíma. Starfslið félagsins gerði það sem það gat til að aðstoða Greenwood þar sem félagið taldi hann hafa einstaka hæfileika. Það virðist ekki hafa gengið og var leikmaðurinn á endanum handtekinn fyrir atburði sem eru töluvert alvarlegri en að skrópa á æfingu. Mason Greenwood has presented challenges as well as huge promise throughout #MUFC career. Police visited Carrington over lockdown breaches. He missed Everton game after failing to report to team hotel.Qs for club over how issues handled. Full account:https://t.co/Sy2UmGZYyr— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) March 27, 2023 Greenwood er samt sem áður frjáls maður í dag eftir að saksóknarar létu málið falla niður þar sem lykilvitni í málinu höfðu dregið sig til hlés og vildu ekki bera vitni. Talsmaður embættis saksóknara sagði að ólíklegt væri að sakfelling myndi nást. Leikmaðurinn hefur þó ekki enn spilað fyrir Man United þar sem félagið segist vera að framkvæma sína eigin rannsókn. Hvort hann spili aftur fyrir félagið verður að koma í ljós en samningur hans rennur út sumarið 2025.
Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Sjá meira