Erlent

Öflugur skjálfti í Afganistan og Pakistan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Björgunarliðar koma fólki á sjúkrahús í Swat dalnum í Pakistan eftir skjálftann.
Björgunarliðar koma fólki á sjúkrahús í Swat dalnum í Pakistan eftir skjálftann. AP Photo/Naveed Ali

Að minnsta kosti 12 eru látnir og tugir slasaðir eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,5 stig reið yfir í Pakistan og Afganistan í gærkvöldi.

Byggingar skemmdust, aurskriður fóru af stað og fólk hópaðist víða út á götur í ótta um að fleiri skjálftar myndu ríða yfir. Upptök skjálftans voru í Jurm dalnum í Afganistan sem er strjálbýlt og einangrað svæði þar sem skjálftar eru tíðir.

Talið er að björgunarstarf muni ganga hægt í ljósi einangrunar svæðisins. Í höfuðborginni Kabúl fannst skjálftinn greinilega og þar urður nokkrar skemmdir á húsum. Níu andlát hafa þegar verið staðfest í Pakistan og þrjú í Afganistan en óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Þó er talin bót í máli að margir voru á götum úti þegar skjálftinn reið yfir til að fagna persneska nýárinu.

Skjálftinn fannst vel í þúsund kílómetra radíus, á Indlandi, í Usbekistan, Tajikistan, Kasakstan og Túrkmenistan svo dæmi séu tekin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×