Spilling og óöryggi plaga Írak 20 árum eftir innrás hinna „viljugu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 12:31 Saddam Hussein var að lokum dæmdur og hengdur. Mörg ríki neituðu að taka þátt í innrásinni en Ísland var meðal hinna viljugu þjóða sem fylktu sér að baki Bandaríkjamönnum. Getty/David Furst Í dag eru 20 ár liðin frá því að 295 þúsund hermenn Bandaríkjanna og „bandalags viljugra“ réðust inn í Írak. Um það bil 200 þúsund almennir borgarar létust, 45 þúsund íraskir her- og lögreglumenn og fleiri en átta þúsund Bandaríkjamenn; hermenn og verktakar. Enn er deilt um ástæður þess að stjórnvöld vestanhafs ákváðu að láta til skarar skríða gegn Saddam Hussein. Hann hafði ranglega verið bendlaður við árásirnar 11. september 2001 og var, eins og frægt er orðið, ranglega sakaður um að eiga kjarnorkuvopn. Samkvæmt umfjöllun New York Times virðast sérfræðingar hallast að þeirri kenningu að þeir sem komu að ákvörðuninni um að ráðast inn í Írak hafi flestir viljað koma Hussein frá völdum og þannig leitt hjá sér allar ábendingar um að fullyrðingar um kjarnorkuvopn og annað ættu ekki við rök að styðjast. Ef til vill hafi verið um að ræða hugmyndafræðilega arfleifð frá 10. áratug síðustu aldar, þegar það varð formlega stefna stjórnvalda að koma Hussein frá völdum og menn ímynduðu sér að lýðræðisbylgja myndi fara yfir Mið-Austurlönd í kjölfarið. Rannsókn á fjöldagröfum í Mosul í kjölfar hernáms Ríkis íslam árið 2014. Bandaríkjamenn yfirgáfu Írak árið 2011.Getty/Ismael Adnan „Saddam Hussein var Hitler okkar tíma,“ hefur New York Times eftir Barham Salih, forseta Írak frá 2018 til 2022. Flestir virðast á einu máli um að fall Hussein hafi verið af hinu góða en eftirleikurinn hefur leikið Íraka grátt; margra ára borgarastyrjöld og yfirgengileg spilling. Meðal ungs fólks í Írak er einn af hverjum þremur atvinnulaus og Írak er í 157. sæti af 180 á lista Transparency International yfir spilltustu ríki heims. Spillinguna má að hluta til rekja til þess fyrirkomulags sem Bandaríkjamenn ákváðu að koma á, sem gekk út á samsteypustjórn súnníta, sjíta og Kúrda. Sajad Jiyad, íranskur stjórnmálafræðingur og sérfræðingur við bandarísku rannsóknarstofnunina Century Foundation, segir stjórnvöld „bandalag“ andstæðinga sem allir hafi freistað þess að sanka að sér eins miklum völdum og fjármunum og mögulegt er. Spillingin sé orðin svo djúpstæð að flokkarnir hegði sér eins og smákonungar og úthluti embættum, störfum og verkefnum til að kaupa sér völd eða verðlauna stuðningsmenn. Á sama tíma sé enginn ábyrgur. „Þeir sem rannsaka spillingu eru pólitískt skipaðir,“ segir hann. Um helmingur Íraka er of ungur til að muna eftir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna.Getty/SOPA/Ismael Adnan Það sem gerir lífið í Írak enn erfiðara er að þar standa enn yfir átök. Í Diyala, norðaustur af Bagdad, létust átta í síðustu viku og frá því í janúar hafa fleiri en 40 látið lífið í átökum. Annars staðar, þar sem öryggið er meira, berst fólk við að ná endum saman. „Lífsskilyrðin eru ekki góð,“ segir hinn 37 ára Mohammed Hassan, fjarskiptaverkfræðingur og þriggja barna faðir. „Ég á varla nóg fram til enda mánaðarins svo ég sé ekki mikla framtíð,“ bætir hann við. „Það er synd. Við vildum alltaf vera laus við Saddam. Við vitum að Írak er ríkt og við vonuðum að ástandið myndi skána. En við fengum ekki það sem við vonuðumst eftir.“ Írak Bandaríkin Hernaður Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Enn er deilt um ástæður þess að stjórnvöld vestanhafs ákváðu að láta til skarar skríða gegn Saddam Hussein. Hann hafði ranglega verið bendlaður við árásirnar 11. september 2001 og var, eins og frægt er orðið, ranglega sakaður um að eiga kjarnorkuvopn. Samkvæmt umfjöllun New York Times virðast sérfræðingar hallast að þeirri kenningu að þeir sem komu að ákvörðuninni um að ráðast inn í Írak hafi flestir viljað koma Hussein frá völdum og þannig leitt hjá sér allar ábendingar um að fullyrðingar um kjarnorkuvopn og annað ættu ekki við rök að styðjast. Ef til vill hafi verið um að ræða hugmyndafræðilega arfleifð frá 10. áratug síðustu aldar, þegar það varð formlega stefna stjórnvalda að koma Hussein frá völdum og menn ímynduðu sér að lýðræðisbylgja myndi fara yfir Mið-Austurlönd í kjölfarið. Rannsókn á fjöldagröfum í Mosul í kjölfar hernáms Ríkis íslam árið 2014. Bandaríkjamenn yfirgáfu Írak árið 2011.Getty/Ismael Adnan „Saddam Hussein var Hitler okkar tíma,“ hefur New York Times eftir Barham Salih, forseta Írak frá 2018 til 2022. Flestir virðast á einu máli um að fall Hussein hafi verið af hinu góða en eftirleikurinn hefur leikið Íraka grátt; margra ára borgarastyrjöld og yfirgengileg spilling. Meðal ungs fólks í Írak er einn af hverjum þremur atvinnulaus og Írak er í 157. sæti af 180 á lista Transparency International yfir spilltustu ríki heims. Spillinguna má að hluta til rekja til þess fyrirkomulags sem Bandaríkjamenn ákváðu að koma á, sem gekk út á samsteypustjórn súnníta, sjíta og Kúrda. Sajad Jiyad, íranskur stjórnmálafræðingur og sérfræðingur við bandarísku rannsóknarstofnunina Century Foundation, segir stjórnvöld „bandalag“ andstæðinga sem allir hafi freistað þess að sanka að sér eins miklum völdum og fjármunum og mögulegt er. Spillingin sé orðin svo djúpstæð að flokkarnir hegði sér eins og smákonungar og úthluti embættum, störfum og verkefnum til að kaupa sér völd eða verðlauna stuðningsmenn. Á sama tíma sé enginn ábyrgur. „Þeir sem rannsaka spillingu eru pólitískt skipaðir,“ segir hann. Um helmingur Íraka er of ungur til að muna eftir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna.Getty/SOPA/Ismael Adnan Það sem gerir lífið í Írak enn erfiðara er að þar standa enn yfir átök. Í Diyala, norðaustur af Bagdad, létust átta í síðustu viku og frá því í janúar hafa fleiri en 40 látið lífið í átökum. Annars staðar, þar sem öryggið er meira, berst fólk við að ná endum saman. „Lífsskilyrðin eru ekki góð,“ segir hinn 37 ára Mohammed Hassan, fjarskiptaverkfræðingur og þriggja barna faðir. „Ég á varla nóg fram til enda mánaðarins svo ég sé ekki mikla framtíð,“ bætir hann við. „Það er synd. Við vildum alltaf vera laus við Saddam. Við vitum að Írak er ríkt og við vonuðum að ástandið myndi skána. En við fengum ekki það sem við vonuðumst eftir.“
Írak Bandaríkin Hernaður Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira