Spilling og óöryggi plaga Írak 20 árum eftir innrás hinna „viljugu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 12:31 Saddam Hussein var að lokum dæmdur og hengdur. Mörg ríki neituðu að taka þátt í innrásinni en Ísland var meðal hinna viljugu þjóða sem fylktu sér að baki Bandaríkjamönnum. Getty/David Furst Í dag eru 20 ár liðin frá því að 295 þúsund hermenn Bandaríkjanna og „bandalags viljugra“ réðust inn í Írak. Um það bil 200 þúsund almennir borgarar létust, 45 þúsund íraskir her- og lögreglumenn og fleiri en átta þúsund Bandaríkjamenn; hermenn og verktakar. Enn er deilt um ástæður þess að stjórnvöld vestanhafs ákváðu að láta til skarar skríða gegn Saddam Hussein. Hann hafði ranglega verið bendlaður við árásirnar 11. september 2001 og var, eins og frægt er orðið, ranglega sakaður um að eiga kjarnorkuvopn. Samkvæmt umfjöllun New York Times virðast sérfræðingar hallast að þeirri kenningu að þeir sem komu að ákvörðuninni um að ráðast inn í Írak hafi flestir viljað koma Hussein frá völdum og þannig leitt hjá sér allar ábendingar um að fullyrðingar um kjarnorkuvopn og annað ættu ekki við rök að styðjast. Ef til vill hafi verið um að ræða hugmyndafræðilega arfleifð frá 10. áratug síðustu aldar, þegar það varð formlega stefna stjórnvalda að koma Hussein frá völdum og menn ímynduðu sér að lýðræðisbylgja myndi fara yfir Mið-Austurlönd í kjölfarið. Rannsókn á fjöldagröfum í Mosul í kjölfar hernáms Ríkis íslam árið 2014. Bandaríkjamenn yfirgáfu Írak árið 2011.Getty/Ismael Adnan „Saddam Hussein var Hitler okkar tíma,“ hefur New York Times eftir Barham Salih, forseta Írak frá 2018 til 2022. Flestir virðast á einu máli um að fall Hussein hafi verið af hinu góða en eftirleikurinn hefur leikið Íraka grátt; margra ára borgarastyrjöld og yfirgengileg spilling. Meðal ungs fólks í Írak er einn af hverjum þremur atvinnulaus og Írak er í 157. sæti af 180 á lista Transparency International yfir spilltustu ríki heims. Spillinguna má að hluta til rekja til þess fyrirkomulags sem Bandaríkjamenn ákváðu að koma á, sem gekk út á samsteypustjórn súnníta, sjíta og Kúrda. Sajad Jiyad, íranskur stjórnmálafræðingur og sérfræðingur við bandarísku rannsóknarstofnunina Century Foundation, segir stjórnvöld „bandalag“ andstæðinga sem allir hafi freistað þess að sanka að sér eins miklum völdum og fjármunum og mögulegt er. Spillingin sé orðin svo djúpstæð að flokkarnir hegði sér eins og smákonungar og úthluti embættum, störfum og verkefnum til að kaupa sér völd eða verðlauna stuðningsmenn. Á sama tíma sé enginn ábyrgur. „Þeir sem rannsaka spillingu eru pólitískt skipaðir,“ segir hann. Um helmingur Íraka er of ungur til að muna eftir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna.Getty/SOPA/Ismael Adnan Það sem gerir lífið í Írak enn erfiðara er að þar standa enn yfir átök. Í Diyala, norðaustur af Bagdad, létust átta í síðustu viku og frá því í janúar hafa fleiri en 40 látið lífið í átökum. Annars staðar, þar sem öryggið er meira, berst fólk við að ná endum saman. „Lífsskilyrðin eru ekki góð,“ segir hinn 37 ára Mohammed Hassan, fjarskiptaverkfræðingur og þriggja barna faðir. „Ég á varla nóg fram til enda mánaðarins svo ég sé ekki mikla framtíð,“ bætir hann við. „Það er synd. Við vildum alltaf vera laus við Saddam. Við vitum að Írak er ríkt og við vonuðum að ástandið myndi skána. En við fengum ekki það sem við vonuðumst eftir.“ Írak Bandaríkin Hernaður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Enn er deilt um ástæður þess að stjórnvöld vestanhafs ákváðu að láta til skarar skríða gegn Saddam Hussein. Hann hafði ranglega verið bendlaður við árásirnar 11. september 2001 og var, eins og frægt er orðið, ranglega sakaður um að eiga kjarnorkuvopn. Samkvæmt umfjöllun New York Times virðast sérfræðingar hallast að þeirri kenningu að þeir sem komu að ákvörðuninni um að ráðast inn í Írak hafi flestir viljað koma Hussein frá völdum og þannig leitt hjá sér allar ábendingar um að fullyrðingar um kjarnorkuvopn og annað ættu ekki við rök að styðjast. Ef til vill hafi verið um að ræða hugmyndafræðilega arfleifð frá 10. áratug síðustu aldar, þegar það varð formlega stefna stjórnvalda að koma Hussein frá völdum og menn ímynduðu sér að lýðræðisbylgja myndi fara yfir Mið-Austurlönd í kjölfarið. Rannsókn á fjöldagröfum í Mosul í kjölfar hernáms Ríkis íslam árið 2014. Bandaríkjamenn yfirgáfu Írak árið 2011.Getty/Ismael Adnan „Saddam Hussein var Hitler okkar tíma,“ hefur New York Times eftir Barham Salih, forseta Írak frá 2018 til 2022. Flestir virðast á einu máli um að fall Hussein hafi verið af hinu góða en eftirleikurinn hefur leikið Íraka grátt; margra ára borgarastyrjöld og yfirgengileg spilling. Meðal ungs fólks í Írak er einn af hverjum þremur atvinnulaus og Írak er í 157. sæti af 180 á lista Transparency International yfir spilltustu ríki heims. Spillinguna má að hluta til rekja til þess fyrirkomulags sem Bandaríkjamenn ákváðu að koma á, sem gekk út á samsteypustjórn súnníta, sjíta og Kúrda. Sajad Jiyad, íranskur stjórnmálafræðingur og sérfræðingur við bandarísku rannsóknarstofnunina Century Foundation, segir stjórnvöld „bandalag“ andstæðinga sem allir hafi freistað þess að sanka að sér eins miklum völdum og fjármunum og mögulegt er. Spillingin sé orðin svo djúpstæð að flokkarnir hegði sér eins og smákonungar og úthluti embættum, störfum og verkefnum til að kaupa sér völd eða verðlauna stuðningsmenn. Á sama tíma sé enginn ábyrgur. „Þeir sem rannsaka spillingu eru pólitískt skipaðir,“ segir hann. Um helmingur Íraka er of ungur til að muna eftir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna.Getty/SOPA/Ismael Adnan Það sem gerir lífið í Írak enn erfiðara er að þar standa enn yfir átök. Í Diyala, norðaustur af Bagdad, létust átta í síðustu viku og frá því í janúar hafa fleiri en 40 látið lífið í átökum. Annars staðar, þar sem öryggið er meira, berst fólk við að ná endum saman. „Lífsskilyrðin eru ekki góð,“ segir hinn 37 ára Mohammed Hassan, fjarskiptaverkfræðingur og þriggja barna faðir. „Ég á varla nóg fram til enda mánaðarins svo ég sé ekki mikla framtíð,“ bætir hann við. „Það er synd. Við vildum alltaf vera laus við Saddam. Við vitum að Írak er ríkt og við vonuðum að ástandið myndi skána. En við fengum ekki það sem við vonuðumst eftir.“
Írak Bandaríkin Hernaður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira