DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 16:20 Ron DeSantis hefur enn ekki lýst opinberlega yfir framboði til forseta en Donald Trump er strax byrjaður að vinna með uppnefni á hann. Trump hefur meðal annars kallað hann Skinhelga Ron (e. Ron DeSanctimonious). AP/Phil Sears Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. Altalað hefur verið lengi að DeSantis ali með sér þann draum í brjósti að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þó enn ekki lýst yfir framboði opinberlega. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sem standa DeSantis nærri að hann hafi sagt í einrúmi að hann ætli að bjóða sig fram. Hann lýsi líklega ekki yfir framboði fyrr en eftir að ríkisþingi Flórída verður slitið í maí. Ríkisstjórinn heimsækir Iowa á morgun og Nevada á laugardag í tengslum við útgáfu endurminninga hans. Ríkin tvö eru á meðal þeirra sem greiða fyrst atkvæði í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Vongóðir frambjóðendur finna sér yfirleitt ástæðu til þess að heimsækja ríkin þegar nær dregur forvali. Önnur vísbending um yfirvofandi framboð DeSantis er ný pólitísk aðgerðanefnd sem var stofnuð honum til stuðnings í dag. Hún nefnist „Aldrei láta undan“ (e. Never Back Down) en forráðamaður hennar er Ken Cuccinelli, fyrrverandi embættismaður í ríkisstjórn Donalds Trump. Slíkar nefndir safna fé og tala fyrir kjöri frambjóðanda en mega lögum samkvæmt ekki eiga samráð við hann. Helst þekktur sem menningarstríðsmaður Bjóði DeSantis sig fram finnur hann fyrir á fleti Trump sjálfan sem lýsti yfir framboði sínu strax í fyrra. Trump þykir fyrir fram sigurstranglegur en þó virðist sem að fjarað hafi undan stuðningi við hann að einhverju leyti innan Repúblikanaflokksins. DeSantis hefur helst vakið athygli á sjálfum sér með því að heyja svokallað menningarstríð. Undir forystu hans hefur Flórída meðal annars bannað kennurum í opinberum skólum að ræða kynhneigð eða kyngervi í tímum. Gagnrýnendur laganna hafa kallað þau „Ekki segja samkynhneigður“-lögin. Þá gengur nú ritskoðunaralda yfir skóla í ríkinu. Skólastjórnendur hafa víða gripið til þess ráðs að fjarlægja allar bækur af ótta við að þeir verði sóttir til saka komist yfirvöld að því að einhver bókanna eigi ekki erindi við nemendur af ýmsum ástæðum. Bækur sem fjalla um sögu þrælahalds og kynhneigð eru á meðal þeirra sem hafa ekki komist í gegnum nálarauga ritskoðara ríkisins. DeSantis vakti einnig athygli þegar hann notaði opinbera fjármuni til að greiða fyrir að flytja hælisleitendur frá Texas til lítillar og velmegandi eyju í Massachusetts í fyrra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. 8. mars 2023 08:18 De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19 Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22. september 2022 09:15 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Altalað hefur verið lengi að DeSantis ali með sér þann draum í brjósti að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þó enn ekki lýst yfir framboði opinberlega. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sem standa DeSantis nærri að hann hafi sagt í einrúmi að hann ætli að bjóða sig fram. Hann lýsi líklega ekki yfir framboði fyrr en eftir að ríkisþingi Flórída verður slitið í maí. Ríkisstjórinn heimsækir Iowa á morgun og Nevada á laugardag í tengslum við útgáfu endurminninga hans. Ríkin tvö eru á meðal þeirra sem greiða fyrst atkvæði í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Vongóðir frambjóðendur finna sér yfirleitt ástæðu til þess að heimsækja ríkin þegar nær dregur forvali. Önnur vísbending um yfirvofandi framboð DeSantis er ný pólitísk aðgerðanefnd sem var stofnuð honum til stuðnings í dag. Hún nefnist „Aldrei láta undan“ (e. Never Back Down) en forráðamaður hennar er Ken Cuccinelli, fyrrverandi embættismaður í ríkisstjórn Donalds Trump. Slíkar nefndir safna fé og tala fyrir kjöri frambjóðanda en mega lögum samkvæmt ekki eiga samráð við hann. Helst þekktur sem menningarstríðsmaður Bjóði DeSantis sig fram finnur hann fyrir á fleti Trump sjálfan sem lýsti yfir framboði sínu strax í fyrra. Trump þykir fyrir fram sigurstranglegur en þó virðist sem að fjarað hafi undan stuðningi við hann að einhverju leyti innan Repúblikanaflokksins. DeSantis hefur helst vakið athygli á sjálfum sér með því að heyja svokallað menningarstríð. Undir forystu hans hefur Flórída meðal annars bannað kennurum í opinberum skólum að ræða kynhneigð eða kyngervi í tímum. Gagnrýnendur laganna hafa kallað þau „Ekki segja samkynhneigður“-lögin. Þá gengur nú ritskoðunaralda yfir skóla í ríkinu. Skólastjórnendur hafa víða gripið til þess ráðs að fjarlægja allar bækur af ótta við að þeir verði sóttir til saka komist yfirvöld að því að einhver bókanna eigi ekki erindi við nemendur af ýmsum ástæðum. Bækur sem fjalla um sögu þrælahalds og kynhneigð eru á meðal þeirra sem hafa ekki komist í gegnum nálarauga ritskoðara ríkisins. DeSantis vakti einnig athygli þegar hann notaði opinbera fjármuni til að greiða fyrir að flytja hælisleitendur frá Texas til lítillar og velmegandi eyju í Massachusetts í fyrra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. 8. mars 2023 08:18 De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19 Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22. september 2022 09:15 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. 8. mars 2023 08:18
De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19
Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22. september 2022 09:15