Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 09:15 Lítill drengur í faðmi móður sinnar. Mæðginin voru í hópi 48 venesúelskra hælisleitenda sem ríkisstjóri Flórída sendi frá Texas til Vínekru Mörtu í síðustu viku. AP/Ray Ewing/Vineyard Gazette Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. Ríkisstjórar úr röðum Repúblikanaflokknum í landamæraríkjunum Texas og Arizona hafa upp á síðkastið stundað það að senda hælisleitendur með rútum og flugvélum til borga eins og New York, Washington og Chigaco sem demókratar stýra og yfirlýst stefna yfirvalda er að taka ekki þátt í að vísa innflytjendum úr landi. Með því þykjast þeir mótmæla innflytjendastefnu demókrata og að ríki þeirra sitji ein eftir með að taka við straumi hælisleitenda á landamærunum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók slíka flutninga skrefinu lengra í síðustu viku þegar hann lét smala saman hópi venesúelskra hælisleitenda í Texas og flytja þá með flugvél til Vínekru Mörtu, lítillar og velmegandi sumardvalareyju í Massachusetts. Fólkinu hafði verið lofað aðstoð og störfum á áfangastað. Yfirvöld á eyjunni fengu engan fyrirvara um komu hælisleitendanna og voru alls óundirbúin. Samfélagið á eyjunni tók aftur á móti höndum saman um að skjóta yfir fólkið skjólshúsi, fæða það og klæða á meðan yfirvöld leystu úr málum þeirra. Svo virðist sem að hælisleitendurnir hafi ekki vitað hvar þeir voru staddir enda hafði þeim verið sagt að þeir færu til Boston. Flórída á ekki landamæri að Mexíkó, þaðan sem langflestir þeirra sem sækjast eftir hæli eða dvöl í Bandaríkjunum koma. DeSantis notaði peninga úr sjóð sem er ætlað að koma hælisleitendum fyrir til að greiða fyrir flutning á hópnum frá Texas til Massachusetts með millilendingu á Flórída. Segir fólkið hafa verið tælt á fölskum forsendum Nú hefur hluti hælisleitendanna stefnt DeSantis og samgönguráðherra hans fyrir alríkisdómstól í Boston og saka þá um sviksamlega og óréttláta áætlun um að koma þeim fyrir annars staðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í stefnunni er því haldið fram að hælisleitendurnir hafi verið tældir til ferðarinnar á fölskum forsendum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir kosingarnar 2024. Hreppaflutningar hans á hælisleitendum frá Texas til Massachusetts hafa verið bendlaðar við þær framavonir hans.AP/Luis Santana „Engin manneskja ætti að vera notuð sem pólitískt peð,“ sagði Iván Espinoza-Madrigal, forstöðumaður samtaka sem vilja höfða hópmálsókn fyrir hönd hælisleitendanna. DeSantis og talsmenn hans hafa enga iðrun sýnt og ekki viljað staðfesta eða hafna fréttum um að ríkisstjórinn ætli að senda fleiri hælisleitendur um landið. „Það er tækifærismennska að aðgerðasinnar noti ólöglega innflytjendur í pólitískt leikhús,“ segir Taryn Fenske, samskiptastjóri DeSantis, um málsóknina. DeSantis hefur sjálfur verið sakaður um pólitísk bellibrögð með uppátækinu en hann er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur. Lögreglustjóri í San Antonio, þaðan sem hælisleitendunum var flogið, hefur sagt ætla að kanna hvort lögbrot hafi verið framið. Sumir demókratar hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneytið rannsaki flutningana þar sem fólkið var flutt yfir ríkjamörk. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hælisleitendur Tengdar fréttir Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts. 16. september 2022 09:19 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Ríkisstjórar úr röðum Repúblikanaflokknum í landamæraríkjunum Texas og Arizona hafa upp á síðkastið stundað það að senda hælisleitendur með rútum og flugvélum til borga eins og New York, Washington og Chigaco sem demókratar stýra og yfirlýst stefna yfirvalda er að taka ekki þátt í að vísa innflytjendum úr landi. Með því þykjast þeir mótmæla innflytjendastefnu demókrata og að ríki þeirra sitji ein eftir með að taka við straumi hælisleitenda á landamærunum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók slíka flutninga skrefinu lengra í síðustu viku þegar hann lét smala saman hópi venesúelskra hælisleitenda í Texas og flytja þá með flugvél til Vínekru Mörtu, lítillar og velmegandi sumardvalareyju í Massachusetts. Fólkinu hafði verið lofað aðstoð og störfum á áfangastað. Yfirvöld á eyjunni fengu engan fyrirvara um komu hælisleitendanna og voru alls óundirbúin. Samfélagið á eyjunni tók aftur á móti höndum saman um að skjóta yfir fólkið skjólshúsi, fæða það og klæða á meðan yfirvöld leystu úr málum þeirra. Svo virðist sem að hælisleitendurnir hafi ekki vitað hvar þeir voru staddir enda hafði þeim verið sagt að þeir færu til Boston. Flórída á ekki landamæri að Mexíkó, þaðan sem langflestir þeirra sem sækjast eftir hæli eða dvöl í Bandaríkjunum koma. DeSantis notaði peninga úr sjóð sem er ætlað að koma hælisleitendum fyrir til að greiða fyrir flutning á hópnum frá Texas til Massachusetts með millilendingu á Flórída. Segir fólkið hafa verið tælt á fölskum forsendum Nú hefur hluti hælisleitendanna stefnt DeSantis og samgönguráðherra hans fyrir alríkisdómstól í Boston og saka þá um sviksamlega og óréttláta áætlun um að koma þeim fyrir annars staðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í stefnunni er því haldið fram að hælisleitendurnir hafi verið tældir til ferðarinnar á fölskum forsendum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir kosingarnar 2024. Hreppaflutningar hans á hælisleitendum frá Texas til Massachusetts hafa verið bendlaðar við þær framavonir hans.AP/Luis Santana „Engin manneskja ætti að vera notuð sem pólitískt peð,“ sagði Iván Espinoza-Madrigal, forstöðumaður samtaka sem vilja höfða hópmálsókn fyrir hönd hælisleitendanna. DeSantis og talsmenn hans hafa enga iðrun sýnt og ekki viljað staðfesta eða hafna fréttum um að ríkisstjórinn ætli að senda fleiri hælisleitendur um landið. „Það er tækifærismennska að aðgerðasinnar noti ólöglega innflytjendur í pólitískt leikhús,“ segir Taryn Fenske, samskiptastjóri DeSantis, um málsóknina. DeSantis hefur sjálfur verið sakaður um pólitísk bellibrögð með uppátækinu en hann er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur. Lögreglustjóri í San Antonio, þaðan sem hælisleitendunum var flogið, hefur sagt ætla að kanna hvort lögbrot hafi verið framið. Sumir demókratar hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneytið rannsaki flutningana þar sem fólkið var flutt yfir ríkjamörk.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hælisleitendur Tengdar fréttir Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts. 16. september 2022 09:19 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03
Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts. 16. september 2022 09:19