Samfellt kuldakast í vændum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. mars 2023 19:49 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vísir/SteingrímurDúi Búast má við áframhaldandi kuldakasti fram yfir næstu helgi að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Hann segir kalda loftið sem landinn finnur nú fyrir vera hreinræktað heimskautaloft. „Þetta er svona ósköp venjulegt mars-kuldakast sem við höfum séð annað veifið á þessum árstíma undanfarin ár. Hvorki meira né svartara en önnur slík. Norðurhjarinn er orðinn ansi kaldur og þetta kalda loft leitar oft suður á bóginn,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Hann segir að kuldakastið muni vara að minnsta kosti fram að næstu helgi, jafnvel lengur. „Það byrjaði að kólna í gær og þá kom frost um allt land. Menn finna það í dag að það er ansi kalt og svo er vindur með þessu, ólíkt kuldanum sem var í desember þar sem það var mikið hægvirði.“ Veðrið fyrir helgi var með besta móti og héldu einhverjir að vor væri á næsta leyti. „Það er eins og segir í bók sem markaði upphaf umhverfisstefnunnar: raddir vorsins þagna. Þessar raddir vorsins þögnuðu ansi skyndilega enda hefði verið óeðlilegt ef við hefðum farið, í byrjun mars, beinustu leið í eitthvað sem við getum kallað vor. Ef það væri eitthvað slíkt uppi á teningnum væri maður orðinn ansi hræddur um loftslagsbreytingar,“ segir Einar. Hreinræktað heimskautaloft Einar segir að kalda loftið komi af ísbreiðunum nærri norðurpólnum. Á veðurvefnum Blika.is er fjallað um uppruna loftsins með skýringarmynd. Fyrri myndin sýnir uppruna loftagnar í 1.500 m hæð yfir miðju landinu síðdegis, þriðjudaginn 7. mars. Hin er fyrir næstkomandi laugardag kl. 06. Þar er upprunnin svipaður.blika.is „Loftið er líka þurrt, ekki mikill raki í því. En fyrst og fremst er þetta kuldi og vindkæling sem fylgir þessu áfram,“ segir Einar. Veður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Sjá meira
„Þetta er svona ósköp venjulegt mars-kuldakast sem við höfum séð annað veifið á þessum árstíma undanfarin ár. Hvorki meira né svartara en önnur slík. Norðurhjarinn er orðinn ansi kaldur og þetta kalda loft leitar oft suður á bóginn,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Hann segir að kuldakastið muni vara að minnsta kosti fram að næstu helgi, jafnvel lengur. „Það byrjaði að kólna í gær og þá kom frost um allt land. Menn finna það í dag að það er ansi kalt og svo er vindur með þessu, ólíkt kuldanum sem var í desember þar sem það var mikið hægvirði.“ Veðrið fyrir helgi var með besta móti og héldu einhverjir að vor væri á næsta leyti. „Það er eins og segir í bók sem markaði upphaf umhverfisstefnunnar: raddir vorsins þagna. Þessar raddir vorsins þögnuðu ansi skyndilega enda hefði verið óeðlilegt ef við hefðum farið, í byrjun mars, beinustu leið í eitthvað sem við getum kallað vor. Ef það væri eitthvað slíkt uppi á teningnum væri maður orðinn ansi hræddur um loftslagsbreytingar,“ segir Einar. Hreinræktað heimskautaloft Einar segir að kalda loftið komi af ísbreiðunum nærri norðurpólnum. Á veðurvefnum Blika.is er fjallað um uppruna loftsins með skýringarmynd. Fyrri myndin sýnir uppruna loftagnar í 1.500 m hæð yfir miðju landinu síðdegis, þriðjudaginn 7. mars. Hin er fyrir næstkomandi laugardag kl. 06. Þar er upprunnin svipaður.blika.is „Loftið er líka þurrt, ekki mikill raki í því. En fyrst og fremst er þetta kuldi og vindkæling sem fylgir þessu áfram,“ segir Einar.
Veður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Sjá meira