Veður

Út­lit fyrir eins­leitt veður næstu daga

Atli Ísleifsson skrifar
Reikna má með að það verði hörkufrost víða um land um næstu helgi.
Reikna má með að það verði hörkufrost víða um land um næstu helgi. Vísir/Vilhelm

Næstu daga er útlit fyrir fremur einsleitt veður þar sem norðlægar áttir verða ríkjandi og éljagangur fyrir norðan og austan. Þá verður yfirleitt þurrt og lengst af bjart veður annars staðar.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði frost um allt land í dag, þrjú til tíu stig, og gæti orðið hörkufrost um helgina ansi víða.

Fram kemur að það hvessi með morgninum og verði norðan og norðaustan tíu til átján metrar á sekúndu eftir hádegi, hvassast suðaustanlands og á Vestfjörðum.

„Éljagangur um landið norðan og austanvert, en annars úrkomulítið. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu á morgun og léttir víða til.“

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðaustan 5-13 m/s og víða bjartviðri, en dálítil él á Norður- og Austurlandi. Frost 1 til 10 stig, minnst syðst.

Á fimmtudag: Norðlæg átt, 5-13 m/s og éljagangur norðan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Á föstudag, laugardag og sunnudag: Áframhaldandi norðlægar áttir með éljum, en lengst af úrkomulaust syðra. Herðir á frosti.

Á mánudag: Útlit fyrir norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið suðvestantil. Minnkandi frost.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.