Enski boltinn

Segir að Bruno Fernandes ætti aldrei aftur að fá að vera fyrirliði Man. United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bruno Fernandes átti ekki góðan dag með Manchester United á móti Liverpool á Anfield.
Bruno Fernandes átti ekki góðan dag með Manchester United á móti Liverpool á Anfield. Getty/Robbie Jay Barratt

Bruno Fernandes ætti ekki ekki að vera áfram fyrirliði Manchester United að mati fyrrum leikmanns i ensku úrvalsdeildinni.

Fernandes og félagar fengu sögulegan sjö núll skell á móti Liverpool á sunnudaginn þar sem Fernandes var með fyrirliðabandið en gerði lítið annað en að kvarta og kveina allan leikinn.

Chris Sutton tjáði skoðun sína á portúgalska leikmanninum á BBC Radio en Sutton skoraði á sínum tíma 83 mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Norwich City, Blackburn Rovers, Chelsea, Birmingham City og Aston Villa.

„Það eru leikmenn þarna sem eru miklu hæfari í það að vera fyrirliði,“ sagði Chris Sutton í þættinum Monday Night Club á BBC 5 Live.

„Fernandes er ekki þeirra besti leiðtogi. Það eru aðrir betri kostir og Casemiro er einn þeirra og Raphael Varane er annar,“ sagði Sutton.

„Það er mín skoðun að Fernandes ætti aldrei aftur að bera fyrirliðaband Manchester United,“ sagði Sutton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×