Enski boltinn

Stuðningsmaður lést eftir slagsmál í kjölfar fótboltaleiks í Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Blackpool eiga um sárt að binda eftir erfitt tímabil og misstu líka einn úr sínum röðum eftir fólskulega árás.
Stuðningsmenn Blackpool eiga um sárt að binda eftir erfitt tímabil og misstu líka einn úr sínum röðum eftir fólskulega árás. Getty/Rich Linley

Stuðningsmaður enska fótboltafélagsins Blackpool lést eftir að hafa lent í slagsmálum við aðra stuðningsmenn eftir leik liðsins á laugardaginn.

Lögreglan í Lancashire segir að hinn 55 ára gamli Tony Johnson hafi látist efir að hafa fengið mikið höfuðhögg í slagsmálum á milli stuðningsmanna Blackpool og Burnley.

Slagsmálin brutust út fyrir utan krá í Blackpool en klukkan var þá í kringum sjö að kvöldi.

Lögreglumenn reyndu lífgunartilraunir á staðnum áður en hann var fluttur á sjúkrahús.

Johnson lést af sárum sínum á sjúkrahúsinu um nóttina.

33 ára maður frá Burnley var handtekinn á staðnum grunaður um að hafa veitt manninum banahöggið en hefur verið látinn laus til 1. júní gegn tryggingu.

Lögreglan hefur biðlað til einhverja sem gætu áttu upptökur af því sem gerðist fyrir utan krána að láta lögregluna fá þær í stað þess að setja þær inn á samfélagsmiðla.

Blackpool og Burnley spila bæði í ensku b-deildinni en leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Burnley er með þrettán stiga forskot á toppnum en Blackpool liðið situr í fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×