Leiðtogi Wagner segir Bakhmut fallna Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2023 20:01 Yevgeny Prigozhin leiðtogi hinna grimmu Wagner hersveita. Myndin er sögð vera tekin við Bakhmut í dag. AP Yfirmaður rússnesku Wagner málaliðanna segir þá hafa umkringt borgina Bakhmut þar sem aðeins væru eftir börn og gamalmenni til að berjast gegn innrás þeirra. Yfirvöld í nágrannahéraðinu Kharkiv hafa síðan fyrirskipað fjölskyldum með börn og öðrum viðkvæmum hópum að yfirgefa borgina Kupiansk vegna látlausra loftárása Rússa. Gífurlegir bardagar hafa verið í og við borgina Bakhmut í Donetsk héraði í Úkraínu undanfarna mánuði en Rússar leggja mika áherslu á að ná borginni á sitt vald. Rússar hafa aldrei náð að leggja allt héraðið undir sig, þótt þeir þykist hafa innlimað það, og þótt Bakhmut sé ekki hernaðarlega mikilvæg er borgin vel staðsett upp á frekari landvinninga „Hersveitum Wagner hefur tekist að umkringja Bakhmut. Það er aðeins einn vegur eftir til og frá borginni. Hringurinn er að lokast. Áður áttum við í bardögum við úkraínska atvinnuhermenn en í dag erum við í vaxandi mæli að berjast við börn og gamalmenni," sagði Prigozhin hróðugur í ávarpi sem sagt er að tekið hafi verið upp við borgina. Úkraínumenn hröktu Rússa út úr austur- og norðurhluta Kharkiv héraðs í september. Undanfarna daga hafa Rússar látið eldflaugum rigna yfir borgina Kupyansk í héraðinu.Grafík/Kristján Úkraínumenn segjast hins vegar enn halda uppi vörnum í Bakhmut og því til staðfestingar kom einn æðsti yfirmaður úkraínska hersins þangað í dag. Yfirmaður Wagner málaliðanna segir að þeir sem enn berðust gegn Rússum í Bakhmut hefðu aðeins einn til tvo daga til að flýja eða deyja ella. Rússar hafa einnig haldið uppi látlausum eldflaugaárásum á borgina Kupiansk í Kharkiv héraði undanfarna daga. Úkraínumenn hröktu rússneskar hersveitir úr héraðinu september. Héraðsfirvöld í Kharkiv skipuðu barnafjölskyldum og fólki með skerta hreyfigetu í dag að yfirgefa Kupiansk. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir enn mikla þörf á þungavopnum frá vestrænum bandamönnum til að hrekja Rússa af yfirráðasvæði landsins.Getty/Yan Dobronosov Í dag lögðu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu Egils Levits forseti Lettlands blómsveiga að leiðum fallinna hermanna í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu. Zelenskyy hvatti bandamenn til að hraða sendingum þungavopna til landsins. „Við þurfum einnig vopnakerfi, skotfær og helling af stórskotum. Við þurfum ekki á þessu að halda til að gera árásir á landsvæði innan Rússlands heldur til að henda þeim út af landsvæðum okkar, sem hlýtur að vera sanngjarnt. Það sama á við um þörf okkar fyrir flugvélar," sagði forseti Úkraínu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segjast enn verja Bakhmut Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. 3. mars 2023 16:43 Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. 3. mars 2023 11:06 Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Gífurlegir bardagar hafa verið í og við borgina Bakhmut í Donetsk héraði í Úkraínu undanfarna mánuði en Rússar leggja mika áherslu á að ná borginni á sitt vald. Rússar hafa aldrei náð að leggja allt héraðið undir sig, þótt þeir þykist hafa innlimað það, og þótt Bakhmut sé ekki hernaðarlega mikilvæg er borgin vel staðsett upp á frekari landvinninga „Hersveitum Wagner hefur tekist að umkringja Bakhmut. Það er aðeins einn vegur eftir til og frá borginni. Hringurinn er að lokast. Áður áttum við í bardögum við úkraínska atvinnuhermenn en í dag erum við í vaxandi mæli að berjast við börn og gamalmenni," sagði Prigozhin hróðugur í ávarpi sem sagt er að tekið hafi verið upp við borgina. Úkraínumenn hröktu Rússa út úr austur- og norðurhluta Kharkiv héraðs í september. Undanfarna daga hafa Rússar látið eldflaugum rigna yfir borgina Kupyansk í héraðinu.Grafík/Kristján Úkraínumenn segjast hins vegar enn halda uppi vörnum í Bakhmut og því til staðfestingar kom einn æðsti yfirmaður úkraínska hersins þangað í dag. Yfirmaður Wagner málaliðanna segir að þeir sem enn berðust gegn Rússum í Bakhmut hefðu aðeins einn til tvo daga til að flýja eða deyja ella. Rússar hafa einnig haldið uppi látlausum eldflaugaárásum á borgina Kupiansk í Kharkiv héraði undanfarna daga. Úkraínumenn hröktu rússneskar hersveitir úr héraðinu september. Héraðsfirvöld í Kharkiv skipuðu barnafjölskyldum og fólki með skerta hreyfigetu í dag að yfirgefa Kupiansk. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir enn mikla þörf á þungavopnum frá vestrænum bandamönnum til að hrekja Rússa af yfirráðasvæði landsins.Getty/Yan Dobronosov Í dag lögðu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu Egils Levits forseti Lettlands blómsveiga að leiðum fallinna hermanna í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu. Zelenskyy hvatti bandamenn til að hraða sendingum þungavopna til landsins. „Við þurfum einnig vopnakerfi, skotfær og helling af stórskotum. Við þurfum ekki á þessu að halda til að gera árásir á landsvæði innan Rússlands heldur til að henda þeim út af landsvæðum okkar, sem hlýtur að vera sanngjarnt. Það sama á við um þörf okkar fyrir flugvélar," sagði forseti Úkraínu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segjast enn verja Bakhmut Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. 3. mars 2023 16:43 Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. 3. mars 2023 11:06 Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Segjast enn verja Bakhmut Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. 3. mars 2023 16:43
Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. 3. mars 2023 11:06
Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57