Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2023 18:57 Sergey Lavrov og Antony Blinken áttu örstuttan tvíhliða fund á Indlandi í dag þar sem Blinken ítrekaði að Bandaríkin muni styðja Úkraínu í vörnum þeirra gegn grimmilegri innrás Rússa allt til enda. AP/Manish Swarup Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. Utanríkisráðherrar 20 helstu iðnríkja heims funduðu í Nýju Delí á Indlandi í dag þar sem innrás Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu óvænt einir í um tíu mínútur, sem var þeirra fyrsti fundur frá innrás Rússa í febrúar í fyrra. Skilaboðin Blinkens til Rússa voru einföld og skýr. Mikilvæg málefni eins og glíman við loftslagsbreytingarnar féllu í skuggan fyrir innrás Rússa í úkraínu á G20 fundinum í dag.AP/Olivier Douliery „Stöðvið þetta árásarstríð og gefið ykkur í raunverulegan erindrekstur sem getur leitt til sanngjarns og varanlegs friðar," voru einföld skilaboð Blinken til Lavrovs. Forseti Úkraínu hefði lagt fram tíu punkta áætlun um hvernig mætti koma á friði. Bandaríkin styddu Úkraínu á þeirri braut og varnir þeirra gegn innrásinni. „Putin forseti hefur ekki sýnt nokkurn áhuga á friðarviðræðum við Úkraínu. Hefur sagt að það væri ekkert um að tala við Úkraínu fyrr en Úkraína - og ég hef beint eftir honum 'hefur sætt sig við raunveruleika nýrra yfirráðasvæða' á sama tíma og hann hefur haldið áfram villimensku sinni í Úkraínu," sagði Blinken á fréttamannafundi. Sergey Lavrov hélt hins vegar áfram þeim málflutingi Putins að ekki þyrfti að semja við Úkraínu heldur Bandaríkin um örlög Úkraínu. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir Rússa hafa margítrekað vilja sinn til að semja við Bandaríkin um málefni Úkraínu.AP/utanríkisþjónusta Rússlands „Við öfum marg sinnis lýst því yfir opinberlega að við höfum aldrei hafnað alvarlegum tillögum sem byggja á einlægri þrá um að komast að pólitískri ákvörðun,“ sagði Lavrov. Hann ræki ekki minni til þess að Bandaríkin og bandamenn þeirra hefðu hvatt Úkraínumenn til friðarviðræðna. „Sennilega, og þar liggur sannleikurinn, vegna þess að þrýst er á Úkraínu að halda stríðinu áfram,“ sagði Lavrov." Þannig héldu Vesturlönd áfram nýlendustefnu sinni. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. 2. mars 2023 14:05 G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Utanríkisráðherrar 20 helstu iðnríkja heims funduðu í Nýju Delí á Indlandi í dag þar sem innrás Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu óvænt einir í um tíu mínútur, sem var þeirra fyrsti fundur frá innrás Rússa í febrúar í fyrra. Skilaboðin Blinkens til Rússa voru einföld og skýr. Mikilvæg málefni eins og glíman við loftslagsbreytingarnar féllu í skuggan fyrir innrás Rússa í úkraínu á G20 fundinum í dag.AP/Olivier Douliery „Stöðvið þetta árásarstríð og gefið ykkur í raunverulegan erindrekstur sem getur leitt til sanngjarns og varanlegs friðar," voru einföld skilaboð Blinken til Lavrovs. Forseti Úkraínu hefði lagt fram tíu punkta áætlun um hvernig mætti koma á friði. Bandaríkin styddu Úkraínu á þeirri braut og varnir þeirra gegn innrásinni. „Putin forseti hefur ekki sýnt nokkurn áhuga á friðarviðræðum við Úkraínu. Hefur sagt að það væri ekkert um að tala við Úkraínu fyrr en Úkraína - og ég hef beint eftir honum 'hefur sætt sig við raunveruleika nýrra yfirráðasvæða' á sama tíma og hann hefur haldið áfram villimensku sinni í Úkraínu," sagði Blinken á fréttamannafundi. Sergey Lavrov hélt hins vegar áfram þeim málflutingi Putins að ekki þyrfti að semja við Úkraínu heldur Bandaríkin um örlög Úkraínu. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir Rússa hafa margítrekað vilja sinn til að semja við Bandaríkin um málefni Úkraínu.AP/utanríkisþjónusta Rússlands „Við öfum marg sinnis lýst því yfir opinberlega að við höfum aldrei hafnað alvarlegum tillögum sem byggja á einlægri þrá um að komast að pólitískri ákvörðun,“ sagði Lavrov. Hann ræki ekki minni til þess að Bandaríkin og bandamenn þeirra hefðu hvatt Úkraínumenn til friðarviðræðna. „Sennilega, og þar liggur sannleikurinn, vegna þess að þrýst er á Úkraínu að halda stríðinu áfram,“ sagði Lavrov." Þannig héldu Vesturlönd áfram nýlendustefnu sinni.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. 2. mars 2023 14:05 G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47
Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. 2. mars 2023 14:05
G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36