Veður

Suð­lægt átt, bjart og hvasst með fjöllum norðan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu núll til sex stig.
Hiti á landinu verður á bilinu núll til sex stig. Veðurstofan

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu, en tíu til fimmtán metrum á sekúndu fyrir norðan og jafnvel hvassara í vinstrengjum við fjöll.

Í hugleiðingum veðursfræðings segir að það verði bjart með köflum í flestum landshlutum en þykkni upp eftir hádegi sunnan- og vestantil með dálítilli vætu seinnipartinn.

Hiti á landinu verður á bilinu núll til sex stig.

„Veðrið verður mjög svipað á morgun, suðvestlæg átt 8-15 en hægari sunnantil. Víða lítilsháttar væta en yfirleitt bjart fyrir austan. Hiti 4 til 8 stig að deginum. Dregur úr vindi um kvöldið.

Á föstudag og laugardag verður vestlæg átt, skýjað að mestu en úrkomulítið. Hiti breytist lítið vestanlands en fer að kólna hægt austantil með vægu frosti föstudagskvöld.

Á sunnudag snýst í norðlæga átt með éljum fyrir norðan og kólnandi veður en léttir til sunnan heiða.

Í næstu viku er útlit fyrir ákveðna norðaustanátt, él norðan- og austantil og frost um allt land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Suðlæg átt 5-10 m/s en 10-15 fyrir norðan. Lítilsháttar væta, en bjartviðri norðaustan- og austanlands. Hiti 2 til 7 stig.

Á föstudag og laugardag: Hæg breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu, en yfirleitt úrkomulaust. Hiti 1 til 6 stig.

Á sunnudag: Snýst í norðlæga átt með lítilsháttar éljum norðan- og austanlands, en þurrt suðvestantil. Kólnandi veður.

Á mánudag og þriðjudag: Norðanátt með dálitlum éljum á Norður- og Austurlandi, en bjart sunnan heiða. Frost um allt land.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×