Enski boltinn

De Gea bætti met Schmeichel í úrslitaleiknum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Titlinum vel fagnað.
Titlinum vel fagnað. vísir/Getty

Spænski markvörðurinn David de Gea skráði sig á spjöld sögunnar hjá enska stórveldinu Manchester United með því að halda marki sínu hreinu í úrslitaleik gegn Newcastle í enska deildabikarnum í gær.

Þetta var í 181.sinn sem De Gea fær ekki á sig mark og er hann þar með kominn upp fyrir dönsku goðsögnina Peter Schmeichel sem hélt 180 sinnum hreinu á glæsilegum ferli sínum hjá Man Utd á árunum 1991-1999

David De Gea gekk í raðir Man Utd frá Atletico Madrid árið 2011 og hefur leikið 523 leiki fyrir félagið í öllum keppnum en til samanburðar lék Schmeichel 398 leiki fyrir Man Utd á sínum ferli.

De Gea er 32 ára gamall og gæti því átt þónokkuð mörg góð ár eftir á milli stanganna á Old Trafford.


Tengdar fréttir

„Erum að hefja endurreisn Manchester United“

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var í skýjunum með leik dagsins á Wembley þar sem lið hans tryggði sér enska deildabikarinn með 2-0 sigri á Newcastle.

Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn

Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×