„Erum að hefja endurreisn Manchester United“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. febrúar 2023 20:19 Sáttur. vísir/Getty Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var í skýjunum með leik dagsins á Wembley þar sem lið hans tryggði sér enska deildabikarinn með 2-0 sigri á Newcastle. „Enn og aftur vorum við með rétt hugarfar. Við erum tilbúnir að berjast og gefa allt í leikina. Þetta var ekki alltaf besti fótboltinn en við vorum skilvirkir,“ sagði ten Hag í leikslok. Man Utd hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og á enn möguleika á að vinna allar keppnir sem þeir eru með í. „Þú verður að byrja á að vinna þann fyrsta og við gerðum það í dag. Það á að gefa okkur aukinn kraft og meira sjálfstraust til að vinna hinar keppnirnar. Við erum að hefja endurreisn Manchester United og koma félaginu þangað sem það á heima og það snýst um að vinna titla, þetta er sá fyrsti,“ sagði ten Hag. Erik ten Hag delivers Manchester United s first trophy since 2017 pic.twitter.com/1sBE8o9Hbf— B/R Football (@brfootball) February 26, 2023 Hollenski knattspyrnustjórinn tók við stjórnartaumunum á Old Trafford síðasta sumar en titillinn í dag er sá fyrsti síðan að liðið hampaði Evrópudeildarbikarnum vorið 2017. „Ég vil bara vinna. Við höfum haft það að leiðarljósi frá því að við tókum við. Þjálfaraliðið vann frábæra vinnu með leikmennina. Starfsliðið og leikmennirnir eru saman í þessu. Það er mikið hungur og við þráum að vinna titla því Man Utd stendur fyrir titla,“ segir Hollendingurinn áður en hann tók nokkra reynslubolta út fyrir sviga. „Raphael Varane, Casemiro og David de Gea vita hvernig á að vinna titla og þú þarft að hafa svoleiðis leikmenn inn á vellinum til að leiða liðið. Þeir hafa þetta sigurhugarfar og þurfa að smita það til allra í búningsklefanum, í krefjandi aðstæðum og það hafa þeir gert,“ sagði Ten Hag, sigurreifur. Erik ten Hag dancing with Antony & Martinez pic.twitter.com/D1pAaHBP9G— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2023 Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. 26. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
„Enn og aftur vorum við með rétt hugarfar. Við erum tilbúnir að berjast og gefa allt í leikina. Þetta var ekki alltaf besti fótboltinn en við vorum skilvirkir,“ sagði ten Hag í leikslok. Man Utd hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og á enn möguleika á að vinna allar keppnir sem þeir eru með í. „Þú verður að byrja á að vinna þann fyrsta og við gerðum það í dag. Það á að gefa okkur aukinn kraft og meira sjálfstraust til að vinna hinar keppnirnar. Við erum að hefja endurreisn Manchester United og koma félaginu þangað sem það á heima og það snýst um að vinna titla, þetta er sá fyrsti,“ sagði ten Hag. Erik ten Hag delivers Manchester United s first trophy since 2017 pic.twitter.com/1sBE8o9Hbf— B/R Football (@brfootball) February 26, 2023 Hollenski knattspyrnustjórinn tók við stjórnartaumunum á Old Trafford síðasta sumar en titillinn í dag er sá fyrsti síðan að liðið hampaði Evrópudeildarbikarnum vorið 2017. „Ég vil bara vinna. Við höfum haft það að leiðarljósi frá því að við tókum við. Þjálfaraliðið vann frábæra vinnu með leikmennina. Starfsliðið og leikmennirnir eru saman í þessu. Það er mikið hungur og við þráum að vinna titla því Man Utd stendur fyrir titla,“ segir Hollendingurinn áður en hann tók nokkra reynslubolta út fyrir sviga. „Raphael Varane, Casemiro og David de Gea vita hvernig á að vinna titla og þú þarft að hafa svoleiðis leikmenn inn á vellinum til að leiða liðið. Þeir hafa þetta sigurhugarfar og þurfa að smita það til allra í búningsklefanum, í krefjandi aðstæðum og það hafa þeir gert,“ sagði Ten Hag, sigurreifur. Erik ten Hag dancing with Antony & Martinez pic.twitter.com/D1pAaHBP9G— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2023
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. 26. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. 26. febrúar 2023 18:30