Íslenski boltinn

Félög í efstu deild karla munu þurfa að halda úti kvennaliði

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ef Leiknismenn ætla sér endurkomu í efstu deild þarf að koma nýju kvennaliði á laggirnar í Efra Breiðholti.
Ef Leiknismenn ætla sér endurkomu í efstu deild þarf að koma nýju kvennaliði á laggirnar í Efra Breiðholti. Vísir/Hulda Margrét

Tillaga ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) þess efnis að leyfisreglugerð KSÍ skuli aldrei ganga lengra en leyfisreglugerð Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) gerir hverju sinni var felld á ársþingi KSÍ á Ísafirði í gær.

Um var að ræða eitt helsta hitamálið á þinginu en ef tillaga ÍTF hefði náð fram að ganga hefði nýleg ákvörðun KSÍ, sem hljóðar þannig að lið í Bestu deild karla verði að vera með meistaraflokkslið sem keppir á Íslandsmóti kvenna, ekki geta orðið að veruleika.

Hér má lesa tillöguna sem felld var á þinginu í gær.

Í ljósi þessa er útlit fyrir að frá og með árinu 2024 verði öllum félögum sem eiga lið í efstu deild karla hverju sinni skylt að tefla fram liði í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna.

Ef litið er til efstu deildar eins og hún er skipuð í dag eru öll félögin þar sem starfrækja kvennalið en sé litið til næst efstu deildar karla eru þar fjögur félög sem ekki hafa haldið úti meistaraflokksliði í kvennaflokki undanfarin ár; það eru Leiknir, Vestri, Njarðvík og Ægir.


Tengdar fréttir

Vilja ekki að KSÍ bíði eftir að UEFA taki löngu tíma­bær skref

Ársþing KSÍ fer fram á Ísafirði á morgun og eru áhugaverðar tillögur sem verða ræddar á þinginu. Tillaga sem snýr að karla- og kvennaliðum er meðal þeirra sem vakið hafa athygli en bæði stjórn KSÍ sem og Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna leggjast gegn tillögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×