Vilja ekki að KSÍ bíði eftir að UEFA taki löngu tímabær skref Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 22:30 Valur varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Ársþing KSÍ fer fram á Ísafirði á morgun og eru áhugaverðar tillögur sem verða ræddar á þinginu. Tillaga sem snýr að karla- og kvennaliðum er meðal þeirra sem vakið hafa athygli en bæði stjórn KSÍ sem og Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna leggjast gegn tillögunni. Ársþing KSÍ á Ísafirði á morgun er 77. ársþing sambandsins og ein tillagan sem þar verður kosið um snýr að breytingu á leyfiskerfi sambandsins sem hljóðar þannig að lið í Bestu deild karla verða að vera með meistaraflokkslið sem keppir á Íslandsmóti kvenna. Breytingin var samþykkt af stjórn KSÍ í nóvember á síðasta ári og mun taka gildi að fullu árið 2024. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Íslenskur toppfótbolti (ÍTF), hagsmunasamtök félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna, hafa hins vegar lagt fram tillögu til samþykktar á ársþinginu þar sem segir að leyfisreglugerð KSÍ skuli aldrei ganga lengra en leyfisreglugerð Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) gerir hverju sinni. Hægt er að lesa tillöguna í heild sinni á heimasíðu KSÍ. Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. Meðal þess séu kröfur um menntun þjálfara í yngri flokkum sem og í efstu deild kvenna. Nú hefur stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna einnig lagst gegn tillögunni. Á Facebooksíðu samtakanna er sagt að stjórn HKK taki í sama streng og KSÍ og teji að með tillögunni sé alltof langt gengið í að hindra framþróun íslenskrar knattspyrnuhreyfingar. „Við teljum ekki rétt að reglugerðir UEFA, sem stendur aftar KSÍ í jafnrétti, eigi að stýra vegferð íslenskrar knattspyrnuhreyfingar í átt að auknu jafnrétti. Við teljum að með því að samþykkja þessa ályktun þá séum við ekki einungis að minnka sjálfstæði íslenskrar knattspyrnu heldur einnig setja óþarfa hindrun fyrir framþróun og eflingu knattspyrnu kvenna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu á Facebooksíðu samtakanna. „KSÍ og knattspyrnuhreyfingin á að vera leiðandi í breytingum í átt að auknu jafnrétti og eflingu knattspyrnu kvenna en ekki bíða eftir að UEFA taki löngu tímabær skref í átt að auknu jafnrétti.“ KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Ársþing KSÍ á Ísafirði á morgun er 77. ársþing sambandsins og ein tillagan sem þar verður kosið um snýr að breytingu á leyfiskerfi sambandsins sem hljóðar þannig að lið í Bestu deild karla verða að vera með meistaraflokkslið sem keppir á Íslandsmóti kvenna. Breytingin var samþykkt af stjórn KSÍ í nóvember á síðasta ári og mun taka gildi að fullu árið 2024. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Íslenskur toppfótbolti (ÍTF), hagsmunasamtök félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna, hafa hins vegar lagt fram tillögu til samþykktar á ársþinginu þar sem segir að leyfisreglugerð KSÍ skuli aldrei ganga lengra en leyfisreglugerð Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) gerir hverju sinni. Hægt er að lesa tillöguna í heild sinni á heimasíðu KSÍ. Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. Meðal þess séu kröfur um menntun þjálfara í yngri flokkum sem og í efstu deild kvenna. Nú hefur stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna einnig lagst gegn tillögunni. Á Facebooksíðu samtakanna er sagt að stjórn HKK taki í sama streng og KSÍ og teji að með tillögunni sé alltof langt gengið í að hindra framþróun íslenskrar knattspyrnuhreyfingar. „Við teljum ekki rétt að reglugerðir UEFA, sem stendur aftar KSÍ í jafnrétti, eigi að stýra vegferð íslenskrar knattspyrnuhreyfingar í átt að auknu jafnrétti. Við teljum að með því að samþykkja þessa ályktun þá séum við ekki einungis að minnka sjálfstæði íslenskrar knattspyrnu heldur einnig setja óþarfa hindrun fyrir framþróun og eflingu knattspyrnu kvenna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu á Facebooksíðu samtakanna. „KSÍ og knattspyrnuhreyfingin á að vera leiðandi í breytingum í átt að auknu jafnrétti og eflingu knattspyrnu kvenna en ekki bíða eftir að UEFA taki löngu tímabær skref í átt að auknu jafnrétti.“
KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn