Enski boltinn

West Ham lyfti sér úr fallsæti með stórsigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mikilvægt.
Mikilvægt. vísir/Getty

Það stefnir í æsispennandi fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þar sem nokkur lið í þeirri baráttu mættust innbyrðis í dag.

West Ham var í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir leiki dagsins og fengu Nottingham Forest í heimsókn í dag en Forest menn hafa verið nokkuð fyrir ofan fallsvæðið á síðustu vikum.

Leikurinn var í járnum allt þar til á 70.mínútu þegar Danny Ings tók til sinna ráða og skoraði tvö mörk á þriggja mínútna kafla. Heimamenn héldu áfram að bæta við mörkum því Declan Rice og Michail Antonio gerðu sitt markið hvor áður en yfir lauk og 4-0 stórsigur West Ham staðreynd.

Á sama tíma vann Leeds United afar mikilvægan 1-0 heimasigur á botnliði Southampton þar sem Junior Firpo gerði eina mark leiksins á 77.mínútu.

Everton féll aftur niður í fallsæti með því að tapa 0-2 fyrir Aston Villa þar sem Ollie Watkins og Emi Buendia skoruðu sitt markið hvor á síðasta hálftíma leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×