Pútín dásamaður á mikilli hyllingarsamkomu í Moskvu Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2023 19:05 Vladimír Pútín hyllti fulltrúa hersins sem voru með honum á sviðinu á Luzhniki leikvanginum í dag og tók sjálfur við hyllingu þúsunda stuðningsmanna. Getty Biden Bandaríkjaforseti fundaði í dag í Varsjá með leiðtogum níu aðildarríkja NATO í austur Evrópu um varnir álfunnar og stuðning við Úkraínu. Pútín reyndi að fá Kínverja til liðs við sig og mætti síðan á hyllingarsamkomu með stuðningsmönnum sínum. Eftir innrás Rússa og innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 mynduðu níu aðildarríki NATO í austur Evrópu leiðtogahóp til að samhæfa aðgerðir sínar. Joe Biden fundaði með hópnum í Varsjá höfuðborg Póllands í dag. Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu (lengst til vinstri), Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Andrzej Duda forseti Póllands með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í bakgrunni í Varsjá í dag.AP/Evan Vucc Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu sagði undanfarið ár hafa styrkt samstöðu NATO-ríkjanna og gert þau sterkari. „Þetta ár hefur styrkt okkur og sameinað. Og við, löndin á austurvængnum, erum betur varin en nokkru sinni fyrr. Við höfum í sameiningu staðist próf samstöðu og mannúðar með því að hjálpa Úkraínu,“ sagði Čaputová. Joe Biden og Andrzej Duda. Pólverjar hafa verið miklir stuðningsmenn Úkraínu frá upphafi stríðsins.AP/Evan Vucci Joe Biden forseti Bandaríkjanna þakkaði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO fyrir frábæra forystu og sagði mikilvægara nú en nokkru sinni bandalagsríkin í austri stæðu þétt saman. „Þið eruð framlínan í sameiginlegum vörnum okkar. Þið vitið betur en nokkur annar hvað er í húfi í þessum átökum, ekki bara fyrir Úkraínu heldur fyrir frelsi lýðræðisríkja í Evrópu og heiminum öllum," sagði Biden í upphafi fundar. Frétt Stöðvar 2: Wang Yi framkvæmdastjóri utanríkismálanefndar kínverska Kommúnistaflokksins fundaði með Pútín og Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í dag. Rússar hafa reynt að fá aukinn stuðning og vopnasendingar frá Kínverjum. Þeir hafa hingað til látið volgar stuðningsyfirlýsingar nægja, og svo var að heyra í dag að engin breyting yrði þar á. „Við erum tilbúnir að vinna með Rússlandi að því að viðhalda stefnumótandi áherslum, dýpka gagnkvæmt pólitískt traust, styrkja stefnumótandi samvinnu, útfæra alhliða hagnýta samvinnu og verja lögmæt réttindi og hagsmuni ríkja okkar,“ sagði Wang Yi. Þúsundir stuðningsmanna Vladimírs Pútín tóku undir af mikilli tilfinningu þegar hann hrópaði Rússland, Rússland til mannfjöldans.Getty Pútín mætti síðan glaðbeittur á hyllingarsamkomu með hópi stuðningsmanna í Moskvu í dag sem haldin var í aðdraganda hátíðardags Verjenda móðurlandsins. Slegið var á sterka þjóðernisstrengi á samkomunni og þjóðsöngurinn sunginn af öllum viðstöddum. „Þegar við stöndum saman eigum við enga okkar líka! Fyrir einingu rússnesku þjóðarinnar! Húrra! -Húrra,“ kallaði Pútín til mannfjöldans og hrópaði svo Rússland, Rússland og þúsundir viðstaddra tóku undir. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Pólland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. 22. febrúar 2023 11:43 Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Eftir innrás Rússa og innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 mynduðu níu aðildarríki NATO í austur Evrópu leiðtogahóp til að samhæfa aðgerðir sínar. Joe Biden fundaði með hópnum í Varsjá höfuðborg Póllands í dag. Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu (lengst til vinstri), Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Andrzej Duda forseti Póllands með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í bakgrunni í Varsjá í dag.AP/Evan Vucc Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu sagði undanfarið ár hafa styrkt samstöðu NATO-ríkjanna og gert þau sterkari. „Þetta ár hefur styrkt okkur og sameinað. Og við, löndin á austurvængnum, erum betur varin en nokkru sinni fyrr. Við höfum í sameiningu staðist próf samstöðu og mannúðar með því að hjálpa Úkraínu,“ sagði Čaputová. Joe Biden og Andrzej Duda. Pólverjar hafa verið miklir stuðningsmenn Úkraínu frá upphafi stríðsins.AP/Evan Vucci Joe Biden forseti Bandaríkjanna þakkaði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO fyrir frábæra forystu og sagði mikilvægara nú en nokkru sinni bandalagsríkin í austri stæðu þétt saman. „Þið eruð framlínan í sameiginlegum vörnum okkar. Þið vitið betur en nokkur annar hvað er í húfi í þessum átökum, ekki bara fyrir Úkraínu heldur fyrir frelsi lýðræðisríkja í Evrópu og heiminum öllum," sagði Biden í upphafi fundar. Frétt Stöðvar 2: Wang Yi framkvæmdastjóri utanríkismálanefndar kínverska Kommúnistaflokksins fundaði með Pútín og Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í dag. Rússar hafa reynt að fá aukinn stuðning og vopnasendingar frá Kínverjum. Þeir hafa hingað til látið volgar stuðningsyfirlýsingar nægja, og svo var að heyra í dag að engin breyting yrði þar á. „Við erum tilbúnir að vinna með Rússlandi að því að viðhalda stefnumótandi áherslum, dýpka gagnkvæmt pólitískt traust, styrkja stefnumótandi samvinnu, útfæra alhliða hagnýta samvinnu og verja lögmæt réttindi og hagsmuni ríkja okkar,“ sagði Wang Yi. Þúsundir stuðningsmanna Vladimírs Pútín tóku undir af mikilli tilfinningu þegar hann hrópaði Rússland, Rússland til mannfjöldans.Getty Pútín mætti síðan glaðbeittur á hyllingarsamkomu með hópi stuðningsmanna í Moskvu í dag sem haldin var í aðdraganda hátíðardags Verjenda móðurlandsins. Slegið var á sterka þjóðernisstrengi á samkomunni og þjóðsöngurinn sunginn af öllum viðstöddum. „Þegar við stöndum saman eigum við enga okkar líka! Fyrir einingu rússnesku þjóðarinnar! Húrra! -Húrra,“ kallaði Pútín til mannfjöldans og hrópaði svo Rússland, Rússland og þúsundir viðstaddra tóku undir.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Pólland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. 22. febrúar 2023 11:43 Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. 22. febrúar 2023 11:43
Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37
Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00