Sex látin í árásum Rússa í Kherson Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2023 06:37 Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseti segir ljóst að árásir Rússa í Kherson hafi engan hernaðarlegan tilgang heldur væri sá að skapa ótta meðal íbúa. AP Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. Kyiv Independent segir frá því að árásin hafi beinst að miðborg Kherson og er haft er eftir talsmanni úkraínska hersins á svæðinu að sextán ára stúlka sé í hópi látinna. Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseti sagði á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að Rússar væru að skjóta á Kherson og að árásirnar hafi beinst að íbúahúsum, apótekum, marköðum og almenningsgörðum. Segir hann augljóst að árásirnar í gærkvöldi og í nótt hefðu engan hernaðarlegan tilgang heldur væri þeim ætlað að skapa ótta meðal íbúa. Rússneskar hersveitir hörfuðu frá Kherson snemma í nóvember síðastliðinn en borgin var ein af þeim sem Rússar höfðu náð á sitt vald snemma eftir upphaf innrásarinnar, en ár verður á föstudaginn liðið frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýkur í dag fjögurra daga heimsókn sinni til Austur-Evrópu þar sem hann hitti meðal annars Selenskí í Kænugarði og ræddi við Andrzej Duda Póllandsforseta í Varsjá. Í dag fundar hann síðan með leiðtogum nokkurra Austur-Evrópulanda sem eru í ríkjahópnum „Búkarest níu“, en þar er um að ræða Búlgaríu, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmeníu og Slóvakíu. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa verið austan megin járntjaldsins í Kalda stríðinu en eru nú í NATO. Í gær hitti Biden einnig forseta Moldóvu í Póllandi, Maiu Sandu, en hún fullyrti á dögunum að Rússar væru að undirbúa valdarán í landi hennar. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Joe Biden Tengdar fréttir Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Kyiv Independent segir frá því að árásin hafi beinst að miðborg Kherson og er haft er eftir talsmanni úkraínska hersins á svæðinu að sextán ára stúlka sé í hópi látinna. Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseti sagði á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að Rússar væru að skjóta á Kherson og að árásirnar hafi beinst að íbúahúsum, apótekum, marköðum og almenningsgörðum. Segir hann augljóst að árásirnar í gærkvöldi og í nótt hefðu engan hernaðarlegan tilgang heldur væri þeim ætlað að skapa ótta meðal íbúa. Rússneskar hersveitir hörfuðu frá Kherson snemma í nóvember síðastliðinn en borgin var ein af þeim sem Rússar höfðu náð á sitt vald snemma eftir upphaf innrásarinnar, en ár verður á föstudaginn liðið frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýkur í dag fjögurra daga heimsókn sinni til Austur-Evrópu þar sem hann hitti meðal annars Selenskí í Kænugarði og ræddi við Andrzej Duda Póllandsforseta í Varsjá. Í dag fundar hann síðan með leiðtogum nokkurra Austur-Evrópulanda sem eru í ríkjahópnum „Búkarest níu“, en þar er um að ræða Búlgaríu, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmeníu og Slóvakíu. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa verið austan megin járntjaldsins í Kalda stríðinu en eru nú í NATO. Í gær hitti Biden einnig forseta Moldóvu í Póllandi, Maiu Sandu, en hún fullyrti á dögunum að Rússar væru að undirbúa valdarán í landi hennar.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Joe Biden Tengdar fréttir Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00
„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04
Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent