Pútín dásamaður á mikilli hyllingarsamkomu í Moskvu Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2023 19:05 Vladimír Pútín hyllti fulltrúa hersins sem voru með honum á sviðinu á Luzhniki leikvanginum í dag og tók sjálfur við hyllingu þúsunda stuðningsmanna. Getty Biden Bandaríkjaforseti fundaði í dag í Varsjá með leiðtogum níu aðildarríkja NATO í austur Evrópu um varnir álfunnar og stuðning við Úkraínu. Pútín reyndi að fá Kínverja til liðs við sig og mætti síðan á hyllingarsamkomu með stuðningsmönnum sínum. Eftir innrás Rússa og innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 mynduðu níu aðildarríki NATO í austur Evrópu leiðtogahóp til að samhæfa aðgerðir sínar. Joe Biden fundaði með hópnum í Varsjá höfuðborg Póllands í dag. Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu (lengst til vinstri), Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Andrzej Duda forseti Póllands með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í bakgrunni í Varsjá í dag.AP/Evan Vucc Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu sagði undanfarið ár hafa styrkt samstöðu NATO-ríkjanna og gert þau sterkari. „Þetta ár hefur styrkt okkur og sameinað. Og við, löndin á austurvængnum, erum betur varin en nokkru sinni fyrr. Við höfum í sameiningu staðist próf samstöðu og mannúðar með því að hjálpa Úkraínu,“ sagði Čaputová. Joe Biden og Andrzej Duda. Pólverjar hafa verið miklir stuðningsmenn Úkraínu frá upphafi stríðsins.AP/Evan Vucci Joe Biden forseti Bandaríkjanna þakkaði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO fyrir frábæra forystu og sagði mikilvægara nú en nokkru sinni bandalagsríkin í austri stæðu þétt saman. „Þið eruð framlínan í sameiginlegum vörnum okkar. Þið vitið betur en nokkur annar hvað er í húfi í þessum átökum, ekki bara fyrir Úkraínu heldur fyrir frelsi lýðræðisríkja í Evrópu og heiminum öllum," sagði Biden í upphafi fundar. Frétt Stöðvar 2: Wang Yi framkvæmdastjóri utanríkismálanefndar kínverska Kommúnistaflokksins fundaði með Pútín og Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í dag. Rússar hafa reynt að fá aukinn stuðning og vopnasendingar frá Kínverjum. Þeir hafa hingað til látið volgar stuðningsyfirlýsingar nægja, og svo var að heyra í dag að engin breyting yrði þar á. „Við erum tilbúnir að vinna með Rússlandi að því að viðhalda stefnumótandi áherslum, dýpka gagnkvæmt pólitískt traust, styrkja stefnumótandi samvinnu, útfæra alhliða hagnýta samvinnu og verja lögmæt réttindi og hagsmuni ríkja okkar,“ sagði Wang Yi. Þúsundir stuðningsmanna Vladimírs Pútín tóku undir af mikilli tilfinningu þegar hann hrópaði Rússland, Rússland til mannfjöldans.Getty Pútín mætti síðan glaðbeittur á hyllingarsamkomu með hópi stuðningsmanna í Moskvu í dag sem haldin var í aðdraganda hátíðardags Verjenda móðurlandsins. Slegið var á sterka þjóðernisstrengi á samkomunni og þjóðsöngurinn sunginn af öllum viðstöddum. „Þegar við stöndum saman eigum við enga okkar líka! Fyrir einingu rússnesku þjóðarinnar! Húrra! -Húrra,“ kallaði Pútín til mannfjöldans og hrópaði svo Rússland, Rússland og þúsundir viðstaddra tóku undir. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Pólland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. 22. febrúar 2023 11:43 Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Eftir innrás Rússa og innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 mynduðu níu aðildarríki NATO í austur Evrópu leiðtogahóp til að samhæfa aðgerðir sínar. Joe Biden fundaði með hópnum í Varsjá höfuðborg Póllands í dag. Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu (lengst til vinstri), Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Andrzej Duda forseti Póllands með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í bakgrunni í Varsjá í dag.AP/Evan Vucc Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu sagði undanfarið ár hafa styrkt samstöðu NATO-ríkjanna og gert þau sterkari. „Þetta ár hefur styrkt okkur og sameinað. Og við, löndin á austurvængnum, erum betur varin en nokkru sinni fyrr. Við höfum í sameiningu staðist próf samstöðu og mannúðar með því að hjálpa Úkraínu,“ sagði Čaputová. Joe Biden og Andrzej Duda. Pólverjar hafa verið miklir stuðningsmenn Úkraínu frá upphafi stríðsins.AP/Evan Vucci Joe Biden forseti Bandaríkjanna þakkaði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO fyrir frábæra forystu og sagði mikilvægara nú en nokkru sinni bandalagsríkin í austri stæðu þétt saman. „Þið eruð framlínan í sameiginlegum vörnum okkar. Þið vitið betur en nokkur annar hvað er í húfi í þessum átökum, ekki bara fyrir Úkraínu heldur fyrir frelsi lýðræðisríkja í Evrópu og heiminum öllum," sagði Biden í upphafi fundar. Frétt Stöðvar 2: Wang Yi framkvæmdastjóri utanríkismálanefndar kínverska Kommúnistaflokksins fundaði með Pútín og Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í dag. Rússar hafa reynt að fá aukinn stuðning og vopnasendingar frá Kínverjum. Þeir hafa hingað til látið volgar stuðningsyfirlýsingar nægja, og svo var að heyra í dag að engin breyting yrði þar á. „Við erum tilbúnir að vinna með Rússlandi að því að viðhalda stefnumótandi áherslum, dýpka gagnkvæmt pólitískt traust, styrkja stefnumótandi samvinnu, útfæra alhliða hagnýta samvinnu og verja lögmæt réttindi og hagsmuni ríkja okkar,“ sagði Wang Yi. Þúsundir stuðningsmanna Vladimírs Pútín tóku undir af mikilli tilfinningu þegar hann hrópaði Rússland, Rússland til mannfjöldans.Getty Pútín mætti síðan glaðbeittur á hyllingarsamkomu með hópi stuðningsmanna í Moskvu í dag sem haldin var í aðdraganda hátíðardags Verjenda móðurlandsins. Slegið var á sterka þjóðernisstrengi á samkomunni og þjóðsöngurinn sunginn af öllum viðstöddum. „Þegar við stöndum saman eigum við enga okkar líka! Fyrir einingu rússnesku þjóðarinnar! Húrra! -Húrra,“ kallaði Pútín til mannfjöldans og hrópaði svo Rússland, Rússland og þúsundir viðstaddra tóku undir.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Pólland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. 22. febrúar 2023 11:43 Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. 22. febrúar 2023 11:43
Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37
Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00