Erlent

Pútín Rússlandsforseti flytur stefnuræðu sína í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Búist er við því að forsetinn tilkynni um næstu skref í stríðinu í Úkraínu.
Búist er við því að forsetinn tilkynni um næstu skref í stríðinu í Úkraínu. AP Photo

Vladimír Pútín Rússlandsforseti mun í dag flytja árlega stefnuræðu sína til rússnesku þjóðarinnar. Til stóð að ræðan yrði flutt í desember síðastliðnum en henni var frestað vegna stríðsins í Úkraínu.

Í dag er ár liðið síðan Pútín viðurkenndi sjálfstæði Luhansk og Donetsk héraðanna í Úkraínu sem var fyrirboðinn að innrás Rússa inn í Úkraínu en á föstudaginn kemur verður ár liðið frá upphaf innrásar.

Fastlega er búist við því að Pútín noti ræðuna á eftir til að boða það sem framundan sé í stríðinu í Úkraínu. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti óvænt Kænugarð höfuðborg Úkraínu í gær og hitti þar kollega sinn Volodomír Selenskí þar sem hann lofaði áframhaldandi stuðningi við Úkraínumenn. Í dag mun Biden síðan hitta Andrzej Duda forseta Póllands til að ræða aðgerðir til aðstoðar Úkraínu. Að loknum fundi með Póllandsforseta mun Biden síðan flytja ávarp einnig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×