Veður

Gulum við­vörunum fjölgar

Árni Sæberg skrifar
Búast má við talsverðri snjókomu og roki á höfuðborgarsvæðinu dag, sem og víðar.
Búast má við talsverðri snjókomu og roki á höfuðborgarsvæðinu dag, sem og víðar. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Faxaflóa, Suðurland og Miðhálendið. Þegar höfðu verið gefnar út viðvaranir fyrir Suðausturland og Austfirði vegna lægðar.

Nokkuð djúp lægð gengur inn á landið sunnanvert í dag og fer síðan í aust-norð-austur til Austfjarða. Gular viðvaranir taka gildi klukkan 16 á Suðausturlandi og klukkan 21 á Austfjörðum.

Svo virðist sem lægðin ætli að hafa áhrif vestar á landinu og Veðurstofan hefur bætt í fjölda gulra viðvarana.

Á Faxaflóa tók gul viðvörun gildi á hádegi og gildir til klukkan 20 í kvöld. Þar er norðvestan hvassviðri með vindhraða á bilinu fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi, norðantil í fyrstu, en síðar á öllu svæðinu. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar.

Á Suðurlandi verður vestan hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18 til 23 metrar á sekúndu. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum til fjalla í fyrstu en síðar á öllu svæðinu. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir eru líklegar. Gul viðvörun tekur gildi klukkan 15 og gildir til klukkan 21.

Á Miðhálendinu tekur gul viðvörun gildi klukkan 18 í kvöld og gildir allt til klukkan 07 í fyrramálið.

Þar verður vestan stormur eða rok með vindhraða á bilinu 20 til 28 metrar á sekúndu. Búast má við mjög hvössum vindstrengjum við fjöll, 35 til 40 metrum á sekúndu. Einnig má búast við talsverðri snjókomu með skafrenningi og mjög lélegu skyggni. Versnandi akstursskilyrði og slæmt ferðaveður. Aðstæður fyrir ferðamenn geta verið varhugaverðar eða hættulegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×