Sérfræðingur Sky Sports fór yfir brot Man. City: Hundrað brot á níu árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 14:16 Pep Guardiola sést hér áhyggjufullur í tapi Manchester City á móti Tottenham Hotspur um helgina. Getty/Robbie Jay Barratt Enska úrvalsdeildin heldur því fram að Manchester City hafi brotið um hundrað reglur um rekstur fótboltafélaga á níu ára tímabili. Englandsmeistarnir hafa nú verið ákærðir fyrir þau meintu reglubrot. Rannsókn á rekstri Manchester frá 2009 til 2018 leiddi þetta í ljós eins og kom fram í fréttum í dag. City varð þrisvar sinnum enskur meistari á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig en ekki eru taldar miklar líkur á því að félagið missi eitthvað af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fagnar því að óháð rannsóknarnefnd skoði málið. Hún mun að þeirra mati þá skoða öll þau sönnunargögn sem félagið hefur til stuðnings sínum málflutningi. „Manchester City er undrandi á þessum ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar um brot á reglum, sérstaklega í ljósi þeirra gagna sem við höfum látið af hendi," segir meðal annars í yfirlýsingunni. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sports, fór yfir það sem enska úrvalsdeild sakar Manchester City um. Fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar eiga að sjá til þess að félög eyði ekki meiru en þau vinna sér inn í gegnum tekjur af rekstri félagsins. Það eru hins vegar leiðir til þess að reyna að komast fram hjá þessum reglum með því að ofskrifa tekjur eða fela kostað. Samkvæmt rannsókninni hjá ensku úrvalsdeildinni þá gerði City talsvert af slíku á þessum árum. Meðal annars sem City er sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili. Gáfu þá upp mun minna en knattspyrnustjórinn fékk í raun. Hér fyrir neðan má sjá Kaveh Solhekol fara yfir málið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=X3bHnx4EAkM">watch on YouTube</a> Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Rannsókn á rekstri Manchester frá 2009 til 2018 leiddi þetta í ljós eins og kom fram í fréttum í dag. City varð þrisvar sinnum enskur meistari á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig en ekki eru taldar miklar líkur á því að félagið missi eitthvað af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fagnar því að óháð rannsóknarnefnd skoði málið. Hún mun að þeirra mati þá skoða öll þau sönnunargögn sem félagið hefur til stuðnings sínum málflutningi. „Manchester City er undrandi á þessum ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar um brot á reglum, sérstaklega í ljósi þeirra gagna sem við höfum látið af hendi," segir meðal annars í yfirlýsingunni. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sports, fór yfir það sem enska úrvalsdeild sakar Manchester City um. Fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar eiga að sjá til þess að félög eyði ekki meiru en þau vinna sér inn í gegnum tekjur af rekstri félagsins. Það eru hins vegar leiðir til þess að reyna að komast fram hjá þessum reglum með því að ofskrifa tekjur eða fela kostað. Samkvæmt rannsókninni hjá ensku úrvalsdeildinni þá gerði City talsvert af slíku á þessum árum. Meðal annars sem City er sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili. Gáfu þá upp mun minna en knattspyrnustjórinn fékk í raun. Hér fyrir neðan má sjá Kaveh Solhekol fara yfir málið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=X3bHnx4EAkM">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira