Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin sakar Manchester City um svindl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester City v Aston Villa - Premier League MANCHESTER, ENGLAND - MAY 22: Pep Guardiola the head coach / manager of Manchester City kisses the Premier League trophy during the Premier League match between Manchester City and Aston Villa at Etihad Stadium on May 22, 2022 in Manchester, United Kingdom. (Photo by Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images)
Manchester City v Aston Villa - Premier League MANCHESTER, ENGLAND - MAY 22: Pep Guardiola the head coach / manager of Manchester City kisses the Premier League trophy during the Premier League match between Manchester City and Aston Villa at Etihad Stadium on May 22, 2022 in Manchester, United Kingdom. (Photo by Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images)

Manchester City gerðist brotlegt á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt nýrri rannsókn en enskir fjölmiðlar segja frá þessu í dag.

Enska úrvalsdeildin hefur samkvæmt fréttum frá Englandi sakað Manchester City um að svindla á reglum um rekstur fótboltafélaga á milli tímabilanna 2009-10 og 2017-18.

Fjögurra ára rannsókn á rekstri Manchester City hefur nú gefið forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar tilefni til að ákæra ensku meistarana fyrir brot á fjárhagsreglum. City hefur unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum.

Enska úrvalsdeildin tók jafnframt þá ákvörðun að vísa málinu strax til sjálfstæðar nefndar sem mun fara nánar yfir niðurstöður rannsóknarinnar. Það má lesa yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar hér.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City menn fá á sig slíkar ásakanir en félagið hefur þó enn ekki tekið út neina refsingu. Það gæti aftur á móti breyst núna þegar enska úrvalsdeildin sjálf lýsir því yfir að eitt af félögum hennar hafi gerst brotlegt á rekstrarreglum.

Árið 2020 áfrýjaði Manchester City tveggja ára banni UEFA, frá þátttöku í Evrópukeppnunum, til Alþjóða Íþróttadómstólsins sem síðan aflétti banninu.

Knattspyrnusamband Evrópu hafði komist að því að City hafi brotið reglur um rekstur fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.