Nauðganir, „þrælahald“ og falskt loforð um hjónaband Bjarki Sigurðsson skrifar 4. febrúar 2023 10:01 Bræðurnir eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði kröfu þeirra um að vera sleppt úr gæsluvarðhaldi fyrr í vikunni. AP/Vadim Ghirda Andrew Tate og bróðir hans, Tristan, eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu. Talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir miklar líkur á að bræðurnir verði ákærðir. Fjallað hefur verið ítarlega um málefni samfélagsmiðlastjörnunnar og fyrrum bardagakappans Andrew Tate og bróður hans, Tristan, hér á Vísi síðustu vikur. Þeir voru báðir handteknir undir lok síðasta árs í Rúmeníu og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Fjallað hefur verið um að bræðurnir séu grunaðir um mansal. Washington Post hefur undir höndunum gæsluvarðhaldsúrskurðinn en samkvæmt honum er Andrew ekki einungis ákærður fyrir mansal heldur einnig tvær nauðganir. Þá er í úrskurðinum, sem er alls 67 blaðsíður, farið yfir SMS-skilaboð milli Andrew, Tristan og þeirra kvenna sem hafa sakað þá um ofbeldi. Tvær konur einnig grunaðar Bræðurnir eru ekki þeir einu tveir sem eru grunaðir í málinu heldur einnig tvær rúmenskar konur sem eru grunaðar um að hafa aðstoðað þá við að reka mansalshring. Sama konan er fórnarlambið í báðum þeim nauðgunum sem Andrew er grunaður um að hafa framið. Báðar nauðganirnar áttu sér stað í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, en konan er einnig talin vera fórnarlamb mansals. Andrew fékk hana til að flytja frá London til Rúmeníu með því að öðlast traust hennar en þegar þangað var komið neyddi hann hana til að stunda kynlíf með sér og tveimur öðrum konum á hótelherbergi. Ellefu dögum síðar er hann sagður hafa hótað konunni og þannig fengið hana til að stunda kynlíf með sér. Vildi hjónaband Í úrskurðinum er fjallað um hvernig Andrew gabbaði moldóvska konu til þess að flytja til Rúmeníu. Áður en konan flutti út ræddi hún við hann í gegnum SMS-skilaboð og sagðist hafa áhyggjur af myndböndum sem hann hafði birst í á netinu, þá sérstaklega þar sem hann talaði um hvernig hann græddi á því að konur væru að búa til klámmyndbönd. Andrew svaraði henni og sagði henni að þetta væri allt peningaþvætti og því gæti hún treyst honum. Þá sendi hann henni skilaboð og spurði hana hvort henni væri alvara um sambandið. „Ég verð að vita hvort þú sért ákveðin... Hvort þér sé alvara um hjónaband,“ skrifaði Andrew. Konan svaraði að henni væri jú alvara. Sett með konunum sem unnu fyrir Tate Þegar konan flutti til hans til Rúmeníu, með það í huga að hún myndi byrja í sambandi með honum og að lokum giftast honum, þá var hún sett í sama hús og konurnar sem framleiddu klám fyrir bræðurna. „Ég hélt ég væri að koma hingað til að búa með þér. Það er skrítið að setja mig með stelpunum sem vinna fyrir þig,“ segir í SMS-skilaboðum sem konan sendi á Andrew daginn sem hún mætti út. Konan upplifði einnig hótanir af hálfu Tristan. Hún ræddi eitt sinn við hann um að hún ætlaði í bæinn. „NEI. Að fara út ein, án þess að segja mér. Verslunarmiðstöðina. Í búðina. EKKI NEITT HÉÐAN Í FRÁ. Þetta er síðasta viðvörunin,“ svaraði Tristan. Konurnar sagðar þrælar Í úrskurðinum er fjallað um að konurnar hafi verið tilneyddar að búa til klám og að þær væru gerðar að þrælum. Bræðurnir tóku helminginn af því sem stelpurnar þénuðu en þær þurftu einnig að borga sektir ef þær gerðu eitthvað sem þóknaðist bræðrunum ekki, til dæmis ef þær tóku of langar pásur eða grétu á meðan þær voru að framleiða efnið. Líkt og Vísir hefur greint frá munu bræðurnir ekki losna fyrr en í fyrsta lagi 27. febrúar þegar gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út. Í samtali við Washington Post segir Ramona Bolla, talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Rúmeníu, að hún sé sannfærð um að þeir verði ákærðir. Mál Andrew Tate Kynferðisofbeldi Rúmenía Tengdar fréttir Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Sjá meira
Fjallað hefur verið ítarlega um málefni samfélagsmiðlastjörnunnar og fyrrum bardagakappans Andrew Tate og bróður hans, Tristan, hér á Vísi síðustu vikur. Þeir voru báðir handteknir undir lok síðasta árs í Rúmeníu og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Fjallað hefur verið um að bræðurnir séu grunaðir um mansal. Washington Post hefur undir höndunum gæsluvarðhaldsúrskurðinn en samkvæmt honum er Andrew ekki einungis ákærður fyrir mansal heldur einnig tvær nauðganir. Þá er í úrskurðinum, sem er alls 67 blaðsíður, farið yfir SMS-skilaboð milli Andrew, Tristan og þeirra kvenna sem hafa sakað þá um ofbeldi. Tvær konur einnig grunaðar Bræðurnir eru ekki þeir einu tveir sem eru grunaðir í málinu heldur einnig tvær rúmenskar konur sem eru grunaðar um að hafa aðstoðað þá við að reka mansalshring. Sama konan er fórnarlambið í báðum þeim nauðgunum sem Andrew er grunaður um að hafa framið. Báðar nauðganirnar áttu sér stað í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, en konan er einnig talin vera fórnarlamb mansals. Andrew fékk hana til að flytja frá London til Rúmeníu með því að öðlast traust hennar en þegar þangað var komið neyddi hann hana til að stunda kynlíf með sér og tveimur öðrum konum á hótelherbergi. Ellefu dögum síðar er hann sagður hafa hótað konunni og þannig fengið hana til að stunda kynlíf með sér. Vildi hjónaband Í úrskurðinum er fjallað um hvernig Andrew gabbaði moldóvska konu til þess að flytja til Rúmeníu. Áður en konan flutti út ræddi hún við hann í gegnum SMS-skilaboð og sagðist hafa áhyggjur af myndböndum sem hann hafði birst í á netinu, þá sérstaklega þar sem hann talaði um hvernig hann græddi á því að konur væru að búa til klámmyndbönd. Andrew svaraði henni og sagði henni að þetta væri allt peningaþvætti og því gæti hún treyst honum. Þá sendi hann henni skilaboð og spurði hana hvort henni væri alvara um sambandið. „Ég verð að vita hvort þú sért ákveðin... Hvort þér sé alvara um hjónaband,“ skrifaði Andrew. Konan svaraði að henni væri jú alvara. Sett með konunum sem unnu fyrir Tate Þegar konan flutti til hans til Rúmeníu, með það í huga að hún myndi byrja í sambandi með honum og að lokum giftast honum, þá var hún sett í sama hús og konurnar sem framleiddu klám fyrir bræðurna. „Ég hélt ég væri að koma hingað til að búa með þér. Það er skrítið að setja mig með stelpunum sem vinna fyrir þig,“ segir í SMS-skilaboðum sem konan sendi á Andrew daginn sem hún mætti út. Konan upplifði einnig hótanir af hálfu Tristan. Hún ræddi eitt sinn við hann um að hún ætlaði í bæinn. „NEI. Að fara út ein, án þess að segja mér. Verslunarmiðstöðina. Í búðina. EKKI NEITT HÉÐAN Í FRÁ. Þetta er síðasta viðvörunin,“ svaraði Tristan. Konurnar sagðar þrælar Í úrskurðinum er fjallað um að konurnar hafi verið tilneyddar að búa til klám og að þær væru gerðar að þrælum. Bræðurnir tóku helminginn af því sem stelpurnar þénuðu en þær þurftu einnig að borga sektir ef þær gerðu eitthvað sem þóknaðist bræðrunum ekki, til dæmis ef þær tóku of langar pásur eða grétu á meðan þær voru að framleiða efnið. Líkt og Vísir hefur greint frá munu bræðurnir ekki losna fyrr en í fyrsta lagi 27. febrúar þegar gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út. Í samtali við Washington Post segir Ramona Bolla, talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Rúmeníu, að hún sé sannfærð um að þeir verði ákærðir.
Mál Andrew Tate Kynferðisofbeldi Rúmenía Tengdar fréttir Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Sjá meira
Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45