Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Bjarki Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2022 23:45 Andrew Tate birtir iðulega myndir af sér á Instagram í einkaþotum og við dýra bíla. Skjáskot Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Eftir að hann hætti að berjast færði hann sig yfir á samfélagsmiðla. Hann stofnaði netskólann Hustler‘s University ásamt bróður sínum Tristan en þar gátu karlmenn lært hvernig ætti að koma fram við konur og hvernig ætti að græða pening. View this post on Instagram A post shared by Hustler s University 2.0 (@hustlersuniversity2.0) Lengi verið umdeildur Það vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann tjáði sig á Twitter um að þau athæfi sem Harvey Weinstein gerðist sekur um ætti ekki að flokkast sem kynferðisleg áreitni. Þá vildi hann meina að það væri einnig fórnarlömbum kynferðisofbeldis að kenna að þau hafi lent í ofbeldinu. Einnig hefur hann sagt að þunglyndi sé ekki alvöru sjúkdómur. Það kemur kannski ekki á óvart að Tate hafi alls þrisvar sinnum verið bannaður á Twitter fyrir skrif sín en hann má nú aldrei aftur stofna aðgang á samfélagsmiðlinum. Til rannsóknar í Rúmeníu Tate er búsettur í Rúmeníu en hann hefur sagt fylgjendum sínum að fjörutíu prósent af ástæðunni fyrir búsetu hans þar sé að það sé auðveldara að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Rúmenska lögreglan er þó með mál á borði hjá sér þar sem tilkynnt var um að hann væri að halda tveimur konum í húsi sínu gegn þeirra vilja. Gerð var húsleit hjá honum í apríl á þessu ári og fundust konurnar tvær en rannsókn málsins stendur enn yfir. Á TikTok birtast iðulega klippur úr hlaðvarpsþætti hans sem sýndur er hjá Hustler‘s University en hann hefur hvatt aðdáendur sína til þess að dreifa efni hans sem mest um internetið. Horft hefur verið á myndbönd úr þættinum í meira en ellefu milljarða skipti á TikTok. Þeir sem fá aðra til þess að borga fyrir áskrift á vefsíðu Tate fá greidda litla upphæð fyrir aðstoðina. @_cobra_daily Feminists. Polozhenie - Izzamuzzic Remix - Hér fyrir neðan má lesa nokkur ummæli Tate sem hafa birst í myndböndum á TikTok. „Karlmaður getur einungis haldið fram hjá með konu sem hann elskar. Ef ég er með konu sem ég elska og fer út og sef hjá annarri konu sem mér er alveg sama um, þá er það ekki framhjáhald. Það er æfing. En ef hún talar við annan karlmann þá er það framhjáhald.“ „Ef þú ert vinur minn getur þú ekki verið aumingi. „Ó ég fékk hjartaáfall.“ Stattu upp, hvað er að þér? Farðu á spítalann seinna og fáðu þér drykk núna, sígarettu, kaffibolla. Ekki fá hjartaáfall í kringum mig aumingi.“ „Þú ferð ekki á klúbbinn með vinum þínum. Ég veit ekki hvaða kærastaaumingi leyfir gellunni sinni að fara á klúbbinn með sínum án sín. Nei. Þú verður heima. Þú ferð ekki neitt. Engir veitingastaðir, engir klúbbar, ekkert.“ Konur á TikTok hafa margar lýst yfir áhyggjum sínum á aðdáun karlmanna á Tate og segja það vera rautt flagg (e. red flag) ef karlmaður horfir á myndbönd hans og lítur upp til hans. Einhverjar konur hafa hvatt hvora aðra til að hætta með kærustum sínum ef þeir horfa á myndbönd Tate. Samfélagsmiðlar TikTok Börn og uppeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Eftir að hann hætti að berjast færði hann sig yfir á samfélagsmiðla. Hann stofnaði netskólann Hustler‘s University ásamt bróður sínum Tristan en þar gátu karlmenn lært hvernig ætti að koma fram við konur og hvernig ætti að græða pening. View this post on Instagram A post shared by Hustler s University 2.0 (@hustlersuniversity2.0) Lengi verið umdeildur Það vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann tjáði sig á Twitter um að þau athæfi sem Harvey Weinstein gerðist sekur um ætti ekki að flokkast sem kynferðisleg áreitni. Þá vildi hann meina að það væri einnig fórnarlömbum kynferðisofbeldis að kenna að þau hafi lent í ofbeldinu. Einnig hefur hann sagt að þunglyndi sé ekki alvöru sjúkdómur. Það kemur kannski ekki á óvart að Tate hafi alls þrisvar sinnum verið bannaður á Twitter fyrir skrif sín en hann má nú aldrei aftur stofna aðgang á samfélagsmiðlinum. Til rannsóknar í Rúmeníu Tate er búsettur í Rúmeníu en hann hefur sagt fylgjendum sínum að fjörutíu prósent af ástæðunni fyrir búsetu hans þar sé að það sé auðveldara að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Rúmenska lögreglan er þó með mál á borði hjá sér þar sem tilkynnt var um að hann væri að halda tveimur konum í húsi sínu gegn þeirra vilja. Gerð var húsleit hjá honum í apríl á þessu ári og fundust konurnar tvær en rannsókn málsins stendur enn yfir. Á TikTok birtast iðulega klippur úr hlaðvarpsþætti hans sem sýndur er hjá Hustler‘s University en hann hefur hvatt aðdáendur sína til þess að dreifa efni hans sem mest um internetið. Horft hefur verið á myndbönd úr þættinum í meira en ellefu milljarða skipti á TikTok. Þeir sem fá aðra til þess að borga fyrir áskrift á vefsíðu Tate fá greidda litla upphæð fyrir aðstoðina. @_cobra_daily Feminists. Polozhenie - Izzamuzzic Remix - Hér fyrir neðan má lesa nokkur ummæli Tate sem hafa birst í myndböndum á TikTok. „Karlmaður getur einungis haldið fram hjá með konu sem hann elskar. Ef ég er með konu sem ég elska og fer út og sef hjá annarri konu sem mér er alveg sama um, þá er það ekki framhjáhald. Það er æfing. En ef hún talar við annan karlmann þá er það framhjáhald.“ „Ef þú ert vinur minn getur þú ekki verið aumingi. „Ó ég fékk hjartaáfall.“ Stattu upp, hvað er að þér? Farðu á spítalann seinna og fáðu þér drykk núna, sígarettu, kaffibolla. Ekki fá hjartaáfall í kringum mig aumingi.“ „Þú ferð ekki á klúbbinn með vinum þínum. Ég veit ekki hvaða kærastaaumingi leyfir gellunni sinni að fara á klúbbinn með sínum án sín. Nei. Þú verður heima. Þú ferð ekki neitt. Engir veitingastaðir, engir klúbbar, ekkert.“ Konur á TikTok hafa margar lýst yfir áhyggjum sínum á aðdáun karlmanna á Tate og segja það vera rautt flagg (e. red flag) ef karlmaður horfir á myndbönd hans og lítur upp til hans. Einhverjar konur hafa hvatt hvora aðra til að hætta með kærustum sínum ef þeir horfa á myndbönd Tate.
Samfélagsmiðlar TikTok Börn og uppeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira