Tate segist ekkert hafa gert af sér Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2023 14:39 Andrew Tate í Búkarest í dag. AP/Alexandru Dobre Andrew Tate segir saksóknara í Rúmeníu ekki hafa mál gegn sér í höndunum. Hann, Tristan bróðir hans, og tvær konur hafa verið handtekin og eru meðal annars sökuð um mansal og nauðgun. Rannsakendur eru að grandskoða síma þeirra og önnur tæki vegna rannsóknar lögreglunnar. Báðir bræðurnir voru fluttir á skrifstofur rannsakenda í Búkarest í dag og við það tilefni kallaði Tate á blaðamenn. „Þeir vita að við höfum ekkert gert af okkur,“ sagði Tate í sínum fyrstu opinberu ummælum frá því hann var handtekinn. „Þetta mál er algjörlega innantómt. Þetta er auðvitað óréttlátt, það er ekkert réttlæti í Rúmeníu því miður.“ Tate þvertók fyrir að hafa skaðað konur. Tristan Tate sagði engin sönnunargögn hafa fundist gegn sér og að eina ástæðan fyrir því að hann væri í fangelsi, væri að yfirvöld í Rúmeníu ætluðu að stela bílunum hans og peningum. „Þess vegna er ég í fangelsi,“ sagði Tristan Tate, samkvæmt Reuters. Gæsluvarðhald bræðranna var nýverið framlengt til 27. febrúar. Sjá einnig: Gæsluvarðhald Andrew Tate framlengt um þrjátíu daga Tate, sem er fyrrverandi bardagakappi og lagði stund á blandaðar bardagalistir, á sér mikinn fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum. Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Bræðurnir fluttu til Rúmeníu fyrir fimm árum síðan Lögreglan hefur lagt hald á mikið af eignum þeirra bræðra eða minnst fimmtán bíla og tíu fasteignir. Sjá einnig: Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Saksóknarar í Rúmeníu hafa sagt að geti þeir sannað að bræðurnir hafi grætt peninga á ólöglegan hátt, til dæmis með mansali, þá yrðu eigur þeirra notaðar til að greiða fyrir rannsóknina og veita meintum fórnarlömbum þeirra bætur. Mál Andrew Tate Rúmenía Tengdar fréttir Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14 Krafist gæsluvarðhalds og upptöku eigna Tate í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem tekin var fyrir gæsluvarðhaldskrafa á hendur honum vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemi. Ákvörðun verður tekin á fimmtudag um hvort Tate verði gert að sitja í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. 10. janúar 2023 17:54 Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Báðir bræðurnir voru fluttir á skrifstofur rannsakenda í Búkarest í dag og við það tilefni kallaði Tate á blaðamenn. „Þeir vita að við höfum ekkert gert af okkur,“ sagði Tate í sínum fyrstu opinberu ummælum frá því hann var handtekinn. „Þetta mál er algjörlega innantómt. Þetta er auðvitað óréttlátt, það er ekkert réttlæti í Rúmeníu því miður.“ Tate þvertók fyrir að hafa skaðað konur. Tristan Tate sagði engin sönnunargögn hafa fundist gegn sér og að eina ástæðan fyrir því að hann væri í fangelsi, væri að yfirvöld í Rúmeníu ætluðu að stela bílunum hans og peningum. „Þess vegna er ég í fangelsi,“ sagði Tristan Tate, samkvæmt Reuters. Gæsluvarðhald bræðranna var nýverið framlengt til 27. febrúar. Sjá einnig: Gæsluvarðhald Andrew Tate framlengt um þrjátíu daga Tate, sem er fyrrverandi bardagakappi og lagði stund á blandaðar bardagalistir, á sér mikinn fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum. Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Bræðurnir fluttu til Rúmeníu fyrir fimm árum síðan Lögreglan hefur lagt hald á mikið af eignum þeirra bræðra eða minnst fimmtán bíla og tíu fasteignir. Sjá einnig: Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Saksóknarar í Rúmeníu hafa sagt að geti þeir sannað að bræðurnir hafi grætt peninga á ólöglegan hátt, til dæmis með mansali, þá yrðu eigur þeirra notaðar til að greiða fyrir rannsóknina og veita meintum fórnarlömbum þeirra bætur.
Mál Andrew Tate Rúmenía Tengdar fréttir Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14 Krafist gæsluvarðhalds og upptöku eigna Tate í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem tekin var fyrir gæsluvarðhaldskrafa á hendur honum vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemi. Ákvörðun verður tekin á fimmtudag um hvort Tate verði gert að sitja í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. 10. janúar 2023 17:54 Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14
Krafist gæsluvarðhalds og upptöku eigna Tate í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem tekin var fyrir gæsluvarðhaldskrafa á hendur honum vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemi. Ákvörðun verður tekin á fimmtudag um hvort Tate verði gert að sitja í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. 10. janúar 2023 17:54
Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29